Pólitík stjórnsýslunar Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 17:17 Þegar Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð árið 2012 var eitt helsta markmið samtakanna að knýja fram breytingar á almannaskráningu svo að umgengnisforeldrar yrðu skráðir sem foreldrar í þjóðskrá, m.a. svo að þjóðfélagshópurinn yrði rannsóknarhæfur í samanburðarrannsóknum ólíkra þjóðfélagshópa. Hagstofan og fræðasamfélagið hafði fram til þess tíma aldrei rannsakað hagi umgengnisforeldra, þótt að ítarlegar rannsóknir lægju fyrir um aðra þjóðfélagshópa, eins og einstæða lögheimilisforeldra. Þær rannsóknir hafa eðlilega verið lagðar til grundvallar pólitískri stefnumótun í velferðarmálum, og því ekki skrýtið að í dag séu réttindi umgengnisforeldra bágborin og í engu samræmi við réttindi annarra hópa í sambærilegri stöðu. Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað umgengnisforeldrar eru margir! Þeir vita hins vegar upp á hár hve einstæðir lögheimilisforeldrar eru margir. Þrátt fyrir að engar haldbærar upplýsingar hafi verið til um félagslega hagi umgengnisforeldra, hefur löggjafinn séð sér fært að semja og samþykkja verulega íþyngjandi lög á Alþingi er varða hagsmuni og réttindi umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Nægir þar að nefna lög er varða meðlagsskyldu, innheimtu meðlaga, aukin meðlög, aðkomu að bóta- og velferðarkerfinu og umgengni. Þótt það heyri til vandaðra löggjafarhátta að samþykkja ekki lög nema á grundvelli greinargóðra upplýsinga um þá sem lögin beinast að, hefur það aldrei vafist fyrir löggjafanum að samþykkja lög í fullkominni blindni ef þau skerða réttindi og hagsmuni umgengnisforeldra og fjölskyldur þeirra.Í kjölfar umræðu um skráningarvandann lagði Guðmundur Steingrímsson, fyrrum alþingismaður, fram þingsályktunartillögu um skráningu umgengnisforeldra. Var tillagan samþykkt en nú fjórum árum síðar er verið að leggja lokahönd á bætta almannaskráningu hjá Þjóðskrá.Samtökin sendu nýverið beiðni til Þjóðskrár Íslands um að fá afhentar kennitölur umgengnisforeldra til að hrinda af stað tölfræðirannsóknum á þjóðfélagshópnum. Ætluðu samtökin að láta kanna fjölda umgengnisforeldra á vanskilaskrá, fjölda í eigin húsnæði, fjölda í háskólanámi og fjölda umgengnisforeldra sem sætt hafa umgengnistálmunum til lengri eða skemmri tíma. Það kom samtökunum verulega á óvart að fá synjun Þjóðskrár við beiðni okkar, og þykja samtökunum röksemdir Þjóðskrár í meira lagi vafasamar og ómálefnalegar. Í erindi Þjóðskrár til samtakanna beita þau fyrir sér tilgreiningarreglu upplýsingaréttar almennings og segjast ekki skilja hugtakið “umgengnisforeldrar” og benda á að það hafi ekki verið skilgreint í nefndri þingsályktunartillögu. Þær röksemdir halda ekki vatni þar sem hugtakið er lagalegt og greinilega skilgreint í barnarétti. Þá byggir þjóðskrá á öðru undanþáguákvæði upplýsingalaga, þegar þau fullyrða að þeim sé ekki skylt að veita umbeðnar upplýsingar þar sem upplýsingarnar liggi ekki fyrir. Gengur sú fullyrðing gegn fyrri tilsvörum, þar sem fulltrúar þjóðskrár hafa sagt að upplýsingarnar liggi fyrir. Samtökin höfðu að auki óskað eftir þjónustu Gallup til að ráðast í könnun á meðal umgengnisforeldra, og fengu starfsmenn Gallup sömu upplýsingar. Upplýsingarnar eru því ýmist til reiðu eða ekki, eftir því hver talar við Þjóðskrá. Allt viðmót stjórnsýslunnar bendir til þess að stjórnsýslan vill ekki að kennitölur umgengnisforeldra verði aðgengilegar til tölfræðirannsókna. Gefur auga leið að slík viðhorf kynda undir grun umgengnisforeldra að stjórnsýslan og eftir atvikum Alþingi, vilja ekki að ráðist verði í rannsóknir á þjóðfélagshópnum. Af hverju skyldu stjórnvöld óttast hlutlægar og tölfræðilegar upplýsingar um þjóðfélagshópinn? Hefur stjórnsýslan eitthvað að fela í þeim efnum? Á stjórnsýslan von á að þar komi fram upplýsingar sem ekki þola dagsins ljós? Frá því að samtökin voru stofnuð árið 2012 hefur mikið verið rætt um hagi umgengnisforeldra, bæði hvað varðar lífskjör og réttindi, en ekki síst umgengnistálmanir og getuleysi stjórnvalda til að verja lögvarin rétt feðra og barna til umgengni. Hins vegar hefur nánast ekkert breyst. Gott sem engar breytingar hafa verið gerðar til að bæta kjör umgengnisforeldra, stöðu gagnvart velferðarkerfi eða til að tryggja lögvarin réttindi til umgengni. Að framansögðu verður ekki hjá því komist að leiða hugann að því hvort stjórnsýslan sé orðin svo pólitísk í eðli sínu að hún sé almennt á móti réttarbótum til handa umgengnisforeldrum og börnum þeirra. Framganga stjórnsýslunnar gagnvart umgengnisforeldrum verður ekki eingöngu útskýrð með lagalegum hömlum eða fjárskorti. Eitthvað annað, meira og verra liggur að baki!Höfundur er formaður Samtaka umgengnisforeldra, B.A. í guðfræði og með MPA með áherslu á stjórnsýslurétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð árið 2012 var eitt helsta markmið samtakanna að knýja fram breytingar á almannaskráningu svo að umgengnisforeldrar yrðu skráðir sem foreldrar í þjóðskrá, m.a. svo að þjóðfélagshópurinn yrði rannsóknarhæfur í samanburðarrannsóknum ólíkra þjóðfélagshópa. Hagstofan og fræðasamfélagið hafði fram til þess tíma aldrei rannsakað hagi umgengnisforeldra, þótt að ítarlegar rannsóknir lægju fyrir um aðra þjóðfélagshópa, eins og einstæða lögheimilisforeldra. Þær rannsóknir hafa eðlilega verið lagðar til grundvallar pólitískri stefnumótun í velferðarmálum, og því ekki skrýtið að í dag séu réttindi umgengnisforeldra bágborin og í engu samræmi við réttindi annarra hópa í sambærilegri stöðu. Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað umgengnisforeldrar eru margir! Þeir vita hins vegar upp á hár hve einstæðir lögheimilisforeldrar eru margir. Þrátt fyrir að engar haldbærar upplýsingar hafi verið til um félagslega hagi umgengnisforeldra, hefur löggjafinn séð sér fært að semja og samþykkja verulega íþyngjandi lög á Alþingi er varða hagsmuni og réttindi umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Nægir þar að nefna lög er varða meðlagsskyldu, innheimtu meðlaga, aukin meðlög, aðkomu að bóta- og velferðarkerfinu og umgengni. Þótt það heyri til vandaðra löggjafarhátta að samþykkja ekki lög nema á grundvelli greinargóðra upplýsinga um þá sem lögin beinast að, hefur það aldrei vafist fyrir löggjafanum að samþykkja lög í fullkominni blindni ef þau skerða réttindi og hagsmuni umgengnisforeldra og fjölskyldur þeirra.Í kjölfar umræðu um skráningarvandann lagði Guðmundur Steingrímsson, fyrrum alþingismaður, fram þingsályktunartillögu um skráningu umgengnisforeldra. Var tillagan samþykkt en nú fjórum árum síðar er verið að leggja lokahönd á bætta almannaskráningu hjá Þjóðskrá.Samtökin sendu nýverið beiðni til Þjóðskrár Íslands um að fá afhentar kennitölur umgengnisforeldra til að hrinda af stað tölfræðirannsóknum á þjóðfélagshópnum. Ætluðu samtökin að láta kanna fjölda umgengnisforeldra á vanskilaskrá, fjölda í eigin húsnæði, fjölda í háskólanámi og fjölda umgengnisforeldra sem sætt hafa umgengnistálmunum til lengri eða skemmri tíma. Það kom samtökunum verulega á óvart að fá synjun Þjóðskrár við beiðni okkar, og þykja samtökunum röksemdir Þjóðskrár í meira lagi vafasamar og ómálefnalegar. Í erindi Þjóðskrár til samtakanna beita þau fyrir sér tilgreiningarreglu upplýsingaréttar almennings og segjast ekki skilja hugtakið “umgengnisforeldrar” og benda á að það hafi ekki verið skilgreint í nefndri þingsályktunartillögu. Þær röksemdir halda ekki vatni þar sem hugtakið er lagalegt og greinilega skilgreint í barnarétti. Þá byggir þjóðskrá á öðru undanþáguákvæði upplýsingalaga, þegar þau fullyrða að þeim sé ekki skylt að veita umbeðnar upplýsingar þar sem upplýsingarnar liggi ekki fyrir. Gengur sú fullyrðing gegn fyrri tilsvörum, þar sem fulltrúar þjóðskrár hafa sagt að upplýsingarnar liggi fyrir. Samtökin höfðu að auki óskað eftir þjónustu Gallup til að ráðast í könnun á meðal umgengnisforeldra, og fengu starfsmenn Gallup sömu upplýsingar. Upplýsingarnar eru því ýmist til reiðu eða ekki, eftir því hver talar við Þjóðskrá. Allt viðmót stjórnsýslunnar bendir til þess að stjórnsýslan vill ekki að kennitölur umgengnisforeldra verði aðgengilegar til tölfræðirannsókna. Gefur auga leið að slík viðhorf kynda undir grun umgengnisforeldra að stjórnsýslan og eftir atvikum Alþingi, vilja ekki að ráðist verði í rannsóknir á þjóðfélagshópnum. Af hverju skyldu stjórnvöld óttast hlutlægar og tölfræðilegar upplýsingar um þjóðfélagshópinn? Hefur stjórnsýslan eitthvað að fela í þeim efnum? Á stjórnsýslan von á að þar komi fram upplýsingar sem ekki þola dagsins ljós? Frá því að samtökin voru stofnuð árið 2012 hefur mikið verið rætt um hagi umgengnisforeldra, bæði hvað varðar lífskjör og réttindi, en ekki síst umgengnistálmanir og getuleysi stjórnvalda til að verja lögvarin rétt feðra og barna til umgengni. Hins vegar hefur nánast ekkert breyst. Gott sem engar breytingar hafa verið gerðar til að bæta kjör umgengnisforeldra, stöðu gagnvart velferðarkerfi eða til að tryggja lögvarin réttindi til umgengni. Að framansögðu verður ekki hjá því komist að leiða hugann að því hvort stjórnsýslan sé orðin svo pólitísk í eðli sínu að hún sé almennt á móti réttarbótum til handa umgengnisforeldrum og börnum þeirra. Framganga stjórnsýslunnar gagnvart umgengnisforeldrum verður ekki eingöngu útskýrð með lagalegum hömlum eða fjárskorti. Eitthvað annað, meira og verra liggur að baki!Höfundur er formaður Samtaka umgengnisforeldra, B.A. í guðfræði og með MPA með áherslu á stjórnsýslurétt.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun