Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 08:00 Eigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félög í eigu Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda Pressunnar, og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra félagsins, eiga um ellefu prósenta hlut í félaginu. Eigendur Dalsins eru þeir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fyrr í sumar keyptu þeir allt hlutafé í Birtíngi, sem gefur meðal annars út Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Halldór Kristmannsson, einn af forsvarsmönnum Dalsins, segir í samtali við Markaðinn að félagið hafi lagt Vefpressunni til umtalsverða fjármuni í tengslum við fyrirhugaða hlutafjárhækkun í vor. „Hún gekk hins vegar ekki eftir og aðrir fjárfestar drógu sig út. Dalurinn lagði til fjármuni sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna.“ Þá útskýrir Halldór að félagið hafi ekki lagt aukið fé til rekstrarins frá því að tilkynnt var um að ekkert yrði af boðaðri 300 milljóna hlutfjáraukningu. „Staða Vefpressunnar og dótturfélaga er þung og stjórnendur hafa óskað eftir svigrúmi í sumar til að leita nýrra hluthafa til að bjarga rekstrinum en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Halldór. Á meðal þeirra fjárfesta sem drógu sig út úr hlutafjáraukningunni var félagið Gufupressan í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem er oftast kenndur við Subway, og byggingarfélagið Eykt. Dalurinn er þannig orðinn langsamlega stærsti eigandi Pressunnar með 88,38 prósenta hlut. Þar á eftir kemur félagið Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, með 5,28 prósenta hlut og AB11 ehf., í jafnri eigu Björns Inga og Arnars Ægissonar, með 4,18 prósenta hlut. Fyrir umræddar breytingar áttu félög í eigu þeirra tveggja 82 prósenta hlut í Pressunni. Auk þess átti Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, tíu prósenta hlut og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, átta prósenta hlut. Þeir eru báðir farnir úr hluthafahópnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Tollstjórinn hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni á hendur Vefpressunni sem verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Heimildir Markaðarins herma að stjórnendur Vefpressunnar hafi ítrekað reynt að fresta úrskurðinum án árangurs og mun ekkert samkomulag vera í gildi um greiðslu ógreiddra gjalda. Að óbreyttu mun héraðsdómur því taka beiðni tollstjórans fyrir og úrskurða um hvort félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.Fréttin birtist fyrst á Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félög í eigu Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda Pressunnar, og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra félagsins, eiga um ellefu prósenta hlut í félaginu. Eigendur Dalsins eru þeir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fyrr í sumar keyptu þeir allt hlutafé í Birtíngi, sem gefur meðal annars út Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Halldór Kristmannsson, einn af forsvarsmönnum Dalsins, segir í samtali við Markaðinn að félagið hafi lagt Vefpressunni til umtalsverða fjármuni í tengslum við fyrirhugaða hlutafjárhækkun í vor. „Hún gekk hins vegar ekki eftir og aðrir fjárfestar drógu sig út. Dalurinn lagði til fjármuni sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna.“ Þá útskýrir Halldór að félagið hafi ekki lagt aukið fé til rekstrarins frá því að tilkynnt var um að ekkert yrði af boðaðri 300 milljóna hlutfjáraukningu. „Staða Vefpressunnar og dótturfélaga er þung og stjórnendur hafa óskað eftir svigrúmi í sumar til að leita nýrra hluthafa til að bjarga rekstrinum en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Halldór. Á meðal þeirra fjárfesta sem drógu sig út úr hlutafjáraukningunni var félagið Gufupressan í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem er oftast kenndur við Subway, og byggingarfélagið Eykt. Dalurinn er þannig orðinn langsamlega stærsti eigandi Pressunnar með 88,38 prósenta hlut. Þar á eftir kemur félagið Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, með 5,28 prósenta hlut og AB11 ehf., í jafnri eigu Björns Inga og Arnars Ægissonar, með 4,18 prósenta hlut. Fyrir umræddar breytingar áttu félög í eigu þeirra tveggja 82 prósenta hlut í Pressunni. Auk þess átti Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, tíu prósenta hlut og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, átta prósenta hlut. Þeir eru báðir farnir úr hluthafahópnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Tollstjórinn hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni á hendur Vefpressunni sem verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Heimildir Markaðarins herma að stjórnendur Vefpressunnar hafi ítrekað reynt að fresta úrskurðinum án árangurs og mun ekkert samkomulag vera í gildi um greiðslu ógreiddra gjalda. Að óbreyttu mun héraðsdómur því taka beiðni tollstjórans fyrir og úrskurða um hvort félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.Fréttin birtist fyrst á Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira