Félag Jóhannesar Rúnars seldi lögfræðiþjónustu fyrir 127 milljónir Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 08:45 Jóhannes Rúnar var formaður slitastjórnar Kaupþings. Félag í eigu Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, fyrrverandi formanns slitastjórnar Kaupþings, skilaði samtals um 127 milljónum króna í tekjur í fyrra vegna seldrar lögfræðiþjónustu og jukust þær um tæplega 18 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi JRJ ehf. en hagnaður félagsins á síðasta ári nam 63 milljónum borið saman við hagnað upp á ríflega 50 milljónir króna árið 2015. Rekstrarkostnaður var að mestu vegna launa og aðkeyptrar þjónustu að fjárhæð samtals 42 milljónum. Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 74 milljónum króna en á árinu 2016 greiddi Jóhannes Rúnar sér út 60 milljónir króna í arð. Ekki er áformað að greiða út arð á þessu ári vegna afkomu JRJ í fyrra. Í kjölfar þess að slitabú Kaupþings lauk nauðsamningum í árslok 2015 færðist formlegt eignarhald á hendur kröfuhafa gömlu bankanna. Jóhannes Rúnar, sem hafði setið í skilanefnd og síðar slitastjórn Kaupþings allt frá upphafi slitameðferðar vorið 2009, tók þá sæti í fjögurra manna stjórn Kaupþings á fyrsta hluthafafundi hins nýja eignarhaldsfélags sem fór fram í mars2016. Þar var hann kjörinn í stjórn til tveggja ára og nam þóknun hans fyrir stjórnarsetuna 250 þúsund evrum, jafnvirði 32 milljóna króna á núverandi gengi, á ári. Í byrjun nóvember sama ár var hins vegar tilkynnt að Jóhannes Rúnar væri hættur í stjórn félagsins. Jóhannes Rúnar var í hópi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt fyrr á árinu og var á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda samkvæmt matsnefnd dómsmálaráðherra. Hann var hins vegar ekki skipaður dómari við Landsrétt af ráðherra og í kjölfarið höfðaði hann mál gegn ríkinu. Í dómi Hæstaréttar 31. síðastliðinn var staðfest fyrri niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa ógildingarkröfu Jóhannesar Rúnars frá dómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Félag í eigu Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, fyrrverandi formanns slitastjórnar Kaupþings, skilaði samtals um 127 milljónum króna í tekjur í fyrra vegna seldrar lögfræðiþjónustu og jukust þær um tæplega 18 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi JRJ ehf. en hagnaður félagsins á síðasta ári nam 63 milljónum borið saman við hagnað upp á ríflega 50 milljónir króna árið 2015. Rekstrarkostnaður var að mestu vegna launa og aðkeyptrar þjónustu að fjárhæð samtals 42 milljónum. Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 74 milljónum króna en á árinu 2016 greiddi Jóhannes Rúnar sér út 60 milljónir króna í arð. Ekki er áformað að greiða út arð á þessu ári vegna afkomu JRJ í fyrra. Í kjölfar þess að slitabú Kaupþings lauk nauðsamningum í árslok 2015 færðist formlegt eignarhald á hendur kröfuhafa gömlu bankanna. Jóhannes Rúnar, sem hafði setið í skilanefnd og síðar slitastjórn Kaupþings allt frá upphafi slitameðferðar vorið 2009, tók þá sæti í fjögurra manna stjórn Kaupþings á fyrsta hluthafafundi hins nýja eignarhaldsfélags sem fór fram í mars2016. Þar var hann kjörinn í stjórn til tveggja ára og nam þóknun hans fyrir stjórnarsetuna 250 þúsund evrum, jafnvirði 32 milljóna króna á núverandi gengi, á ári. Í byrjun nóvember sama ár var hins vegar tilkynnt að Jóhannes Rúnar væri hættur í stjórn félagsins. Jóhannes Rúnar var í hópi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt fyrr á árinu og var á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda samkvæmt matsnefnd dómsmálaráðherra. Hann var hins vegar ekki skipaður dómari við Landsrétt af ráðherra og í kjölfarið höfðaði hann mál gegn ríkinu. Í dómi Hæstaréttar 31. síðastliðinn var staðfest fyrri niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa ógildingarkröfu Jóhannesar Rúnars frá dómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira