Umhverfisvæn opinber innkaup Svavar Halldórsson skrifar 24. október 2017 07:00 Velgengni Íslands á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur er tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þær eru frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við markaðssetningu á landinu til erlendra ferðamanna. Þessi rök eiga líka við um íslenskar matvörur sem seldar eru innanlands. Íslenskir neytendur vita að dýravelferð er á háu stigi, sýklalyfjanotkun í landbúnaði er minni en annars staðar og hormónar bannaðir. Notkun á erfðabreyttu fóðri er ólögleg í íslenskri sauðfjárrækt, ekki eru notuð vaxtahvetjandi lyf, áburðarnotkun er lítil og eiturefnanotkun hverfandi. Sjórinn er hreinn, orkan er græn og umgengni um náttúruauðlindir almennt með ábyrgum hætti bæði til sjávar og sveita.Hrein náttúra skilar tekjum Íslensk náttúra, hreinleiki og sérstaða skila beinum tekjum fyrir fjölmörg fyrirtæki og eru grundvöllur verðmætasköpunar og starfa um allt land. Það njóta því allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum. Það er óháð því hvort þeir leggja eitthvað af mörkum eða ekki. Því er eðlilegt að ríkið taki að sér ákveðið forystuhlutverk, setji reglur og gangi á undan með góðu fordæmi til að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinu umhverfi og ímynd Íslands. Einn stærsti kaupandi matvöru á Íslandi er hið opinbera. Áætlað er að ríki og sveitarfélög fæði um 100 þúsund manns á dag í mötuneytum skóla, vinnustaða, sjúkrastofnana og víðar. Þar þarf hið opinbera líka að sýna fordæmi.Fordæmi hins opinbera Eðlilegt er að gerð sé krafa um lágmarks umhverfisfótspor við opinber innkaup. Þar yrði þá horft til þátta eins og erfðabreytts fóðurs og - matvæla, sýklalyfjanotkunar, eiturefna- og hormónanotkunar og kolefnisfótspors. Þetta væri einfalt að gera með því að setja í lög um opinber innkaup að ávallt skuli velja þá vöru sem ber minnsta umhverfisfótsporið. Eða í versta falli að það skuli hafa að minnsta kosti jafn mikið vægi og verð við innkaupin. Almenn regla af þessu tagi mismunar ekki og stenst þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Það myndi þýða að ríkið, sveitarfélögin og allar stofnarnir sem undir þau heyra taki þátt í því með bændum, sjómönnum, ferðaþjónustunni og fleirum að standa vörð um hreinleika íslenskrar náttúru og þau verðmæti sem í henni felast.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Velgengni Íslands á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur er tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þær eru frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við markaðssetningu á landinu til erlendra ferðamanna. Þessi rök eiga líka við um íslenskar matvörur sem seldar eru innanlands. Íslenskir neytendur vita að dýravelferð er á háu stigi, sýklalyfjanotkun í landbúnaði er minni en annars staðar og hormónar bannaðir. Notkun á erfðabreyttu fóðri er ólögleg í íslenskri sauðfjárrækt, ekki eru notuð vaxtahvetjandi lyf, áburðarnotkun er lítil og eiturefnanotkun hverfandi. Sjórinn er hreinn, orkan er græn og umgengni um náttúruauðlindir almennt með ábyrgum hætti bæði til sjávar og sveita.Hrein náttúra skilar tekjum Íslensk náttúra, hreinleiki og sérstaða skila beinum tekjum fyrir fjölmörg fyrirtæki og eru grundvöllur verðmætasköpunar og starfa um allt land. Það njóta því allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum. Það er óháð því hvort þeir leggja eitthvað af mörkum eða ekki. Því er eðlilegt að ríkið taki að sér ákveðið forystuhlutverk, setji reglur og gangi á undan með góðu fordæmi til að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinu umhverfi og ímynd Íslands. Einn stærsti kaupandi matvöru á Íslandi er hið opinbera. Áætlað er að ríki og sveitarfélög fæði um 100 þúsund manns á dag í mötuneytum skóla, vinnustaða, sjúkrastofnana og víðar. Þar þarf hið opinbera líka að sýna fordæmi.Fordæmi hins opinbera Eðlilegt er að gerð sé krafa um lágmarks umhverfisfótspor við opinber innkaup. Þar yrði þá horft til þátta eins og erfðabreytts fóðurs og - matvæla, sýklalyfjanotkunar, eiturefna- og hormónanotkunar og kolefnisfótspors. Þetta væri einfalt að gera með því að setja í lög um opinber innkaup að ávallt skuli velja þá vöru sem ber minnsta umhverfisfótsporið. Eða í versta falli að það skuli hafa að minnsta kosti jafn mikið vægi og verð við innkaupin. Almenn regla af þessu tagi mismunar ekki og stenst þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Það myndi þýða að ríkið, sveitarfélögin og allar stofnarnir sem undir þau heyra taki þátt í því með bændum, sjómönnum, ferðaþjónustunni og fleirum að standa vörð um hreinleika íslenskrar náttúru og þau verðmæti sem í henni felast.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun