Stjörnumenn mættu afar laskaðir í leikinn gegn FH en fjölmarga lykilmenn vantaði í liðið.
„Þegar svona margir menn eru frá þá spyr maður sig hvort þetta sé þjálfunin? Það hlýtur að vera eitthvað að og því fór ég að spyrjast aðeins fyrir í Garðabæ og heyrði í leikmönnum. Það er víst ekki verið að þrífa gólfið í Garðabænum og menn eru ekki sáttir,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.
„Gólfið er bara sleipt og það er slysahætta. Leikmenn eru verulega ósáttir við þetta og þegar staðan er svona þá er gólfið stórhættulegt. Það er ekki eðlilegt að sex byrjunarliðsmenn séu meiddir eða hnjaskaðir.“
Sjá má umræðuna úr Seinni bylgjunni hér að ofan.
Seinni bylgjan: Skítugt gólf í Garðabænum ástæðan fyrir öllum meiðslunum?
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 30-27 | FH-ingar aftur á toppinn
FH komst aftur á topp Olís-deildar karla með 30-27 sigri á Stjörnunni í Kaplakrika í kvöld.

Seinni bylgjan: Kári spilar loksins eins og maður þegar hann dettur úr landsliðinu
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hefur verið í miklu stuði í liði ÍBV í síðustu leikjum og ljóst að hann ætlar sér sæti í íslenska landsliðinu í janúar.

Seinni bylgjan: Dómararnir byrja að reka út af fyrir allt
Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, fór ekki fögrum orðum um frammistöðu dómaranna í leik Gróttu og Fjölnis. "Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild,“ sagði Kári meðal annars.