FME sektar Klettar Capital um 2,5 milljónir króna Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 16:42 FME kallaði eftir upplýsingum um starfsemi Kletta eftir að Markaðurinn birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem sagði að félagið annaðist eignastýringu. vísir/vilhelm Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis. Í tilkynningu FME segir að félagið hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki „með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.“ Fjármálaeftirlitið segist hafa kallað eftir upplýsingum um starfsemi Kletta Capital eftir að Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem „meðal annars var fullyrt að félagið annaðist eignastýringu,“ eins og segir í tilkynningunni. FME féllst ekki á þau rök Kletta að þar sem félagið hafi aflað umboða frá viðskiptavinum hafi það mátt veita þjónustu, sem fólst í að kaupa og selja skráð hlutabréf í skammtímasjóðum fyrir einstaklinga og lögaðila í 27 skipti, án starfsleyfis. „Fjármálaeftirlitið benti á að hvergi í lögum um fjármálafyrirtæki væri að finna ákvæði í þá átt að handhafar umboða til viðskipta væru undanþegnir því að sækja um starfsleyfi ef þeir móttaka og miðla fyrirmælum. Fengi það auk þess vart staðist að félög gætu komist hjá því að sækja um starfsleyfi með því að afla umboða frá öllum sínum viðskiptavinum,“ segir í tilkynningu FME. Klettar Capital var stofnað í sameiningu af Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni, fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka, og Sigurði Hreiðari Jónssyni, sem þá hafði síðast verið verðbréfamiðlari Kviku banka. Sigurður Hreiðar hætti hins vegar nokkrum mánuðum síðar störfum hjá Klettar Capital og var ráðinn verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum. Við ákvörðun sektarfjárhæðar segist FME hafa litið til þess að fjármálastarfsemi sem er stunduð án tilskilins leyfis feli að jafnaði í sér alvarlegt brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki enda kunni „réttarvernd fjárfesta þar með að fara forgörðum.“ Á meðal þess sem horft var til við hækkunar sektarinnar var að félagið hafði opnað vefsíðu þar sem ýjað var að því að þjónustan væri veitt í samstarfi við þekkta eftirlitsskilda aðila og eins að forsvarsmenn Kletta Capital hefðu langa reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Þeir hafi því átt að gera sér grein fyrir því að um leyfisskylda starfsemi var um að ræða. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis. Í tilkynningu FME segir að félagið hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki „með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.“ Fjármálaeftirlitið segist hafa kallað eftir upplýsingum um starfsemi Kletta Capital eftir að Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem „meðal annars var fullyrt að félagið annaðist eignastýringu,“ eins og segir í tilkynningunni. FME féllst ekki á þau rök Kletta að þar sem félagið hafi aflað umboða frá viðskiptavinum hafi það mátt veita þjónustu, sem fólst í að kaupa og selja skráð hlutabréf í skammtímasjóðum fyrir einstaklinga og lögaðila í 27 skipti, án starfsleyfis. „Fjármálaeftirlitið benti á að hvergi í lögum um fjármálafyrirtæki væri að finna ákvæði í þá átt að handhafar umboða til viðskipta væru undanþegnir því að sækja um starfsleyfi ef þeir móttaka og miðla fyrirmælum. Fengi það auk þess vart staðist að félög gætu komist hjá því að sækja um starfsleyfi með því að afla umboða frá öllum sínum viðskiptavinum,“ segir í tilkynningu FME. Klettar Capital var stofnað í sameiningu af Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni, fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka, og Sigurði Hreiðari Jónssyni, sem þá hafði síðast verið verðbréfamiðlari Kviku banka. Sigurður Hreiðar hætti hins vegar nokkrum mánuðum síðar störfum hjá Klettar Capital og var ráðinn verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum. Við ákvörðun sektarfjárhæðar segist FME hafa litið til þess að fjármálastarfsemi sem er stunduð án tilskilins leyfis feli að jafnaði í sér alvarlegt brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki enda kunni „réttarvernd fjárfesta þar með að fara forgörðum.“ Á meðal þess sem horft var til við hækkunar sektarinnar var að félagið hafði opnað vefsíðu þar sem ýjað var að því að þjónustan væri veitt í samstarfi við þekkta eftirlitsskilda aðila og eins að forsvarsmenn Kletta Capital hefðu langa reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Þeir hafi því átt að gera sér grein fyrir því að um leyfisskylda starfsemi var um að ræða.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira