Bjartari framtíð. Meiri stöðugleika! TAKK! Karólína Helga Símonardóttir skrifar 16. október 2017 15:00 Ætli það sé til of mikils mælst að við getum búið við stöðugt hagkerfi hér til framtíðar? Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á vaxtafrekju bankanna, óhagstæðum lánum með háum afborgunum og fáum tækifærum til fjármögnunar. Þeir sem þurfa að vera á leigumarkaði sitja fastir á þröngum og rándýrum stað því þeir njóta ekki tækifæra til að leggja til hliðar til að eiga fyrir útborgun í húsnæði. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki lenda líka ítrekað í ógöngum því fjárfestar taka ekki séns á íslensku krónunni. Íslenska krónan er nefnilega ekki góð afspurnar. Þeir sem líta raunsæjum augum á tilveruna sjá að tími íslensku krónunnar er liðinn. Sá fjárhagslegi rússibani sem við förum ítrekað í gegnum hérlendis, vegna þess að krónan sveiflar sér og okkur með, er ekki boðlegur lengur. Ef við ætlum að halda örugg inn i framtíðina verðum við að vera tilbúin til að endurhugsa gjaldmiðilinn, hagkerfisins vegna. Okkar vegna. Útlánsvextir auk verðtryggingar leiða til þess að hér á þessu fallega landi er fjármögnun á íbúðarhúsnæði dýrari en flestum byggðum bólum í heimi. Þau okkar sem þó hafa tækifæri til að kaupa sér íbúðarhúsnæði eru alla ævina að greiða af þeim afborganir og andvirðið greiðist oft. Við hvert efnahagshrun sem á sér stað hækkar skuldastaða þeirra sem hafa fjárfest í íbúðarhúsnæði. Og barnafólk sem er að koma undir sig fótunum finnur mest fyrir því enda skuldastaða þeirra verst. Íslenska hagkerfið er nefnilega einfaldlega of lítið til þess að halda uppi íslensku krónunni. Hér stjórnar lítill hópur fjárfesta eða fjársterkra einstaklinga hagkerfinu. Mér finnst kominn tími til að við njótum öryggis í fjármálum og jafnræðis í fjárfestingum. Og já. Það er kominn tími til að tala af alvöru um það að taka upp annan gjaldmiðil. Ísland, „stórasta land í heimi“ þarf stóra systur eða bróður til að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Besta kjarabót sem hægt er að búa til fyrir ungt fólk og framtíðina er að taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Gjaldmiðil sem er ekki jafn áhrifagjarn og krónan. Það getur fært okkur Íslendingum hinn langþráða stöðugleika sem leiðir til vaxtalækkunar og útrýmingar verðtryggingar. Það er nefnilega tímabært að meðhöndla sjúkdóminn sjálfan en ekki bara einkenni hans. Höfundur skipar 2. sæti á lista Bjarta framtíð í Suðvestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ætli það sé til of mikils mælst að við getum búið við stöðugt hagkerfi hér til framtíðar? Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á vaxtafrekju bankanna, óhagstæðum lánum með háum afborgunum og fáum tækifærum til fjármögnunar. Þeir sem þurfa að vera á leigumarkaði sitja fastir á þröngum og rándýrum stað því þeir njóta ekki tækifæra til að leggja til hliðar til að eiga fyrir útborgun í húsnæði. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki lenda líka ítrekað í ógöngum því fjárfestar taka ekki séns á íslensku krónunni. Íslenska krónan er nefnilega ekki góð afspurnar. Þeir sem líta raunsæjum augum á tilveruna sjá að tími íslensku krónunnar er liðinn. Sá fjárhagslegi rússibani sem við förum ítrekað í gegnum hérlendis, vegna þess að krónan sveiflar sér og okkur með, er ekki boðlegur lengur. Ef við ætlum að halda örugg inn i framtíðina verðum við að vera tilbúin til að endurhugsa gjaldmiðilinn, hagkerfisins vegna. Okkar vegna. Útlánsvextir auk verðtryggingar leiða til þess að hér á þessu fallega landi er fjármögnun á íbúðarhúsnæði dýrari en flestum byggðum bólum í heimi. Þau okkar sem þó hafa tækifæri til að kaupa sér íbúðarhúsnæði eru alla ævina að greiða af þeim afborganir og andvirðið greiðist oft. Við hvert efnahagshrun sem á sér stað hækkar skuldastaða þeirra sem hafa fjárfest í íbúðarhúsnæði. Og barnafólk sem er að koma undir sig fótunum finnur mest fyrir því enda skuldastaða þeirra verst. Íslenska hagkerfið er nefnilega einfaldlega of lítið til þess að halda uppi íslensku krónunni. Hér stjórnar lítill hópur fjárfesta eða fjársterkra einstaklinga hagkerfinu. Mér finnst kominn tími til að við njótum öryggis í fjármálum og jafnræðis í fjárfestingum. Og já. Það er kominn tími til að tala af alvöru um það að taka upp annan gjaldmiðil. Ísland, „stórasta land í heimi“ þarf stóra systur eða bróður til að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Besta kjarabót sem hægt er að búa til fyrir ungt fólk og framtíðina er að taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Gjaldmiðil sem er ekki jafn áhrifagjarn og krónan. Það getur fært okkur Íslendingum hinn langþráða stöðugleika sem leiðir til vaxtalækkunar og útrýmingar verðtryggingar. Það er nefnilega tímabært að meðhöndla sjúkdóminn sjálfan en ekki bara einkenni hans. Höfundur skipar 2. sæti á lista Bjarta framtíð í Suðvestur.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun