Körfubolti

Leið yfir Odom á næturklúbbi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Odom er hér að horfa á sína fyrrum félaga í Lakers.
Odom er hér að horfa á sína fyrrum félaga í Lakers. vísir/getty
Það er enn vandræðagangur á Lamar Odom, fyrrum leikmanni LA Lakers.

Odom var úti á lífinu um helgina og leið þá yfir hann á næturklúbbi í Los Angeles. Talsmaður Odom sagði að hann hefði ofþornað þar sem hann var að æfa fyrr um daginn. Menn taka þá útskýringu mátulega alvarlega.

Odom hefur átt í langri og erfiðri baráttu við fíkniefnadjöfulinn.

Skemmst er að minnast þess er honum var vart hugað líf eftir að hafa farið í dá vegna ofneyslu eiturlyfja á vændishúsi rétt fyrir utan Las Vegas.

Talsmaður Odom segir að hann sé í fínu standi þrátt fyrir atvik helgarinnar.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×