Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Stefán Árni Pálsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Kristófer Acox sækir að körfu Búlgara. Íslenska liðið spilaði vel á löngum köflum en gaf eftir undir lokin. vísir/anton Ísland tapaði fyrir Búlgaríu, 77-74, í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Liðið var lengi vel með fín tök á leiknum en henti honum frá sér í fjórða leikhlutanum. Martin Hermannsson var atkvæðamestur í liði Íslands með 21 stig en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 18 stig í leiknum. Það var hrein unun að fylgjast með íslenska landsliðinu í byrjun leiks og þá sérstaklega þeim Martin Hermannssyni og Tryggva Snæ Hlinasyni. Martin stjórnaði leik íslenska liðsins eins og herforingi og Tryggvi Snær varði þrjú skot í fyrsta leikhlutanum og var frábær í vörninni. Búlgararnir þurftu að hafa mikið fyrir hverju einasta stigi og gekk sóknarleikur íslenska liðsins töluvert betur til að byrja með. Staðan var því 21-17 eftir fyrsta leikhlutann og hefði íslenska liðið getað verið með stærra forskot, með smá heppni. Í öðrum leikhluta hélt baráttan og harkan í íslenska liðinu áfram og var það einfaldlega líkamlega sterkara en búlgörsku landsliðsmennirnir. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 35-23 fyrir Ísland og útlitið nokkuð bjart. Búlgarar komu til baka undir lok fyrri hálfleiksins og létu íslensku strákana hafa vel fyrir sér með því að keyra alltaf inn í teiginn. Það hafði það í för með sér að menn fóru að sanka að sér villum.Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik.vísir/antonTryggvi var kominn með þrjár villur í hálfleik og þurfti að hafa sig hægan í upphafi síðari hálfleiksins og það sama má segja um Martin Hermannsson. Staðan í hálfleik var 45-35. Búlgarar mættu grimmir út í síðari hálfleikinn og fóru strax að minnka muninn og það mjög markvisst. Þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum var staðan 52-51 fyrir Ísland og Búlgararnir að hóta þeim hvítklæddu að komast yfir í leiknum. Sem betur fer héldu íslensku landsliðsmennirnir út og hleyptu þeim ekki fram úr sér. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 61-53. Íslenska liðið var með frumkvæðið í byrjun fjórða leikhluta en gestirnir ætluðu sér að ná í sigur í Laugardalshöllinni í gær. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum komust Búlgarar yfir, 67-66, og var mikil spenna í leiknum út leiktímann. Svo fór að lokum að Búlgaría vann leikinn, 77-74. Það skrifast á algjört kæruleysi hjá íslenska liðinu þar sem liðið hafði stóran hluta af leiknum fín tök á honum. Það þurfti bara að sigla sigrinum í hús en það gekk því miður ekki. Búlgarska liðið sýndi aftur á móti gríðarlegan karakter, gafst aldrei upp og það sem var mikilvægast, að þeir hleyptu íslenska liðinu aldrei of langt frá sér. Körfubolti Tengdar fréttir Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Búlgaríu, 77-74, í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Liðið var lengi vel með fín tök á leiknum en henti honum frá sér í fjórða leikhlutanum. Martin Hermannsson var atkvæðamestur í liði Íslands með 21 stig en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 18 stig í leiknum. Það var hrein unun að fylgjast með íslenska landsliðinu í byrjun leiks og þá sérstaklega þeim Martin Hermannssyni og Tryggva Snæ Hlinasyni. Martin stjórnaði leik íslenska liðsins eins og herforingi og Tryggvi Snær varði þrjú skot í fyrsta leikhlutanum og var frábær í vörninni. Búlgararnir þurftu að hafa mikið fyrir hverju einasta stigi og gekk sóknarleikur íslenska liðsins töluvert betur til að byrja með. Staðan var því 21-17 eftir fyrsta leikhlutann og hefði íslenska liðið getað verið með stærra forskot, með smá heppni. Í öðrum leikhluta hélt baráttan og harkan í íslenska liðinu áfram og var það einfaldlega líkamlega sterkara en búlgörsku landsliðsmennirnir. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 35-23 fyrir Ísland og útlitið nokkuð bjart. Búlgarar komu til baka undir lok fyrri hálfleiksins og létu íslensku strákana hafa vel fyrir sér með því að keyra alltaf inn í teiginn. Það hafði það í för með sér að menn fóru að sanka að sér villum.Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik.vísir/antonTryggvi var kominn með þrjár villur í hálfleik og þurfti að hafa sig hægan í upphafi síðari hálfleiksins og það sama má segja um Martin Hermannsson. Staðan í hálfleik var 45-35. Búlgarar mættu grimmir út í síðari hálfleikinn og fóru strax að minnka muninn og það mjög markvisst. Þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum var staðan 52-51 fyrir Ísland og Búlgararnir að hóta þeim hvítklæddu að komast yfir í leiknum. Sem betur fer héldu íslensku landsliðsmennirnir út og hleyptu þeim ekki fram úr sér. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 61-53. Íslenska liðið var með frumkvæðið í byrjun fjórða leikhluta en gestirnir ætluðu sér að ná í sigur í Laugardalshöllinni í gær. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum komust Búlgarar yfir, 67-66, og var mikil spenna í leiknum út leiktímann. Svo fór að lokum að Búlgaría vann leikinn, 77-74. Það skrifast á algjört kæruleysi hjá íslenska liðinu þar sem liðið hafði stóran hluta af leiknum fín tök á honum. Það þurfti bara að sigla sigrinum í hús en það gekk því miður ekki. Búlgarska liðið sýndi aftur á móti gríðarlegan karakter, gafst aldrei upp og það sem var mikilvægast, að þeir hleyptu íslenska liðinu aldrei of langt frá sér.
Körfubolti Tengdar fréttir Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira
Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00