Handbolti

FH-ingar taka vítin um þarnæstu helgi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vítakeppnin margumrædda milli FH og St. Pétursborgar fer fram í hádeginu sunnudaginn 12. nóvember næstkomandi. Þetta staðfesti Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld.

Mistök voru gerð er seinni leikur FH og St. Pétursborgar í 2. umferð EHF-bikarsins í Rússlandi var sendur í framlengingu en ekki beint í vítakeppni eins og lög kveða á um. FH-ingar komust áfram eftir framlengingu en Rússarnir kærðu framkvæmd leiksins til EHF.

Evrópska handknattleikssambandð komst að þeirri niðurstöðu að vítakeppni þyrfti til að knýja fram úrslit í viðureigninni. Hún fer sem áður sagði fram í St. Pétursborg sunnudaginn 12. nóvember.

„Við förum út með okkar lið eins og í fyrra skiptið. Við fljúgum út á laugardagsmorgni, gistum eina nótt og svo verður vítakeppnin framkvæmd í hádeginu á sunnudaginn. Í framhaldinu tíum við okkur heim,“ sagði Ásgeir en EHF greiðir allan kostnað af ferðalagi FH.

En hvernig hefur verið að eiga við EHF í þessu undarlega máli?

„Það hefur verið allt í lagi. Þeir hafa verið mjög faglegir. En auðvitað er þetta er hundleiðinlegt mál. Við erum aðallega ósáttir við dóminn og það hefur komið oftar en einu sinni fram hjá okkur,“ sagði Ásgeir.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

3.000 km fyrir þrjár mínútur

FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH.

FH vill taka vítin í Helsinki

Eins og fram kom í dag þá hefur Áfrýjunardómstóll EHF úrskurðað að FH og St. Petersburg skuli mætast í vítakastkeppni til að skera úr um hvort liðið fari í þriðju umferð EHF-bikarsins.

Mótherjar FH búnir að kæra leikinn

St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins.

FH áfram þrátt fyrir tap í Rússlandi

FH er komið áfram í þriðju umferð undankeppni EHF keppninnar í handbolta þrátt fyrir 37-33 tap gegn St Petersburg í framlengdum leik í Rússlandi í dag.

FH áfrýjar úrskurði EHF

FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta.

FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni

FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×