Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2017 19:58 Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi framkvæmdasjtóri og stjórnarformaður Pressunnar, er borinn þungum sökum í yfirlýsingu frá nýrri stjórn félagsins. Vísir/Ernir Ný stjórn Pressunnar segir að grunur leiki á að fyrri stórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum þeirra hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sína og skuldi tollstjóra 150 milljónir króna í opinber gjöld. Allar eignir Pressunnar, þar á meðal dagblaðið DV og vefmiðlarnir Vefpressan og Eyjan, voru seldar til Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns í byrjun september. Salan var þó ekki kynnt öllum hluthöfum Pressunnar, þar á meðal stærsta hluthafanum, Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. Í kjölfarið óskuðu forráðamenn Dalsins eftir hluthafafundi í Pressunni. Hann var haldinn með aðstoð ráðherrra í dag, að því er segir í yfirlýsingu frá nýrri stjórn Presunnar sem var kjörin á fundinum. Stjórnina skipa nú Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson. Í yfirlýsingunni kemur fram að ný stjórn hafi nú aðgang að gögnum sem sýni umtalsverðar skuldir félagsins við opinbera aðila, lífeyrðissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn hafi ekki getað greint frá því hvernig félagið eigi að geta staðið við skuldbindingar sínar. Auk skuldar Pressunnar og tengdra aðila við tollstjóra séu umtalsverð vanskil annarra kröfuhafa.Handvöldu skuldir sem Björn Ingi var í persónulegum ábyrgðum fyrir Varðandi sölu eigna Pressunnar í haust segir nýja stjórnin að i kaupsamningnum komi meðal annars fram að kaupverðið sé greitt með yfirtöku á kröfu Björns Inga Hrafnssonar, fráfarandi stjórnarformanns, á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi er í persónulegum ábyrgðum. „Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Nýja stjórnin segir að fyrstu störf sín verði að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verði sérstaklega hvort Björn Ingi hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. Dalsmenn eiga 68,27% hlut í Pressunni. Að félaginu standa fjárfestarnir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann. Þeir fjárfestu í Pressunni í sumar. Félagið var eitt þeirra sem lagði Pressunni til aukið hlutafél í apríl.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Ný stjórn Pressunnar segir að grunur leiki á að fyrri stórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum þeirra hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sína og skuldi tollstjóra 150 milljónir króna í opinber gjöld. Allar eignir Pressunnar, þar á meðal dagblaðið DV og vefmiðlarnir Vefpressan og Eyjan, voru seldar til Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns í byrjun september. Salan var þó ekki kynnt öllum hluthöfum Pressunnar, þar á meðal stærsta hluthafanum, Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. Í kjölfarið óskuðu forráðamenn Dalsins eftir hluthafafundi í Pressunni. Hann var haldinn með aðstoð ráðherrra í dag, að því er segir í yfirlýsingu frá nýrri stjórn Presunnar sem var kjörin á fundinum. Stjórnina skipa nú Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson. Í yfirlýsingunni kemur fram að ný stjórn hafi nú aðgang að gögnum sem sýni umtalsverðar skuldir félagsins við opinbera aðila, lífeyrðissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn hafi ekki getað greint frá því hvernig félagið eigi að geta staðið við skuldbindingar sínar. Auk skuldar Pressunnar og tengdra aðila við tollstjóra séu umtalsverð vanskil annarra kröfuhafa.Handvöldu skuldir sem Björn Ingi var í persónulegum ábyrgðum fyrir Varðandi sölu eigna Pressunnar í haust segir nýja stjórnin að i kaupsamningnum komi meðal annars fram að kaupverðið sé greitt með yfirtöku á kröfu Björns Inga Hrafnssonar, fráfarandi stjórnarformanns, á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi er í persónulegum ábyrgðum. „Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Nýja stjórnin segir að fyrstu störf sín verði að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verði sérstaklega hvort Björn Ingi hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. Dalsmenn eiga 68,27% hlut í Pressunni. Að félaginu standa fjárfestarnir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann. Þeir fjárfestu í Pressunni í sumar. Félagið var eitt þeirra sem lagði Pressunni til aukið hlutafél í apríl.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41
Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12