Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Stefán Árni Pálsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Kristófer Acox sækir að körfu Búlgara. Íslenska liðið spilaði vel á löngum köflum en gaf eftir undir lokin. vísir/anton Ísland tapaði fyrir Búlgaríu, 77-74, í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Liðið var lengi vel með fín tök á leiknum en henti honum frá sér í fjórða leikhlutanum. Martin Hermannsson var atkvæðamestur í liði Íslands með 21 stig en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 18 stig í leiknum. Það var hrein unun að fylgjast með íslenska landsliðinu í byrjun leiks og þá sérstaklega þeim Martin Hermannssyni og Tryggva Snæ Hlinasyni. Martin stjórnaði leik íslenska liðsins eins og herforingi og Tryggvi Snær varði þrjú skot í fyrsta leikhlutanum og var frábær í vörninni. Búlgararnir þurftu að hafa mikið fyrir hverju einasta stigi og gekk sóknarleikur íslenska liðsins töluvert betur til að byrja með. Staðan var því 21-17 eftir fyrsta leikhlutann og hefði íslenska liðið getað verið með stærra forskot, með smá heppni. Í öðrum leikhluta hélt baráttan og harkan í íslenska liðinu áfram og var það einfaldlega líkamlega sterkara en búlgörsku landsliðsmennirnir. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 35-23 fyrir Ísland og útlitið nokkuð bjart. Búlgarar komu til baka undir lok fyrri hálfleiksins og létu íslensku strákana hafa vel fyrir sér með því að keyra alltaf inn í teiginn. Það hafði það í för með sér að menn fóru að sanka að sér villum.Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik.vísir/antonTryggvi var kominn með þrjár villur í hálfleik og þurfti að hafa sig hægan í upphafi síðari hálfleiksins og það sama má segja um Martin Hermannsson. Staðan í hálfleik var 45-35. Búlgarar mættu grimmir út í síðari hálfleikinn og fóru strax að minnka muninn og það mjög markvisst. Þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum var staðan 52-51 fyrir Ísland og Búlgararnir að hóta þeim hvítklæddu að komast yfir í leiknum. Sem betur fer héldu íslensku landsliðsmennirnir út og hleyptu þeim ekki fram úr sér. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 61-53. Íslenska liðið var með frumkvæðið í byrjun fjórða leikhluta en gestirnir ætluðu sér að ná í sigur í Laugardalshöllinni í gær. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum komust Búlgarar yfir, 67-66, og var mikil spenna í leiknum út leiktímann. Svo fór að lokum að Búlgaría vann leikinn, 77-74. Það skrifast á algjört kæruleysi hjá íslenska liðinu þar sem liðið hafði stóran hluta af leiknum fín tök á honum. Það þurfti bara að sigla sigrinum í hús en það gekk því miður ekki. Búlgarska liðið sýndi aftur á móti gríðarlegan karakter, gafst aldrei upp og það sem var mikilvægast, að þeir hleyptu íslenska liðinu aldrei of langt frá sér. Körfubolti Tengdar fréttir Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Búlgaríu, 77-74, í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Liðið var lengi vel með fín tök á leiknum en henti honum frá sér í fjórða leikhlutanum. Martin Hermannsson var atkvæðamestur í liði Íslands með 21 stig en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 18 stig í leiknum. Það var hrein unun að fylgjast með íslenska landsliðinu í byrjun leiks og þá sérstaklega þeim Martin Hermannssyni og Tryggva Snæ Hlinasyni. Martin stjórnaði leik íslenska liðsins eins og herforingi og Tryggvi Snær varði þrjú skot í fyrsta leikhlutanum og var frábær í vörninni. Búlgararnir þurftu að hafa mikið fyrir hverju einasta stigi og gekk sóknarleikur íslenska liðsins töluvert betur til að byrja með. Staðan var því 21-17 eftir fyrsta leikhlutann og hefði íslenska liðið getað verið með stærra forskot, með smá heppni. Í öðrum leikhluta hélt baráttan og harkan í íslenska liðinu áfram og var það einfaldlega líkamlega sterkara en búlgörsku landsliðsmennirnir. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 35-23 fyrir Ísland og útlitið nokkuð bjart. Búlgarar komu til baka undir lok fyrri hálfleiksins og létu íslensku strákana hafa vel fyrir sér með því að keyra alltaf inn í teiginn. Það hafði það í för með sér að menn fóru að sanka að sér villum.Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik.vísir/antonTryggvi var kominn með þrjár villur í hálfleik og þurfti að hafa sig hægan í upphafi síðari hálfleiksins og það sama má segja um Martin Hermannsson. Staðan í hálfleik var 45-35. Búlgarar mættu grimmir út í síðari hálfleikinn og fóru strax að minnka muninn og það mjög markvisst. Þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum var staðan 52-51 fyrir Ísland og Búlgararnir að hóta þeim hvítklæddu að komast yfir í leiknum. Sem betur fer héldu íslensku landsliðsmennirnir út og hleyptu þeim ekki fram úr sér. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 61-53. Íslenska liðið var með frumkvæðið í byrjun fjórða leikhluta en gestirnir ætluðu sér að ná í sigur í Laugardalshöllinni í gær. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum komust Búlgarar yfir, 67-66, og var mikil spenna í leiknum út leiktímann. Svo fór að lokum að Búlgaría vann leikinn, 77-74. Það skrifast á algjört kæruleysi hjá íslenska liðinu þar sem liðið hafði stóran hluta af leiknum fín tök á honum. Það þurfti bara að sigla sigrinum í hús en það gekk því miður ekki. Búlgarska liðið sýndi aftur á móti gríðarlegan karakter, gafst aldrei upp og það sem var mikilvægast, að þeir hleyptu íslenska liðinu aldrei of langt frá sér.
Körfubolti Tengdar fréttir Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum