Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2017 15:59 Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, við undirritun kaupsamnings í mars. Samkeppniseftirlitið hefur nú samþykkt kaupin. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). Eignirnar sem um ræðir eru allar eignir og rekstur 365 að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Inni í kaupunum eru því sjónvarpsstöðvar 365, til dæmis Stöð 2 og Stöð 2 Sport, vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðvar 365, þar með taldar Bylgjan, FM957 og X-ið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig hafi samrunaaðilar skuldbundið sig til þess að ráðast í aðgerðir til þess að tryggja samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Jafnframt sé aðgerðunum ætlað að stuðla að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. „Með samrunanum hverfur 365 af fjarskiptamarkaði sem sjálfstæður keppinautur, en verðstefna fyrirtækisins hefur skapað talsverða samkeppni á því sviði. Þá felur samruninn að óbreyttu í sér að keppinautum sem geta boðið „pakka“ fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu fækkar úr þremur í tvo. Sömuleiðis færist á eina hendi sterk staða 365 á sjónvarps- og útvarpsmarkaði og sterk staða Vodafone í dreifikerfum sjónvarps og útvarps. Meðal annars vegna þessa taldi Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar vegna samrunans,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Vodafone segir að aðilar muni nú nýta næstu vikur til að leggja lokahönd á viðskiptin með það að markmiði að allir fyrirvarar verði uppfylltir og afhending get farið fram þann 1. desember 2017. „Fjarskipti hafa lýst því yfir við Samkeppniseftirlitið að rekstur þess á starfandi fjölmiðlum, þ.á.m. fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sé fyrirtækinu mikilvægur fyrir framtíðar starfsemi félagsins. Þannig verði einnig stuðlað að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði,“ segir í tilkynningu Vodafone.Vísir.is er í eigu 365 miðla ehf. og er hluti af kaupum Vodafone. Tengdar fréttir Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01 Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00 Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). Eignirnar sem um ræðir eru allar eignir og rekstur 365 að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Inni í kaupunum eru því sjónvarpsstöðvar 365, til dæmis Stöð 2 og Stöð 2 Sport, vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðvar 365, þar með taldar Bylgjan, FM957 og X-ið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig hafi samrunaaðilar skuldbundið sig til þess að ráðast í aðgerðir til þess að tryggja samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Jafnframt sé aðgerðunum ætlað að stuðla að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. „Með samrunanum hverfur 365 af fjarskiptamarkaði sem sjálfstæður keppinautur, en verðstefna fyrirtækisins hefur skapað talsverða samkeppni á því sviði. Þá felur samruninn að óbreyttu í sér að keppinautum sem geta boðið „pakka“ fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu fækkar úr þremur í tvo. Sömuleiðis færist á eina hendi sterk staða 365 á sjónvarps- og útvarpsmarkaði og sterk staða Vodafone í dreifikerfum sjónvarps og útvarps. Meðal annars vegna þessa taldi Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar vegna samrunans,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Vodafone segir að aðilar muni nú nýta næstu vikur til að leggja lokahönd á viðskiptin með það að markmiði að allir fyrirvarar verði uppfylltir og afhending get farið fram þann 1. desember 2017. „Fjarskipti hafa lýst því yfir við Samkeppniseftirlitið að rekstur þess á starfandi fjölmiðlum, þ.á.m. fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sé fyrirtækinu mikilvægur fyrir framtíðar starfsemi félagsins. Þannig verði einnig stuðlað að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði,“ segir í tilkynningu Vodafone.Vísir.is er í eigu 365 miðla ehf. og er hluti af kaupum Vodafone.
Tengdar fréttir Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01 Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00 Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01
Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00
Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56