BMW stækkar jepplingaflóruna með X2 Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 09:30 BMW X2 er allur sportlegri en X1 jepplingurinn. Nýr jepplingur er fæddur inní þéttskipaða jepplinga- og jeppaflóru bæverska lúxusbílaframleiðandans. Hann ber stafina X2 og liggur á milli X1 og X3 jepplinganna, að sögn BMW. Hann er engu að síður einum 8 sentimetrum styttri en X1 þó hann virðist það ekki við fyrstu sýn. Jafn langt er á milli öxla hans og á X1 bílnum og hann er um 8 sentimetrum lægri til þaksins og því sportlegri á að líta. Það er líkt og þarna sé kominn annar X1 með kort í líkamsræktina. BMW X2 er með LED ljós bæði að framan og aftan og hann er með stóran vindkljúf að aftan og fremur stórar hlífðarplötur í öðrum lit en aðallitur bílsins og það eykur á kraftalegt útlit hans. Í fyrstu er X2 kynntur með 228 hestafla 2,0 lítra og fjögurra strokka bensínvél sem tengd er við 8 gíra sjálfskiptingu. Það dugar þessum bíl að komast í hundraðið á 6,3 sekúndum, svo hér er um ári sprækan jeppling að ræða. Hann er með þrjár akstursstillingar, Comfort, Eco Pro og Sport og Dynamic Damper Control stillingum á fjöðruninni. BMW hefur ekki enn birt verð bílsins, en hann á að fara í sölu næsta vor. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Nýr jepplingur er fæddur inní þéttskipaða jepplinga- og jeppaflóru bæverska lúxusbílaframleiðandans. Hann ber stafina X2 og liggur á milli X1 og X3 jepplinganna, að sögn BMW. Hann er engu að síður einum 8 sentimetrum styttri en X1 þó hann virðist það ekki við fyrstu sýn. Jafn langt er á milli öxla hans og á X1 bílnum og hann er um 8 sentimetrum lægri til þaksins og því sportlegri á að líta. Það er líkt og þarna sé kominn annar X1 með kort í líkamsræktina. BMW X2 er með LED ljós bæði að framan og aftan og hann er með stóran vindkljúf að aftan og fremur stórar hlífðarplötur í öðrum lit en aðallitur bílsins og það eykur á kraftalegt útlit hans. Í fyrstu er X2 kynntur með 228 hestafla 2,0 lítra og fjögurra strokka bensínvél sem tengd er við 8 gíra sjálfskiptingu. Það dugar þessum bíl að komast í hundraðið á 6,3 sekúndum, svo hér er um ári sprækan jeppling að ræða. Hann er með þrjár akstursstillingar, Comfort, Eco Pro og Sport og Dynamic Damper Control stillingum á fjöðruninni. BMW hefur ekki enn birt verð bílsins, en hann á að fara í sölu næsta vor.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent