Engir VW tengiltvinnbílar fyrir Bandaríkjamarkað Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2017 11:17 Volkswagen Golf GTE er einn þeirra tengiltvinnbíla Volkswagen sem ekki virðist eiga erindi á Bandaríkjamarkaði. Þó svo að öll áhersla hjá Volkswagen, sem og mörgum öðrum evrópskum bílaframleiðendum, sé á framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla ætlar Volkswagen ekki að bjóða neinn slíkan bíl á markaði í Bandaríkjunum. Þannig er staðan nú og verður það á næstunni ef marka má orð forstjóra Volkswagen, Herbert Diess. Hann telur að það muni alls ekki svara kostnaði að bjóða slíka bíla á markaði sem hefur mjög takmarkaðan áhuga á slíkum bílum. Sala tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla er fremur dræm í Bandaríkjunum og er það að mestu rakið til þess hve ódýrt eldsneyti er þar í landi. Audi, sem tilheyrir Volkswagen býður hinsvegar Audi A3 e-tron tengiltvinnbílinn á ákveðnum markaðssvæðum í Bandaríkjunum, en ekki Audi Q7 e-tron jeppann af sömu ástæðu og Volkswagen býður ekki sína tengiltvinnbíla í Bandaríkjunum. Hin stóra Volkswagen bílafjölskylda ætlar að kynna nýjan tengiltvinn- eða rafmagnsbíl í hverjum mánuði næstu 15 mánuðina, en ekki er líklegt að nokkur þeirra rati að ströndum Bandaríkjanna, þar er einfaldlega lítil eftirspurn eftir þeim. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent
Þó svo að öll áhersla hjá Volkswagen, sem og mörgum öðrum evrópskum bílaframleiðendum, sé á framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla ætlar Volkswagen ekki að bjóða neinn slíkan bíl á markaði í Bandaríkjunum. Þannig er staðan nú og verður það á næstunni ef marka má orð forstjóra Volkswagen, Herbert Diess. Hann telur að það muni alls ekki svara kostnaði að bjóða slíka bíla á markaði sem hefur mjög takmarkaðan áhuga á slíkum bílum. Sala tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla er fremur dræm í Bandaríkjunum og er það að mestu rakið til þess hve ódýrt eldsneyti er þar í landi. Audi, sem tilheyrir Volkswagen býður hinsvegar Audi A3 e-tron tengiltvinnbílinn á ákveðnum markaðssvæðum í Bandaríkjunum, en ekki Audi Q7 e-tron jeppann af sömu ástæðu og Volkswagen býður ekki sína tengiltvinnbíla í Bandaríkjunum. Hin stóra Volkswagen bílafjölskylda ætlar að kynna nýjan tengiltvinn- eða rafmagnsbíl í hverjum mánuði næstu 15 mánuðina, en ekki er líklegt að nokkur þeirra rati að ströndum Bandaríkjanna, þar er einfaldlega lítil eftirspurn eftir þeim.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent