Mikill ójöfnuður eigna hérlendis er staðreynd Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 20. október 2017 14:30 Stjórnmál snúast um hvers konar samfélag við viljum búa í. Það er stjórnmálamanna að benda á það sem betur má fara og hvaða leiðir eru færar til að bæta hag almennings. Ein af staðreyndunum sem ég hef bent á er mikill ójöfnuður eigna á Íslandi. Nýverið töldu Samtök atvinnulífsins að það væri nauðsynlegt að birta grein til að réttlæta ójöfnuð á Íslandi og að þeirra mati leiðrétta það sem þeir kölluðu bábiljur ónefndra stjórnmálamanna. Það er skemmst frá því að segja að þeim tekst ekki að hrekja eina einustu staðreynd sem ég hef sett fram um eignaójöfnuð á Íslandi. Okkar fullyrðing um að 5 prósent landsmanna eigi næstum jafnmikið af nettóeignum og 95 prósent af þjóðinni stendur. Þessi tala og aðrar eru skv. gögnum Hagstofunnar. Okkar staðreynd um að 10 prósent af þjóðinni eigi 62 prósent alls eigin fjár stendur. Þetta er meira að segja staðreynd sem Samtök atvinnulífsins nefna sjálf í grein sinni. Okkar staðreynd um að 20 prósent af þjóðinni eigi næstum 90 prósent af hreinni eign landsmanna og 80 prósent landsmanna eigi 10 prósent eignanna stendur. Samtök atvinnulífsins ákveða að einblína á jöfnuð tekna en ekki eigna og telja sig geta ályktað að allt sé í himnalagi í þeim efnum. Í mínum málflutningi hef ég ekki minnst á tekjurnar heldur fjallað um eignirnar. Það er rétt að jöfnuður tekna er talsverður hér á landi skv. OECD en þó ber að hafa í huga að OECD tölurnar eru frá 2014.10 prósent tók til sín helminginn af nýju eigin fé Eftir stendur að eignaójöfnður er gríðarlegur á Íslandi. Og því til viðbótar má nefna að virði eigna hinna ofurríku eru vanmetnar því verðbréf eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði sem er mun hærra. Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Hagstofunni kemur einnig fram að 10 prósent af ríkustu landsmönnum tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Þetta þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efnamestu framteljendanna. Um 60 prósent eiginfjár sem orðið hefur til frá 2010-2016 fór til 20 prósent ríkustu fjölskyldna í landinu.Skattkerfið hentar best hinum ríku Samtök atvinnulífsins vitna í tölur Credit Suisse máli sínu til stuðnings og segja að eignajöfnuður sé mestur á Íslandi af Norðurlöndunum. Hins vegar segja Samtök atvinnulífsins bara hálfa söguna. Því samkvæmt Credit Suisse er ójöfnuður eigna einmitt mikill á Norðurlöndum og meiri en víðast annars staðar í Evrópu, :“The celebrated social-democratic nations of Scandinavia have some of the highest wealth inequality in Europe. That's according to Credit Suisse's weighty Global Wealth Report 2014…The Nordic nations on the list sit in the "high inequality" group, where the top 10% hold 60-70% of the country's household wealth.” Business Insider. Það að ójöfnuður eigna sé meiri á Norðurlöndunum en t.d. í mörgum Evrópuríkjum, kemur sumum á óvart en það er hins vegar staðreynd samkvæmt Credit Suisse. Á móti er jöfnuður tekna meiri á Norðurlöndunum en almennt er í Evrópu og það hef ég ekki dregið í efa. Rétt skal vera rétt. Ójöfnuður eigna er mikill á Íslandi og þurfum við því að hafa skattkerfi sem er því bæði sanngjarnara og réttlátara sem hentar þorra almennings en ekki skattkerfi sem hentar best ríkustu 5-10 prósent landsmanna eins og nú er.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stjórnmál snúast um hvers konar samfélag við viljum búa í. Það er stjórnmálamanna að benda á það sem betur má fara og hvaða leiðir eru færar til að bæta hag almennings. Ein af staðreyndunum sem ég hef bent á er mikill ójöfnuður eigna á Íslandi. Nýverið töldu Samtök atvinnulífsins að það væri nauðsynlegt að birta grein til að réttlæta ójöfnuð á Íslandi og að þeirra mati leiðrétta það sem þeir kölluðu bábiljur ónefndra stjórnmálamanna. Það er skemmst frá því að segja að þeim tekst ekki að hrekja eina einustu staðreynd sem ég hef sett fram um eignaójöfnuð á Íslandi. Okkar fullyrðing um að 5 prósent landsmanna eigi næstum jafnmikið af nettóeignum og 95 prósent af þjóðinni stendur. Þessi tala og aðrar eru skv. gögnum Hagstofunnar. Okkar staðreynd um að 10 prósent af þjóðinni eigi 62 prósent alls eigin fjár stendur. Þetta er meira að segja staðreynd sem Samtök atvinnulífsins nefna sjálf í grein sinni. Okkar staðreynd um að 20 prósent af þjóðinni eigi næstum 90 prósent af hreinni eign landsmanna og 80 prósent landsmanna eigi 10 prósent eignanna stendur. Samtök atvinnulífsins ákveða að einblína á jöfnuð tekna en ekki eigna og telja sig geta ályktað að allt sé í himnalagi í þeim efnum. Í mínum málflutningi hef ég ekki minnst á tekjurnar heldur fjallað um eignirnar. Það er rétt að jöfnuður tekna er talsverður hér á landi skv. OECD en þó ber að hafa í huga að OECD tölurnar eru frá 2014.10 prósent tók til sín helminginn af nýju eigin fé Eftir stendur að eignaójöfnður er gríðarlegur á Íslandi. Og því til viðbótar má nefna að virði eigna hinna ofurríku eru vanmetnar því verðbréf eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði sem er mun hærra. Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Hagstofunni kemur einnig fram að 10 prósent af ríkustu landsmönnum tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Þetta þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efnamestu framteljendanna. Um 60 prósent eiginfjár sem orðið hefur til frá 2010-2016 fór til 20 prósent ríkustu fjölskyldna í landinu.Skattkerfið hentar best hinum ríku Samtök atvinnulífsins vitna í tölur Credit Suisse máli sínu til stuðnings og segja að eignajöfnuður sé mestur á Íslandi af Norðurlöndunum. Hins vegar segja Samtök atvinnulífsins bara hálfa söguna. Því samkvæmt Credit Suisse er ójöfnuður eigna einmitt mikill á Norðurlöndum og meiri en víðast annars staðar í Evrópu, :“The celebrated social-democratic nations of Scandinavia have some of the highest wealth inequality in Europe. That's according to Credit Suisse's weighty Global Wealth Report 2014…The Nordic nations on the list sit in the "high inequality" group, where the top 10% hold 60-70% of the country's household wealth.” Business Insider. Það að ójöfnuður eigna sé meiri á Norðurlöndunum en t.d. í mörgum Evrópuríkjum, kemur sumum á óvart en það er hins vegar staðreynd samkvæmt Credit Suisse. Á móti er jöfnuður tekna meiri á Norðurlöndunum en almennt er í Evrópu og það hef ég ekki dregið í efa. Rétt skal vera rétt. Ójöfnuður eigna er mikill á Íslandi og þurfum við því að hafa skattkerfi sem er því bæði sanngjarnara og réttlátara sem hentar þorra almennings en ekki skattkerfi sem hentar best ríkustu 5-10 prósent landsmanna eins og nú er.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar