Umhverfisvæn opinber innkaup Svavar Halldórsson skrifar 24. október 2017 07:00 Velgengni Íslands á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur er tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þær eru frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við markaðssetningu á landinu til erlendra ferðamanna. Þessi rök eiga líka við um íslenskar matvörur sem seldar eru innanlands. Íslenskir neytendur vita að dýravelferð er á háu stigi, sýklalyfjanotkun í landbúnaði er minni en annars staðar og hormónar bannaðir. Notkun á erfðabreyttu fóðri er ólögleg í íslenskri sauðfjárrækt, ekki eru notuð vaxtahvetjandi lyf, áburðarnotkun er lítil og eiturefnanotkun hverfandi. Sjórinn er hreinn, orkan er græn og umgengni um náttúruauðlindir almennt með ábyrgum hætti bæði til sjávar og sveita.Hrein náttúra skilar tekjum Íslensk náttúra, hreinleiki og sérstaða skila beinum tekjum fyrir fjölmörg fyrirtæki og eru grundvöllur verðmætasköpunar og starfa um allt land. Það njóta því allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum. Það er óháð því hvort þeir leggja eitthvað af mörkum eða ekki. Því er eðlilegt að ríkið taki að sér ákveðið forystuhlutverk, setji reglur og gangi á undan með góðu fordæmi til að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinu umhverfi og ímynd Íslands. Einn stærsti kaupandi matvöru á Íslandi er hið opinbera. Áætlað er að ríki og sveitarfélög fæði um 100 þúsund manns á dag í mötuneytum skóla, vinnustaða, sjúkrastofnana og víðar. Þar þarf hið opinbera líka að sýna fordæmi.Fordæmi hins opinbera Eðlilegt er að gerð sé krafa um lágmarks umhverfisfótspor við opinber innkaup. Þar yrði þá horft til þátta eins og erfðabreytts fóðurs og - matvæla, sýklalyfjanotkunar, eiturefna- og hormónanotkunar og kolefnisfótspors. Þetta væri einfalt að gera með því að setja í lög um opinber innkaup að ávallt skuli velja þá vöru sem ber minnsta umhverfisfótsporið. Eða í versta falli að það skuli hafa að minnsta kosti jafn mikið vægi og verð við innkaupin. Almenn regla af þessu tagi mismunar ekki og stenst þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Það myndi þýða að ríkið, sveitarfélögin og allar stofnarnir sem undir þau heyra taki þátt í því með bændum, sjómönnum, ferðaþjónustunni og fleirum að standa vörð um hreinleika íslenskrar náttúru og þau verðmæti sem í henni felast.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Velgengni Íslands á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur er tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þær eru frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við markaðssetningu á landinu til erlendra ferðamanna. Þessi rök eiga líka við um íslenskar matvörur sem seldar eru innanlands. Íslenskir neytendur vita að dýravelferð er á háu stigi, sýklalyfjanotkun í landbúnaði er minni en annars staðar og hormónar bannaðir. Notkun á erfðabreyttu fóðri er ólögleg í íslenskri sauðfjárrækt, ekki eru notuð vaxtahvetjandi lyf, áburðarnotkun er lítil og eiturefnanotkun hverfandi. Sjórinn er hreinn, orkan er græn og umgengni um náttúruauðlindir almennt með ábyrgum hætti bæði til sjávar og sveita.Hrein náttúra skilar tekjum Íslensk náttúra, hreinleiki og sérstaða skila beinum tekjum fyrir fjölmörg fyrirtæki og eru grundvöllur verðmætasköpunar og starfa um allt land. Það njóta því allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum. Það er óháð því hvort þeir leggja eitthvað af mörkum eða ekki. Því er eðlilegt að ríkið taki að sér ákveðið forystuhlutverk, setji reglur og gangi á undan með góðu fordæmi til að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinu umhverfi og ímynd Íslands. Einn stærsti kaupandi matvöru á Íslandi er hið opinbera. Áætlað er að ríki og sveitarfélög fæði um 100 þúsund manns á dag í mötuneytum skóla, vinnustaða, sjúkrastofnana og víðar. Þar þarf hið opinbera líka að sýna fordæmi.Fordæmi hins opinbera Eðlilegt er að gerð sé krafa um lágmarks umhverfisfótspor við opinber innkaup. Þar yrði þá horft til þátta eins og erfðabreytts fóðurs og - matvæla, sýklalyfjanotkunar, eiturefna- og hormónanotkunar og kolefnisfótspors. Þetta væri einfalt að gera með því að setja í lög um opinber innkaup að ávallt skuli velja þá vöru sem ber minnsta umhverfisfótsporið. Eða í versta falli að það skuli hafa að minnsta kosti jafn mikið vægi og verð við innkaupin. Almenn regla af þessu tagi mismunar ekki og stenst þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Það myndi þýða að ríkið, sveitarfélögin og allar stofnarnir sem undir þau heyra taki þátt í því með bændum, sjómönnum, ferðaþjónustunni og fleirum að standa vörð um hreinleika íslenskrar náttúru og þau verðmæti sem í henni felast.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun