Gefa út starfsleyfi fyrir kísilmálmverksmiðjunni á Bakka Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2017 10:25 Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf til ársins 2033. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að fyrirtækið muni hefja framleiðslu á hrákísli í nýbyggðri verksmiðju á iðnaðarsvæðinu á Bakka í Norðurþingi þar sem til stendur að framleiða meira en 98,5 prósent hreinn kísill. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66.000 tonnum á ári. „Auglýsing á starfsleyfistillögu fór fram á tímabilinu 20. júlí til 15. september 2017. Auglýst var í Lögbirtingablaði og í Skránni á Húsavík auk tilkynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Haldinn var kynningarfundur um tillöguna 7. september 2017 í sal Framsýnar, skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, Húsavík. Ein umsögn barst um tillöguna frá Landvernd. Umhverfisstofnun ákvað að bera einn lið umsagnarinnar undir Skipulagsstofnun sem fjallaði um meinta annmarka á áliti hennar. Þar var einkum fjallað um sjónarmið samtakanna um að tilteknum atriðum hafi verið sleppt í mati á umhverfisáhrifum. Í meginatriðum var svar Skipulagsstofnunar þess efnis að umfjöllun hennar hafi farið rétt fram samkvæmt lögum. Þá var umsögnin frá Landvernd send til fyrirtækisins sem ákvað að svara henni sérstaklega fyrir sitt leyti. Viðbrögð Umhverfisstofnunar við umsögninni koma hins vegar í heild fram í fylgiskjali 4 í starfsleyfinu. Nokkur endurskoðun fór fram á ákvæðum starfsleyfisins eftir auglýsingu tillögu eins og oft er raunin í sambandi við starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Lagfæra þurfti ákvæði um úrgang og var þar fallist á sjónarmið í umsögn Landverndar að ein tilvísun í tillögunni gaf til kynna að afar mikið magn (2.500 tonn á ári) myndi geta myndast af spilliefnum. Þetta var galli á tillögunni sem hefur nú verið lagfærður. Umrædd 2.500 tonn á ári fyrir úrgang voru einnig ákvörðuð út frá sérstökum tilfellum sem gætu komið upp ef að erfitt yrði að selja aukaafurðir. Greinin er einkum hugsuð til að skylda rekstraraðila til að leysa slík vandamál komi þau upp, sem ekki er talið líklegt,“ segir í tilkynningunni Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033, en ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Nánar er fjallað um málið á vef Umhverfisstofnunar. Tengdar fréttir Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf til ársins 2033. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að fyrirtækið muni hefja framleiðslu á hrákísli í nýbyggðri verksmiðju á iðnaðarsvæðinu á Bakka í Norðurþingi þar sem til stendur að framleiða meira en 98,5 prósent hreinn kísill. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66.000 tonnum á ári. „Auglýsing á starfsleyfistillögu fór fram á tímabilinu 20. júlí til 15. september 2017. Auglýst var í Lögbirtingablaði og í Skránni á Húsavík auk tilkynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Haldinn var kynningarfundur um tillöguna 7. september 2017 í sal Framsýnar, skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, Húsavík. Ein umsögn barst um tillöguna frá Landvernd. Umhverfisstofnun ákvað að bera einn lið umsagnarinnar undir Skipulagsstofnun sem fjallaði um meinta annmarka á áliti hennar. Þar var einkum fjallað um sjónarmið samtakanna um að tilteknum atriðum hafi verið sleppt í mati á umhverfisáhrifum. Í meginatriðum var svar Skipulagsstofnunar þess efnis að umfjöllun hennar hafi farið rétt fram samkvæmt lögum. Þá var umsögnin frá Landvernd send til fyrirtækisins sem ákvað að svara henni sérstaklega fyrir sitt leyti. Viðbrögð Umhverfisstofnunar við umsögninni koma hins vegar í heild fram í fylgiskjali 4 í starfsleyfinu. Nokkur endurskoðun fór fram á ákvæðum starfsleyfisins eftir auglýsingu tillögu eins og oft er raunin í sambandi við starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Lagfæra þurfti ákvæði um úrgang og var þar fallist á sjónarmið í umsögn Landverndar að ein tilvísun í tillögunni gaf til kynna að afar mikið magn (2.500 tonn á ári) myndi geta myndast af spilliefnum. Þetta var galli á tillögunni sem hefur nú verið lagfærður. Umrædd 2.500 tonn á ári fyrir úrgang voru einnig ákvörðuð út frá sérstökum tilfellum sem gætu komið upp ef að erfitt yrði að selja aukaafurðir. Greinin er einkum hugsuð til að skylda rekstraraðila til að leysa slík vandamál komi þau upp, sem ekki er talið líklegt,“ segir í tilkynningunni Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033, en ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Nánar er fjallað um málið á vef Umhverfisstofnunar.
Tengdar fréttir Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00