Heitur ís Torfi Tulinius skrifar 23. október 2017 07:00 Það verður að gera ráð fyrir því að fólk trúi því sem það segir sjálft, m.a.s. stjórnmálamenn. Nú keppast allir flokkar við að lofa afnámi fátæktar, styrkingu innviða, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og jafnvel stórauknum fjármunum til mennta- og velferðarmála. Eitt er gott við hversu stutt er frá síðustu kosningum: þeir sem héldu uppi þessum boðskap þá og mynduðu stjórnina sem féll í september, Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur, sýndu í fjármálaáætlun til fimm ára og fjárlagafrumvarpi að þeir ætluðu ekki að standa við gefin loforð nema að mjög takmörkuðu leyti. Fyrirætlanir þeirra um uppbyggingu, menntun og velferð takmörkuðust við það að þeir voru ekki tilbúnir að afla þeirra varanlegu tekna sem nauðsynlegar eru til að standa undir framsæknu samfélagi sem hlúir að börnum, sjúkum og öldruðum en skapar jafnframt aðstæður fyrir einstaklinga til að njóta hæfileika sinna; samfélag sem um leið býr sig undir að takast á við þær risavöxnu áskoranir sem bíða okkur í nálægri framtíð: umhverfisvá og ójöfnuð, bæði á hnattræna vísu og hér innanlands. Slíkt samfélag er hægt að byggja hér á Íslandi en ekki nema við aukum sameiginlegar tekjur okkar með því að taka upp skattkerfi í líkingu við flestar þjóðir sem við berum okkur saman við, þ.e. með hærri fjármagnstekjuskatti, auðlindagjöldum, auðlegðarskatti og þriðja skattþrepi hátekjufólks. Slíkir skattar eru ekki jafn háðir hagsveiflum og neysluskattar, slá á þenslu auk þess sem þeir ýta undir velferð og jöfnuð t.d. með því að gera kleift að stórefla barnabætur og aðra aðstoð við ungt fjölskyldufólk. Það hefur hallað mjög á ungar fjölskyldur á undanförnum árum og áratugum, en barnabætur eru fyrirtaks tekjujöfnunartæki og koma sér vel jafnt fyrir þá sem hafa lágar tekjur og hærri. Sjálfstæðisflokkur hefur um áratuga skeið verið mótfallinn því að styrkja grundvöll samneyslunnar. Því miður á það við um fleiri framboð. Þeir sem halda því fram, með fráfarandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í fararbroddi, að það sé hægt að auka heilbrigði, velferð og menntun til frambúðar án þess að bæta tekjuöflun samfélagsins blekkja sjálfa sig og aðra. Þeir trúa og vilja að kjósendur trúi hinu ómögulega: að hvítt sé svart, að vont sé gott og að ís sé heitur.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Það verður að gera ráð fyrir því að fólk trúi því sem það segir sjálft, m.a.s. stjórnmálamenn. Nú keppast allir flokkar við að lofa afnámi fátæktar, styrkingu innviða, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og jafnvel stórauknum fjármunum til mennta- og velferðarmála. Eitt er gott við hversu stutt er frá síðustu kosningum: þeir sem héldu uppi þessum boðskap þá og mynduðu stjórnina sem féll í september, Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur, sýndu í fjármálaáætlun til fimm ára og fjárlagafrumvarpi að þeir ætluðu ekki að standa við gefin loforð nema að mjög takmörkuðu leyti. Fyrirætlanir þeirra um uppbyggingu, menntun og velferð takmörkuðust við það að þeir voru ekki tilbúnir að afla þeirra varanlegu tekna sem nauðsynlegar eru til að standa undir framsæknu samfélagi sem hlúir að börnum, sjúkum og öldruðum en skapar jafnframt aðstæður fyrir einstaklinga til að njóta hæfileika sinna; samfélag sem um leið býr sig undir að takast á við þær risavöxnu áskoranir sem bíða okkur í nálægri framtíð: umhverfisvá og ójöfnuð, bæði á hnattræna vísu og hér innanlands. Slíkt samfélag er hægt að byggja hér á Íslandi en ekki nema við aukum sameiginlegar tekjur okkar með því að taka upp skattkerfi í líkingu við flestar þjóðir sem við berum okkur saman við, þ.e. með hærri fjármagnstekjuskatti, auðlindagjöldum, auðlegðarskatti og þriðja skattþrepi hátekjufólks. Slíkir skattar eru ekki jafn háðir hagsveiflum og neysluskattar, slá á þenslu auk þess sem þeir ýta undir velferð og jöfnuð t.d. með því að gera kleift að stórefla barnabætur og aðra aðstoð við ungt fjölskyldufólk. Það hefur hallað mjög á ungar fjölskyldur á undanförnum árum og áratugum, en barnabætur eru fyrirtaks tekjujöfnunartæki og koma sér vel jafnt fyrir þá sem hafa lágar tekjur og hærri. Sjálfstæðisflokkur hefur um áratuga skeið verið mótfallinn því að styrkja grundvöll samneyslunnar. Því miður á það við um fleiri framboð. Þeir sem halda því fram, með fráfarandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í fararbroddi, að það sé hægt að auka heilbrigði, velferð og menntun til frambúðar án þess að bæta tekjuöflun samfélagsins blekkja sjálfa sig og aðra. Þeir trúa og vilja að kjósendur trúi hinu ómögulega: að hvítt sé svart, að vont sé gott og að ís sé heitur.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun