Viðskipti innlent

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir hlut Lýsis í útgáfufélagi Morgunblaðsins

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

Félagið Íslenskar sjávarafurðir, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, hefur keypt hlut Lýsis í einkahlutafélaginu Þórsmörk, eiganda Árvakurs, sem gefur meðal annars út Morgunblaðið. Íslenskar sjávarafurðir eiga nú 15,84 prósenta hlut í Þórsmörk, samkvæmt nýuppfærðum hluthafalista félagsins, en Lýsi, sem átti 1,69 prósenta hlut, er farið úr hluthafahópnum.

Íslenskar sjávarafurðir hafa bætt nokkuð við hlut sinn í Árvakri í sumar. Hefur eignarhluturinn farið úr 9 prósentum í tæp 16 prósent en félagið lagði Árvakri til aukið fjármagn fyrr í sumar þegar hlutafé útgefandans var aukið um 200 milljónir króna.

Félagið Ramses II, í eigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, er eftir sem áður stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur með 22,87 prósenta hlut. Félagið Hlynur A, í eigu Guðbjargar Matthías­dóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, kemur þar á eftir með 16,5 prósenta hlut og þá á Ísfélag Vestmannaeyja 13,4 prósenta hlut.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.