Tryggingafélag ráðlagði Glitni að fá lögbann Haraldur Guðmundsson skrifar 20. október 2017 06:00 Höfuðstöðvar Glitnis voru við Kirkjusand áður en bankinn féll. Framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo segir ákvörðun um að fara fram á lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media hafa verið tekna í samráði við tryggingafélag eignarhaldsfélagsins. Stjórnendur Glitnis hafi óttast mögulega skaðabótaskyldu eftir að þeir fengu í síðustu viku upplýsingar um umfang lekans þaðan og að gögnin vörðuðu þúsundir fyrrverandi viðskiptavina bankans.Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo„Þetta var gert til þess að tryggja félagið ef það koma fram einhverjar skaðabótakröfur frá þeim sem mögulega eru í þessum gögnum. Þetta eru upplýsingar sem við höfum og okkur skilst að þessi gögn hafi getað fengist keypt hjá einhverjum aðilum sem við þekkjum ekki til,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo, og svarar aðspurður að hann geti ekki greint frá nafni tryggingafélagsins sem sé breskt. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti síðdegis á mánudag kröfu Glitnis um lögbann á fréttaflutning fjölmiðlanna tveggja sem byggist á gögnum innan úr fallna bankanum. Kom þá fram að fréttir Stundarinnar vikurnar á undan hefðu byggst á þeim en í þeim var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, á árunum fyrir hrun. Glitnir HoldCo hefur frest fram á mánudag til að höfða mál til staðfestingar á lögbanninu. „Við höfum ekki upplýsingar um hvað nákvæmlega er þarna að finna. Ekki annað en að þarna er mikið af upplýsingum um viðskipti fjölda einstaklinga. Við höfum nú viku eða fram á mánudag, til að fá úrskurðinn staðfestan og það er það sem við munum gera,“ segir Ingólfur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. 19. október 2017 14:00 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo segir ákvörðun um að fara fram á lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media hafa verið tekna í samráði við tryggingafélag eignarhaldsfélagsins. Stjórnendur Glitnis hafi óttast mögulega skaðabótaskyldu eftir að þeir fengu í síðustu viku upplýsingar um umfang lekans þaðan og að gögnin vörðuðu þúsundir fyrrverandi viðskiptavina bankans.Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo„Þetta var gert til þess að tryggja félagið ef það koma fram einhverjar skaðabótakröfur frá þeim sem mögulega eru í þessum gögnum. Þetta eru upplýsingar sem við höfum og okkur skilst að þessi gögn hafi getað fengist keypt hjá einhverjum aðilum sem við þekkjum ekki til,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo, og svarar aðspurður að hann geti ekki greint frá nafni tryggingafélagsins sem sé breskt. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti síðdegis á mánudag kröfu Glitnis um lögbann á fréttaflutning fjölmiðlanna tveggja sem byggist á gögnum innan úr fallna bankanum. Kom þá fram að fréttir Stundarinnar vikurnar á undan hefðu byggst á þeim en í þeim var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, á árunum fyrir hrun. Glitnir HoldCo hefur frest fram á mánudag til að höfða mál til staðfestingar á lögbanninu. „Við höfum ekki upplýsingar um hvað nákvæmlega er þarna að finna. Ekki annað en að þarna er mikið af upplýsingum um viðskipti fjölda einstaklinga. Við höfum nú viku eða fram á mánudag, til að fá úrskurðinn staðfestan og það er það sem við munum gera,“ segir Ingólfur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. 19. október 2017 14:00 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37
Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. 19. október 2017 14:00