Körfubolti

Stutt gaman hjá Stefan Bonneau í Stjörnunni | Fær ekki samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefan Bonneau.
Stefan Bonneau. vísir/anton

Stefan Bonneau hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna en Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að semja ekki við leikmanninn.

Ástæðan er að Stefan Bonneau féll á læknisskoðun en hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki. Hann hafði komið á reynslu í Garðabæinn.

Meiðsladraugurinn hefur heldur betur verið að elta Stefan Bonneau hér á landi því hann sleit báðar hásinar á síðustu tímabilum sínum með Njarðvík.

Fréttatilkynninguna má sjá hér fyrir neðan:
Stjörnuliðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum síðan að Stefan Bonneau kom í Garðabæinn en Bonneau náði þó aðeins að taka þátt í tveimur leikjum og spila bara rúmar 17 mínútur samanlagt í þeim.

Bonneau skoraði alls 7 stig og gaf 3 stoðsendingar á þessum 17 mínútum sínum í Stjörnubúningnum.

Stefan Bonneau kom hingað í fyrsta sinn eftir áramót 2015 og var þá með 34 stig, 7,5 frákösr og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 21 leik með Njarðvík í deild og úrslitakeppni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.