Lamborghini Urus kynntur í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 10:49 Lamborghini Urus jeppar settir saman í Sant´Agata verksmiðjunni. Lengi hefur verið beðið eftir ofurjeppanum Lamborghini Urus og fimm og hálft ár síðan fyrirtækið tilkynnti um áætlun sína að smíða jeppann. Nú er sú bið brátt á enda því hann verður sýndur almenningi þann 4. desember, eða eftir aðeins 3 vikur. Lamborghini Urus er enginn venjulegur jeppi því undir húddi hans er 650 hestafla 4,0 lítra V8 vél og slær hann því við í hestöflum öðrum nýlegum ofurjeppa, þ.e. Bentley Bentayga með sín 600 hestöfl. Lamborghini ætlar Urus stórt hlutverk hjá fyrirtækinu því gert er ráð fyrir því að framleiðsla Urus muni tvöfalda sölu Lamborghini bíla og í því augnamiði hefur fyrirtækið fjölgað starfsmönnum um 700 í Sant´Agata verksmiðju Lamborghini í Bologna. Líklega eru þessar söluáætlanir ekki ofurbjartsýnar því svo virðist sem mikill markaður sé fyrir rándýra ofurjeppa og þau bílafyrirtæki sem hafa komið fram með slíka bíla á síðustu misserum hefur gengið vel að selja þá. Lamborghini Urus er byggður á sama MLB Evo undirvagni og Porsche Cayenne, en bæði Lamborghini og Porsche tilheyra stóru Volkswagen bílasamstæðunni. Reyndar heyrir Lamborghini beint undir Audi sem er einnig undir regnhlíf Volkswagen.Lamborghini Urus. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent
Lengi hefur verið beðið eftir ofurjeppanum Lamborghini Urus og fimm og hálft ár síðan fyrirtækið tilkynnti um áætlun sína að smíða jeppann. Nú er sú bið brátt á enda því hann verður sýndur almenningi þann 4. desember, eða eftir aðeins 3 vikur. Lamborghini Urus er enginn venjulegur jeppi því undir húddi hans er 650 hestafla 4,0 lítra V8 vél og slær hann því við í hestöflum öðrum nýlegum ofurjeppa, þ.e. Bentley Bentayga með sín 600 hestöfl. Lamborghini ætlar Urus stórt hlutverk hjá fyrirtækinu því gert er ráð fyrir því að framleiðsla Urus muni tvöfalda sölu Lamborghini bíla og í því augnamiði hefur fyrirtækið fjölgað starfsmönnum um 700 í Sant´Agata verksmiðju Lamborghini í Bologna. Líklega eru þessar söluáætlanir ekki ofurbjartsýnar því svo virðist sem mikill markaður sé fyrir rándýra ofurjeppa og þau bílafyrirtæki sem hafa komið fram með slíka bíla á síðustu misserum hefur gengið vel að selja þá. Lamborghini Urus er byggður á sama MLB Evo undirvagni og Porsche Cayenne, en bæði Lamborghini og Porsche tilheyra stóru Volkswagen bílasamstæðunni. Reyndar heyrir Lamborghini beint undir Audi sem er einnig undir regnhlíf Volkswagen.Lamborghini Urus.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent