Tesla hættir framleiðslu Model S 75 Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 11:30 Tesla Model S fæst nú aðeins fjórhjóladrifinn og ódýrasta gerð hans með afturhjóladrifi er dottin úr framleiðslulínu Tesla. Hjá Tesla hefur tekin ákvörðun um að hætta framleiðslu núverandi ódýrustu gerðar Model S bílsins, þ.e. Tesla Model S 75. Áfram verður hægt að panta Tesla Model S 75D bílinn en hann er fjórhjóladrifinn og kostar 74.500 dollara, en sá afturhjóladrifni kostaði 69.500 dollara. Síðasti mögulegi pöntunardagur á Model S 75 var 24. september. Einhverjir gárungar hafa bent á að þessi ákvörðun Tesla sé úthugsuð á þann veg að gefa viðskiptavinum aðeins nokkra daga til kaupa á þessari ódýrustu gerð Model S til að hressa við sölutölurnar rétt fyrir lokun 3. ársfjórðungs þessa árs. Með þeirri ákörðun Tesla að hætta með einu afturhjóladrifnu útgáfu Model S stendur aðeins Model 3 bíllinn eftir með afturhjóladrifi. Tesla hefur áður hætt framleiðslu ódýrustu gerðar Model S bílsins, eða Model S 65, sem þá var með aflminnstu gerð rafhlaða sem í boði var þá í Model S. Frá því var Model S 75 með minnstu rafhlöðuna, en nú er það Model S 85 með 85kWh rafhlöðu. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent
Hjá Tesla hefur tekin ákvörðun um að hætta framleiðslu núverandi ódýrustu gerðar Model S bílsins, þ.e. Tesla Model S 75. Áfram verður hægt að panta Tesla Model S 75D bílinn en hann er fjórhjóladrifinn og kostar 74.500 dollara, en sá afturhjóladrifni kostaði 69.500 dollara. Síðasti mögulegi pöntunardagur á Model S 75 var 24. september. Einhverjir gárungar hafa bent á að þessi ákvörðun Tesla sé úthugsuð á þann veg að gefa viðskiptavinum aðeins nokkra daga til kaupa á þessari ódýrustu gerð Model S til að hressa við sölutölurnar rétt fyrir lokun 3. ársfjórðungs þessa árs. Með þeirri ákörðun Tesla að hætta með einu afturhjóladrifnu útgáfu Model S stendur aðeins Model 3 bíllinn eftir með afturhjóladrifi. Tesla hefur áður hætt framleiðslu ódýrustu gerðar Model S bílsins, eða Model S 65, sem þá var með aflminnstu gerð rafhlaða sem í boði var þá í Model S. Frá því var Model S 75 með minnstu rafhlöðuna, en nú er það Model S 85 með 85kWh rafhlöðu.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent