Tryggingafélag ráðlagði Glitni að fá lögbann Haraldur Guðmundsson skrifar 20. október 2017 06:00 Höfuðstöðvar Glitnis voru við Kirkjusand áður en bankinn féll. Framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo segir ákvörðun um að fara fram á lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media hafa verið tekna í samráði við tryggingafélag eignarhaldsfélagsins. Stjórnendur Glitnis hafi óttast mögulega skaðabótaskyldu eftir að þeir fengu í síðustu viku upplýsingar um umfang lekans þaðan og að gögnin vörðuðu þúsundir fyrrverandi viðskiptavina bankans.Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo„Þetta var gert til þess að tryggja félagið ef það koma fram einhverjar skaðabótakröfur frá þeim sem mögulega eru í þessum gögnum. Þetta eru upplýsingar sem við höfum og okkur skilst að þessi gögn hafi getað fengist keypt hjá einhverjum aðilum sem við þekkjum ekki til,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo, og svarar aðspurður að hann geti ekki greint frá nafni tryggingafélagsins sem sé breskt. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti síðdegis á mánudag kröfu Glitnis um lögbann á fréttaflutning fjölmiðlanna tveggja sem byggist á gögnum innan úr fallna bankanum. Kom þá fram að fréttir Stundarinnar vikurnar á undan hefðu byggst á þeim en í þeim var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, á árunum fyrir hrun. Glitnir HoldCo hefur frest fram á mánudag til að höfða mál til staðfestingar á lögbanninu. „Við höfum ekki upplýsingar um hvað nákvæmlega er þarna að finna. Ekki annað en að þarna er mikið af upplýsingum um viðskipti fjölda einstaklinga. Við höfum nú viku eða fram á mánudag, til að fá úrskurðinn staðfestan og það er það sem við munum gera,“ segir Ingólfur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. 19. október 2017 14:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo segir ákvörðun um að fara fram á lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media hafa verið tekna í samráði við tryggingafélag eignarhaldsfélagsins. Stjórnendur Glitnis hafi óttast mögulega skaðabótaskyldu eftir að þeir fengu í síðustu viku upplýsingar um umfang lekans þaðan og að gögnin vörðuðu þúsundir fyrrverandi viðskiptavina bankans.Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo„Þetta var gert til þess að tryggja félagið ef það koma fram einhverjar skaðabótakröfur frá þeim sem mögulega eru í þessum gögnum. Þetta eru upplýsingar sem við höfum og okkur skilst að þessi gögn hafi getað fengist keypt hjá einhverjum aðilum sem við þekkjum ekki til,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo, og svarar aðspurður að hann geti ekki greint frá nafni tryggingafélagsins sem sé breskt. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti síðdegis á mánudag kröfu Glitnis um lögbann á fréttaflutning fjölmiðlanna tveggja sem byggist á gögnum innan úr fallna bankanum. Kom þá fram að fréttir Stundarinnar vikurnar á undan hefðu byggst á þeim en í þeim var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, á árunum fyrir hrun. Glitnir HoldCo hefur frest fram á mánudag til að höfða mál til staðfestingar á lögbanninu. „Við höfum ekki upplýsingar um hvað nákvæmlega er þarna að finna. Ekki annað en að þarna er mikið af upplýsingum um viðskipti fjölda einstaklinga. Við höfum nú viku eða fram á mánudag, til að fá úrskurðinn staðfestan og það er það sem við munum gera,“ segir Ingólfur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. 19. október 2017 14:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37
Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. 19. október 2017 14:00