Umferðartafir á Miklubraut þjóðhagslega dýrar Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2017 09:49 Þeir sem leið eiga úr Árbænum eða Mosfellsbæ til vinnu á morgnana niður Ártúnsbrekkuna verða þessa dagana að sætta sig við gríðarlegar tafir vegna mikillar umferðarteppu sem þar myndast ávallt á morgnana og stendur líklega í ríflega klukkutíma á hverjum morgni. Ekki þarf að efast um þá þjóðhagslegu óhagkvæmni sem af þessum töfum hlýst en það tekur nær aldrei minna en 25-30 mínútur fyrir vegfarendur að skila sér til vinnu á þessum tíma. Hæglega má búast við því að hver vegfarandi tefjist um 15 mínútur á hverjum morgni vegna þessa og ekki tekur mikið betra við að loknum vinnudegi. Vegfarendur á þessari leið á degi hverjum skipta tugum þúsunda og ef giskað er á þeir séu 30.000 þúsund tapast 7.500 vinnustundir daglega við þessar umferðatafir. Ef gert er ráð fyrir að hver vinnustund þessa fólks kosti vinnuveitendur 4.000 kr. á klukkustund kosta þessar umferðatafir 30 milljónir á hverjum virkum degi. Fjöldi vinnudaga á hverju ári eru 260 og því má áætla að kostnaðurinn sé 7,8 milljarðar á ári, bara við það að tefja hvern starfsmann um þetta korter á dag sitjandi í bíl sínum af óþörfu á degi hverjum. Lausnin á þessu vandamáli hlýtur að felast í því að greiða fyrir umferðinni með mislægum umferðarmannvirkjum á þeim gatnamótum sem skera Miklubrautina. Mislæg gatnamót eru þegar til staðar við Réttarholtsveg, en ekki við Grensásveg, Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut, en eftir það í vesturátt er umferðin farin að þynnast það mikið að líklega er ekki þörf fyrir slík mannvirki vestar. Forvitnilegt væri að reikna út hvað slík mannvirki myndu kosta á þessum þremur ofantöldu gatnamótum og reikna í framhaldinu út á hve fáum árum þau myndu borga sig. Það telur ekki í mörgum árum, jafnvel innan við tveimur árum. Líklega myndu þau borga sig upp 10-20 sinnum hraðar upp en til dæmis Vaðlaheiðargöng, sem jafnvel aldrei munu borga sig upp. Víst er að róttækar breytingar verða að eiga sér stað til að greiða götu fólks á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og því fyrr því betra. Loforð um innviðauppbyggingu í stjórnmálum þessa dagana ættu nú loksins að snúa að höfuðborgarsvæðinu. Tími er kominn til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem leið eiga úr Árbænum eða Mosfellsbæ til vinnu á morgnana niður Ártúnsbrekkuna verða þessa dagana að sætta sig við gríðarlegar tafir vegna mikillar umferðarteppu sem þar myndast ávallt á morgnana og stendur líklega í ríflega klukkutíma á hverjum morgni. Ekki þarf að efast um þá þjóðhagslegu óhagkvæmni sem af þessum töfum hlýst en það tekur nær aldrei minna en 25-30 mínútur fyrir vegfarendur að skila sér til vinnu á þessum tíma. Hæglega má búast við því að hver vegfarandi tefjist um 15 mínútur á hverjum morgni vegna þessa og ekki tekur mikið betra við að loknum vinnudegi. Vegfarendur á þessari leið á degi hverjum skipta tugum þúsunda og ef giskað er á þeir séu 30.000 þúsund tapast 7.500 vinnustundir daglega við þessar umferðatafir. Ef gert er ráð fyrir að hver vinnustund þessa fólks kosti vinnuveitendur 4.000 kr. á klukkustund kosta þessar umferðatafir 30 milljónir á hverjum virkum degi. Fjöldi vinnudaga á hverju ári eru 260 og því má áætla að kostnaðurinn sé 7,8 milljarðar á ári, bara við það að tefja hvern starfsmann um þetta korter á dag sitjandi í bíl sínum af óþörfu á degi hverjum. Lausnin á þessu vandamáli hlýtur að felast í því að greiða fyrir umferðinni með mislægum umferðarmannvirkjum á þeim gatnamótum sem skera Miklubrautina. Mislæg gatnamót eru þegar til staðar við Réttarholtsveg, en ekki við Grensásveg, Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut, en eftir það í vesturátt er umferðin farin að þynnast það mikið að líklega er ekki þörf fyrir slík mannvirki vestar. Forvitnilegt væri að reikna út hvað slík mannvirki myndu kosta á þessum þremur ofantöldu gatnamótum og reikna í framhaldinu út á hve fáum árum þau myndu borga sig. Það telur ekki í mörgum árum, jafnvel innan við tveimur árum. Líklega myndu þau borga sig upp 10-20 sinnum hraðar upp en til dæmis Vaðlaheiðargöng, sem jafnvel aldrei munu borga sig upp. Víst er að róttækar breytingar verða að eiga sér stað til að greiða götu fólks á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og því fyrr því betra. Loforð um innviðauppbyggingu í stjórnmálum þessa dagana ættu nú loksins að snúa að höfuðborgarsvæðinu. Tími er kominn til.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar