Unga fólkið kallar á styttri vinnuviku Helga Jónsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Krafan um styttingu vinnutíma verður sífellt háværari í samfélaginu og fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið BSRB um að stytta eigi vinnuvikuna í 36 stundir, án launaskerðingar. Það er ekki tilviljun enda af sem áður var að það teljist dyggð að vinna myrkranna á milli. Ungt fólk leggur mun meira upp úr þeim lífsgæðum sem fengin eru með samverustundum með fjölskyldu og vinum. Röksemdir um lengd kaffitíma á vinnustað eða meintan misskilning á samanburði á vinnutíma milli landa munu ekki breyta þessari staðreynd og þeirri streitu sem foreldrar á vinnumarkaði upplifa. Þær röksemdir eru ekki heldur til þess fallnar að leysa þann vanda sem við sem samfélag eigum við að etja þegar kemur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þar upplifum við nú stöðnun og ein helsta áskorunin er að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er meiri en í nokkru öðru landi en þriðjungur þeirra er í hlutastörfum. Þá vinna karlar lengri vinnuviku en konur. Rannsóknir benda til að ábyrgð kvenna á fjölskyldu og börnum sé ein meginástæðan fyrir þessu. Styttri vinnutími kvenna hefur áhrif á tekjur kvenna, möguleika þeirra á framgang í starfi og fylgir þeim fram á elliárin með lægri greiðslum úr lífeyrissjóðum. Við vitum jafnframt að togstreita milli fjölskyldu- og atvinnulífs er streituvaldandi. Sú streita leiðir til aukinnar fjarveru vegna veikinda eða annarra neikvæðra áhrifa á líkamlega og andlega líðan. Í gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er skýrt að Íslendingar vinna fleiri klukkustundir á viku en fólk í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir.Kynslóðamunur á viðhorfum Meðal þess sem eykur afköst og þar með framleiðni er starfsánægja. Niðurstöður tilraunaverkefnis BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutíma sýnir að starfsánægja hefur aukist en ekki hefur orðið breyting á afköstum starfsmanna. Þá hafa fjarvistir vegna skammtímaveikinda dregist saman. Ef við lítum til aukinnar þekkingar okkar á áhrifum vinnutíma er vandséð af hverju megináherslan er enn á fjölda vinnustunda í stað frammistöðu og afkasta starfsmanna. Rannsóknir sýna að það er að verða kynslóðamunur í viðhorfum til vinnutíma og vinnumenningar. Við vitum að önnur Norðurlönd standa okkur framar þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi sem er aðdráttarafl fyrir fjölda íslenskra fjölskyldna. Einn liður í því að skapa sambærilegar aðstæður hér á landi felst í því að taka til endurskoðunar vinnutímann. Þetta er ekki bara krafa BSRB og félaga okkar í verkalýðshreyfingunni. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að íslenskir stjórnendur telja þörf á breytingum til að mæta þessum nýju áherslum starfsfólksins. Við höfum ekki skoðað lengd vinnuvikunnar eða vinnutímaskipulag af neinni alvöru í tæplega hálfa öld. Við vitum öll að samfélagið hefur breyst gríðarlega á þeim tíma. Nú getum við ekki beðið lengur, það er löngu tímabært að prófa aðrar aðferðir.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Krafan um styttingu vinnutíma verður sífellt háværari í samfélaginu og fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið BSRB um að stytta eigi vinnuvikuna í 36 stundir, án launaskerðingar. Það er ekki tilviljun enda af sem áður var að það teljist dyggð að vinna myrkranna á milli. Ungt fólk leggur mun meira upp úr þeim lífsgæðum sem fengin eru með samverustundum með fjölskyldu og vinum. Röksemdir um lengd kaffitíma á vinnustað eða meintan misskilning á samanburði á vinnutíma milli landa munu ekki breyta þessari staðreynd og þeirri streitu sem foreldrar á vinnumarkaði upplifa. Þær röksemdir eru ekki heldur til þess fallnar að leysa þann vanda sem við sem samfélag eigum við að etja þegar kemur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þar upplifum við nú stöðnun og ein helsta áskorunin er að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er meiri en í nokkru öðru landi en þriðjungur þeirra er í hlutastörfum. Þá vinna karlar lengri vinnuviku en konur. Rannsóknir benda til að ábyrgð kvenna á fjölskyldu og börnum sé ein meginástæðan fyrir þessu. Styttri vinnutími kvenna hefur áhrif á tekjur kvenna, möguleika þeirra á framgang í starfi og fylgir þeim fram á elliárin með lægri greiðslum úr lífeyrissjóðum. Við vitum jafnframt að togstreita milli fjölskyldu- og atvinnulífs er streituvaldandi. Sú streita leiðir til aukinnar fjarveru vegna veikinda eða annarra neikvæðra áhrifa á líkamlega og andlega líðan. Í gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er skýrt að Íslendingar vinna fleiri klukkustundir á viku en fólk í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir.Kynslóðamunur á viðhorfum Meðal þess sem eykur afköst og þar með framleiðni er starfsánægja. Niðurstöður tilraunaverkefnis BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutíma sýnir að starfsánægja hefur aukist en ekki hefur orðið breyting á afköstum starfsmanna. Þá hafa fjarvistir vegna skammtímaveikinda dregist saman. Ef við lítum til aukinnar þekkingar okkar á áhrifum vinnutíma er vandséð af hverju megináherslan er enn á fjölda vinnustunda í stað frammistöðu og afkasta starfsmanna. Rannsóknir sýna að það er að verða kynslóðamunur í viðhorfum til vinnutíma og vinnumenningar. Við vitum að önnur Norðurlönd standa okkur framar þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi sem er aðdráttarafl fyrir fjölda íslenskra fjölskyldna. Einn liður í því að skapa sambærilegar aðstæður hér á landi felst í því að taka til endurskoðunar vinnutímann. Þetta er ekki bara krafa BSRB og félaga okkar í verkalýðshreyfingunni. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að íslenskir stjórnendur telja þörf á breytingum til að mæta þessum nýju áherslum starfsfólksins. Við höfum ekki skoðað lengd vinnuvikunnar eða vinnutímaskipulag af neinni alvöru í tæplega hálfa öld. Við vitum öll að samfélagið hefur breyst gríðarlega á þeim tíma. Nú getum við ekki beðið lengur, það er löngu tímabært að prófa aðrar aðferðir.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun