Tulipop með hundruð milljóna króna sjónvarpsþætti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2017 20:00 Íslenska fyrirtækið Tulipop á í viðræðum við alþjóleg stórfyrirtæki um framleiðslu á 52 þátta sjónvarpsseríu. Þættirnir verða að líkindum frumsýndir eftir tvö ár og munu kosta um 500 til 700 milljónir króna. Íslenska fyrirtækið Tulipop hefur vaxið hratt frá stofnun fyrir sjö árum. Vörur tengdar ævintýraheiminum eru seldar um allan heim og fór fyrsta teiknimyndaserían í loftið fyrir viku síðan á Youtube. Framkvæmdastjóri segir markmiðið með Youtube þáttunum vera að kynna vörumerkið betur áður en fyrirhugaðir sjónvarpsþættir fara í loftið. Tulipop var um síðustu helgi valið ásamt áttatíu öðrum á vörusýningu í Cannes og hlaut þar góðar viðtökur. Voru þættirnir meðal annars valdir á forsíðu tímaritsins Kids Screen, sem er helsti fjölmiðillinn í teiknimyndabransanum. Fyrirtækið er nú þegar komið með áhugasama kaupendur að sjónvarpsþáttunum. „Markmiðið hjá okkur er að klára fjármögnun á þessari sjónvarpsseríu innan sex mánaða. Þannig nú erum við að fara eiga framhaldsfundi með þessum aðilum sem hafa lýst yfir áhuga og svo að ljúka samningum með þeim. Þá er markmiðið að serían fari í framleiðslu innan sex mánaða og er þá kannski að fara í sjónvarpið við lok ársins 2019," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Einungis er horft til stórra og alþjóðlegra samstarfsaðila. „Við erum eiginlega eins og er nær einungis í samningaviðræðum við aðila sem eru risastórir og alþjóðlegir, bæði framleiðendur og dreifingarfyrirtæki. Það er algjörlega okkar markmið. Að Tulipop fari út um allan heim," segir Helga. Sjónvarpssería af þessari stærðargráðu kostar um 500 til 700 milljónir króna í framleiðslu. „Þetta eru 52 þættir, þeir kosta á bilinu fjórar til sex milljónir evra, þannig þetta eru stórar fjárhæðir. En þetta yrði alltaf fjármagnað sérstaklega. Við erum þá að fara í samstarf með dreifingaraðila og meðframleiðanda sem koma með fjármagn," segir Helga. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Tulipop á í viðræðum við alþjóleg stórfyrirtæki um framleiðslu á 52 þátta sjónvarpsseríu. Þættirnir verða að líkindum frumsýndir eftir tvö ár og munu kosta um 500 til 700 milljónir króna. Íslenska fyrirtækið Tulipop hefur vaxið hratt frá stofnun fyrir sjö árum. Vörur tengdar ævintýraheiminum eru seldar um allan heim og fór fyrsta teiknimyndaserían í loftið fyrir viku síðan á Youtube. Framkvæmdastjóri segir markmiðið með Youtube þáttunum vera að kynna vörumerkið betur áður en fyrirhugaðir sjónvarpsþættir fara í loftið. Tulipop var um síðustu helgi valið ásamt áttatíu öðrum á vörusýningu í Cannes og hlaut þar góðar viðtökur. Voru þættirnir meðal annars valdir á forsíðu tímaritsins Kids Screen, sem er helsti fjölmiðillinn í teiknimyndabransanum. Fyrirtækið er nú þegar komið með áhugasama kaupendur að sjónvarpsþáttunum. „Markmiðið hjá okkur er að klára fjármögnun á þessari sjónvarpsseríu innan sex mánaða. Þannig nú erum við að fara eiga framhaldsfundi með þessum aðilum sem hafa lýst yfir áhuga og svo að ljúka samningum með þeim. Þá er markmiðið að serían fari í framleiðslu innan sex mánaða og er þá kannski að fara í sjónvarpið við lok ársins 2019," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Einungis er horft til stórra og alþjóðlegra samstarfsaðila. „Við erum eiginlega eins og er nær einungis í samningaviðræðum við aðila sem eru risastórir og alþjóðlegir, bæði framleiðendur og dreifingarfyrirtæki. Það er algjörlega okkar markmið. Að Tulipop fari út um allan heim," segir Helga. Sjónvarpssería af þessari stærðargráðu kostar um 500 til 700 milljónir króna í framleiðslu. „Þetta eru 52 þættir, þeir kosta á bilinu fjórar til sex milljónir evra, þannig þetta eru stórar fjárhæðir. En þetta yrði alltaf fjármagnað sérstaklega. Við erum þá að fara í samstarf með dreifingaraðila og meðframleiðanda sem koma með fjármagn," segir Helga.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira