Körfubolti

Stólarnir búnir að finna mann til að fylla skarð Hesters

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, er búinn að fá nýjan leikmann í hópinn.
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, er búinn að fá nýjan leikmann í hópinn. vísir/anton

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Bandaríkjamanninn Brandon Garrett til næstu þriggja mánaða.

Honum er ætlað að fylla skarð Antonios Hester sem ökklabrotnaði í leik Tindastóls og Keflavíkur á fimmtudaginn. Búist er við því að hann verði frá keppni í 2-3 mánuði.

Garrett er er 27 ára, 2,06 metra hár kraftframherji. Á síðasta tímabili lék hann með Geneve Lions í Sviss en þar áður lék hann á Spáni.

Garrett verður kominn til landsins og ekki er loku fyrir það skotið að hann geti leikið með Tindastóli þegar liðið tekur á móti Þór Þ. í 7. umferð Domino's deildar karla á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Tindastóll 88-97 | Pétur fór fyrir Tindastólsliðinu eftir að Hester meiddist

Tindastóll hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur í Keflavík, 97-88, þrátt fyrir að leika allan seinni hálfleikinn án Bandaríkjamannsins Antonio Hester. Hester meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik eftir að hafa skorað 16 stig á 15 mínútum. Pétur Rúnar Birgisson var með 26 stig og 13 stoðsendingar fyrir Stólana í kvöld og tók liðið á herðarnar í seinni hálfleiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.