Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. nóvember 2017 13:14 Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Ný stjórn segir eignir félagsins til sölu. vísir/pjetur Stjórn Pressunnar hefur sagt upp öllu starfsfólki félagsins og hefur útgáfa landshlutablaða þess verið stöðvuð. RÚV greindi frá fyrr í dag. Ómar R. Valdimarsson, stjórnarmaður, sagði í samtali við Vísi að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir skynsamlegt verð. Indíana Hreinsdóttir, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni að útgáfa blaðsins hefði verið sett í stöðvun. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður félagsins, staðfesti við fréttastofu að Indíana væri önnur tveggja launamanna sem hefðu misst starfið. Hann segir að fyrirtækið sé með fjölda verktaka í starfi sem eðli málsins samkvæmt væru ekki starfsmenn félagsins. „Við erum enn í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna,“ segir Ómar og bætir við að fjárhagsstaða félagsins sé ekki góð. „Við vissum að [staðan] væri slæm og höfum ekki enn komist yfir öll fjárhagsgögn þannig við getum ekki nákvæmlega sagt til um hver staðan er en hún er ekki þannig að ég geri ráð fyrir að fyrirtækið verði rekið áfram,“ bætir hann við.Allar eignir félagsins komnar á sölu Hann segir öll blöðin vera komin á sölu en Pressan gefur út landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. „Allar eignir félagsins eru til sölu fyrir skynsamlegt verð en það er spurning hvort stjórnin taki það að sér að selja þetta eða láta það eiga sig,“ segir Ómar og bendir á að seinni kosturinn feli það í sér gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. „Þá er það bara skiptastjóra að greiða úr því“.Björn Ingi Hrafnsson vísaði ásökunum eigenda Pressunnar á bug síðastliðinn föstudag.Vísir/ValliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafaBjörn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi Pressunnar, svaraði nýrri stjórn í kjölfar ásakana um misferli með fjármuni Pressunnar og sakaði Dalsmenn, nýja eigendur félagsins, um svik og að reyna að koma félaginu í þrot.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrotEftir eigendaskiptin er eignarhald Pressunnar í höndum sjö félaga. Eignarhaldsfélagið Dalurinn ehf. er þar með stærstan hlut í félaginu, rúmlega 68 prósent. Dalsmenn eru þeir Árni Harðarson, Vilhelm Róbert Wessmann, Jóhann G. Jóhannsson, Halldór Kristmannsson og Hilmar Þór Kristinsson. Björn Ingi Hrafnsson á 18 prósent hlut í félaginu í gegnum félög sín Kringluturninn og Kringlueignir. Fjölmiðlar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Stjórn Pressunnar hefur sagt upp öllu starfsfólki félagsins og hefur útgáfa landshlutablaða þess verið stöðvuð. RÚV greindi frá fyrr í dag. Ómar R. Valdimarsson, stjórnarmaður, sagði í samtali við Vísi að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir skynsamlegt verð. Indíana Hreinsdóttir, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni að útgáfa blaðsins hefði verið sett í stöðvun. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður félagsins, staðfesti við fréttastofu að Indíana væri önnur tveggja launamanna sem hefðu misst starfið. Hann segir að fyrirtækið sé með fjölda verktaka í starfi sem eðli málsins samkvæmt væru ekki starfsmenn félagsins. „Við erum enn í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna,“ segir Ómar og bætir við að fjárhagsstaða félagsins sé ekki góð. „Við vissum að [staðan] væri slæm og höfum ekki enn komist yfir öll fjárhagsgögn þannig við getum ekki nákvæmlega sagt til um hver staðan er en hún er ekki þannig að ég geri ráð fyrir að fyrirtækið verði rekið áfram,“ bætir hann við.Allar eignir félagsins komnar á sölu Hann segir öll blöðin vera komin á sölu en Pressan gefur út landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. „Allar eignir félagsins eru til sölu fyrir skynsamlegt verð en það er spurning hvort stjórnin taki það að sér að selja þetta eða láta það eiga sig,“ segir Ómar og bendir á að seinni kosturinn feli það í sér gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. „Þá er það bara skiptastjóra að greiða úr því“.Björn Ingi Hrafnsson vísaði ásökunum eigenda Pressunnar á bug síðastliðinn föstudag.Vísir/ValliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafaBjörn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi Pressunnar, svaraði nýrri stjórn í kjölfar ásakana um misferli með fjármuni Pressunnar og sakaði Dalsmenn, nýja eigendur félagsins, um svik og að reyna að koma félaginu í þrot.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrotEftir eigendaskiptin er eignarhald Pressunnar í höndum sjö félaga. Eignarhaldsfélagið Dalurinn ehf. er þar með stærstan hlut í félaginu, rúmlega 68 prósent. Dalsmenn eru þeir Árni Harðarson, Vilhelm Róbert Wessmann, Jóhann G. Jóhannsson, Halldór Kristmannsson og Hilmar Þór Kristinsson. Björn Ingi Hrafnsson á 18 prósent hlut í félaginu í gegnum félög sín Kringluturninn og Kringlueignir.
Fjölmiðlar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira