Öflugur útflutningur skiptir okkur öll máli Helga Árnadóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Við Íslendingar erum rík af náttúruauðlindum. Þær höfum við nýtt til að búa til eftirsóttar vörur og þjónustu sem hefur staðist samkeppni á erlendum mörkuðum. Þess vegna höfum við efnast og lífskjör okkar hafa stórbatnað á aðeins nokkrum áratugum. Fyrir nokkru efldist útflutningur okkar svo um munaði þegar ferðaþjónustan bættist í hóp öflugra útflutningsatvinnugreina eins og sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar. Á besta tíma tók ferðaþjónustunni að vaxa ásmegin og efldist svo eftir var tekið. Nú er svo komið að útflutningstekjur okkar eru loksins orðnar hlutfallslega miklar í alþjóðlegum samanburði eða um 49% af landsframleiðslu. Enda eins gott, eyríki eins og Ísland á mjög mikið undir utanríkisviðskiptum. Gjaldeyrissköpun útflutningsatvinnugreinanna stendur nú undir innlendri neyslu og gott betur en það. Því hefur ekki verið þörf á erlendri skuldasöfnun eins og því miður við höfum þurft að reyna áður með tilheyrandi viðskiptahalla og skertum lífskjörum. Þessi þróun hefur skilað sér til allra. Atvinnuleysi er nánast horfið og það sem meira er, kaupmáttaraukningin hefur orðið gríðarleg eða um 14 sinnum meiri en að meðaltali í Evrópuríkjunum á síðasta ári. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir þjóðarbúið er óumdeilt. Sem dæmi má nefna að áætlað er að um 50% af hagvexti síðustu ára megi rekja beint og óbeint til ferðaþjónustunnar. Til að tryggja að útflutningsgreinar vaxi og dafni er lykilatriði að tryggja samkeppnisstöðu þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega útflutningsatvinnugrein, salan fer fram erlendis, þar sem hún er í samkeppni við aðra áfangastaði, þó svo að afhending þjónustunnar fari fram á Íslandi. Nú eru blikur á lofti, samkeppnishæfni fer versnandi og rekstrarskilyrði á Íslandi erfið og óljós. Til þess að varðveita góða stöðu þarf útflutningur okkar að aukast til að byggja undir hagvöxt framtíðarinnar. Tækifæri til vaxtar eru svo sannarlega til staðar innan ferðaþjónustunnar. En til að svo geti orðið þarf að hlúa að greininni af fullri alvöru. Það þarf að fjárfesta í innviðum greinarinnar, tryggja sjálfbærni, stöðugleika og sýn til langrar framtíðar. Að tryggja sterka stöðu útflutningsgreina verður að vera í forgangi hjá nýrri ríkisstjórn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Árnadóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum rík af náttúruauðlindum. Þær höfum við nýtt til að búa til eftirsóttar vörur og þjónustu sem hefur staðist samkeppni á erlendum mörkuðum. Þess vegna höfum við efnast og lífskjör okkar hafa stórbatnað á aðeins nokkrum áratugum. Fyrir nokkru efldist útflutningur okkar svo um munaði þegar ferðaþjónustan bættist í hóp öflugra útflutningsatvinnugreina eins og sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar. Á besta tíma tók ferðaþjónustunni að vaxa ásmegin og efldist svo eftir var tekið. Nú er svo komið að útflutningstekjur okkar eru loksins orðnar hlutfallslega miklar í alþjóðlegum samanburði eða um 49% af landsframleiðslu. Enda eins gott, eyríki eins og Ísland á mjög mikið undir utanríkisviðskiptum. Gjaldeyrissköpun útflutningsatvinnugreinanna stendur nú undir innlendri neyslu og gott betur en það. Því hefur ekki verið þörf á erlendri skuldasöfnun eins og því miður við höfum þurft að reyna áður með tilheyrandi viðskiptahalla og skertum lífskjörum. Þessi þróun hefur skilað sér til allra. Atvinnuleysi er nánast horfið og það sem meira er, kaupmáttaraukningin hefur orðið gríðarleg eða um 14 sinnum meiri en að meðaltali í Evrópuríkjunum á síðasta ári. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir þjóðarbúið er óumdeilt. Sem dæmi má nefna að áætlað er að um 50% af hagvexti síðustu ára megi rekja beint og óbeint til ferðaþjónustunnar. Til að tryggja að útflutningsgreinar vaxi og dafni er lykilatriði að tryggja samkeppnisstöðu þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega útflutningsatvinnugrein, salan fer fram erlendis, þar sem hún er í samkeppni við aðra áfangastaði, þó svo að afhending þjónustunnar fari fram á Íslandi. Nú eru blikur á lofti, samkeppnishæfni fer versnandi og rekstrarskilyrði á Íslandi erfið og óljós. Til þess að varðveita góða stöðu þarf útflutningur okkar að aukast til að byggja undir hagvöxt framtíðarinnar. Tækifæri til vaxtar eru svo sannarlega til staðar innan ferðaþjónustunnar. En til að svo geti orðið þarf að hlúa að greininni af fullri alvöru. Það þarf að fjárfesta í innviðum greinarinnar, tryggja sjálfbærni, stöðugleika og sýn til langrar framtíðar. Að tryggja sterka stöðu útflutningsgreina verður að vera í forgangi hjá nýrri ríkisstjórn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun