Svar við opnu bréfi frá Eddu Þórarinsdóttur Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. október 2017 18:52 Kæra Edda, Þakka þér fyrir bréfið og að gefa mér þar með tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem haldið hefur verið fram um auðlegðarskattinn. Síðast þegar hann var lagður á greiddu hann um 3% framteljenda. Ekki er rétt að hann hafi verið lagður á 7200 eldri borgara. Heildarfjöldi þeirra sem greiddu hann var um 6000 manns og meiri hluti hans var greiddur af þeim sem voru yngri en 65 ára. Til þess að vera í hópi þeirra sem greiddu skattinn þurfti hrein eign hjóna að vera yfir 120 m.kr. sem svaraði þá til að eiga skuldlaust 400 til 600 fermetra íbúðarhúsnæði. Ekki er útilokað að sjálfstætt starfandi listamenn hafi byggt upp slíka eign af tekjum sínum. Rétt er að flestir lífeyrissjóðir voru tengdir kjarasamningum stéttarfélaga en síðan 1974 hafa verið til lífeyrissjóðir sem tóku á móti iðgjöldum frá þeim sem ekki áttu skylduaðild að öðrum sjóðum, svo sem sjálfstætt starfandi fólki. Frá 1998 hefur verið skylda að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs af launum og tekur það einnig til þeirra launa sem sjálfstætt starfandi fólki ber að reikna sér skv. ákvæðum skattalaga. Um sparnað með eignamyndun utan lífeyrissjóða eða til viðbótar við slíka sjóði gilda eðli máls samkvæmt aðrar reglur en um lífeyrissjóði. Iðgjöld til lífeyrissjóða af launum eru undanþegin skatti en greiðslur úr lífeyrissjóði eru skattskyldar. Laun sem varið er til frjáls sparnaðar hafa eða hafa átt að sæta skattlagningu en útgreiðsla af eigninni sem er sambærileg úthlutun úr lífeyrissjóð er skattfrjáls hvað höfuðstól varðar. Við andlát fellur ónotaður frjáls sparnaður til erfingja en lífeyrisréttur erfist ekki. Tekjur úr lífeyrissjóðum geta eftir atvikum skert rétt til greiðslna frá almannatryggingum sem sala eigna gerir ekki. Hér er því um afar ólíka hluti að ræða sem ekki verða bornir saman með einföldum hætti. Hugmyndir okkar nú um upptöku auðlegðarskatts felast í því að 1% skattur verði lagður á hreina eign yfir 200 milljónum króna, það er að segja eignir að frádregnum skuldum. Til að setja það í samhengi þýðir það að af hreinni eign upp á 201 milljón yrði greiddur 1% skattur af þeirri einu milljón sem er umfram 200 milljónirnar eða 10 þúsund krónur á ári. Af 210 milljóna hreinni eign yrði greiddur skattur af 10 m.kr. eða 100 þúsund krónur og svo framvegis. Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa. Katrín Jakobsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Edda, Þakka þér fyrir bréfið og að gefa mér þar með tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem haldið hefur verið fram um auðlegðarskattinn. Síðast þegar hann var lagður á greiddu hann um 3% framteljenda. Ekki er rétt að hann hafi verið lagður á 7200 eldri borgara. Heildarfjöldi þeirra sem greiddu hann var um 6000 manns og meiri hluti hans var greiddur af þeim sem voru yngri en 65 ára. Til þess að vera í hópi þeirra sem greiddu skattinn þurfti hrein eign hjóna að vera yfir 120 m.kr. sem svaraði þá til að eiga skuldlaust 400 til 600 fermetra íbúðarhúsnæði. Ekki er útilokað að sjálfstætt starfandi listamenn hafi byggt upp slíka eign af tekjum sínum. Rétt er að flestir lífeyrissjóðir voru tengdir kjarasamningum stéttarfélaga en síðan 1974 hafa verið til lífeyrissjóðir sem tóku á móti iðgjöldum frá þeim sem ekki áttu skylduaðild að öðrum sjóðum, svo sem sjálfstætt starfandi fólki. Frá 1998 hefur verið skylda að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs af launum og tekur það einnig til þeirra launa sem sjálfstætt starfandi fólki ber að reikna sér skv. ákvæðum skattalaga. Um sparnað með eignamyndun utan lífeyrissjóða eða til viðbótar við slíka sjóði gilda eðli máls samkvæmt aðrar reglur en um lífeyrissjóði. Iðgjöld til lífeyrissjóða af launum eru undanþegin skatti en greiðslur úr lífeyrissjóði eru skattskyldar. Laun sem varið er til frjáls sparnaðar hafa eða hafa átt að sæta skattlagningu en útgreiðsla af eigninni sem er sambærileg úthlutun úr lífeyrissjóð er skattfrjáls hvað höfuðstól varðar. Við andlát fellur ónotaður frjáls sparnaður til erfingja en lífeyrisréttur erfist ekki. Tekjur úr lífeyrissjóðum geta eftir atvikum skert rétt til greiðslna frá almannatryggingum sem sala eigna gerir ekki. Hér er því um afar ólíka hluti að ræða sem ekki verða bornir saman með einföldum hætti. Hugmyndir okkar nú um upptöku auðlegðarskatts felast í því að 1% skattur verði lagður á hreina eign yfir 200 milljónum króna, það er að segja eignir að frádregnum skuldum. Til að setja það í samhengi þýðir það að af hreinni eign upp á 201 milljón yrði greiddur 1% skattur af þeirri einu milljón sem er umfram 200 milljónirnar eða 10 þúsund krónur á ári. Af 210 milljóna hreinni eign yrði greiddur skattur af 10 m.kr. eða 100 þúsund krónur og svo framvegis. Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa. Katrín Jakobsdóttir
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar