Körfubolti

Stutt gaman hjá Stefan Bonneau í Stjörnunni | Fær ekki samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefan Bonneau.
Stefan Bonneau. vísir/anton
Stefan Bonneau hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna en Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að semja ekki við leikmanninn.

Ástæðan er að Stefan Bonneau féll á læknisskoðun en hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki. Hann hafði komið á reynslu í Garðabæinn.

Meiðsladraugurinn hefur heldur betur verið að elta Stefan Bonneau hér á landi því hann sleit báðar hásinar á síðustu tímabilum sínum með Njarðvík.

Fréttatilkynninguna má sjá hér fyrir neðan:

Stjörnuliðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum síðan að Stefan Bonneau kom í Garðabæinn en Bonneau náði þó aðeins að taka þátt í tveimur leikjum og spila bara rúmar 17 mínútur samanlagt í þeim.

Bonneau skoraði alls 7 stig og gaf 3 stoðsendingar á þessum 17 mínútum sínum í Stjörnubúningnum.

Stefan Bonneau kom hingað í fyrsta sinn eftir áramót 2015 og var þá með 34 stig, 7,5 frákösr og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 21 leik með Njarðvík í deild og úrslitakeppni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.