Klappir skráð í Kauphöllina Hörður Ægisson skrifar 21. september 2017 14:15 Jón Ágúst Þorsteinsson er forstjóri Klappa en félagið er hið fyrsta sem er tekið til viðskipta á First North markaðinn á þessu ári. Klappir Grænar Lausnir, sem þróar, selur og innleiðir hugbúnaðarlausnir á sviði umhverfismála, var skráð á Nasdaq First North markað Kauphallarinnar í morgun. Er félagið hið fyrsta sem er tekið til viðskipta á First North í Kauphöllinni á þessu ári. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, segir í tilkynningu að það sé mikil ánægja með þetta skref. „Við erum vaxandi fyrirtæki í spennandi grein. Miklir framtíðarmöguleikar eru í þróun á grænum hugbúnaðarlausnum og við viljum gera áhugasömum fjárfestum auðvelt að taka þátt í vegferðinni með okkur. Sú umgjörð sem Nasdaq First North býður upp á kemur fyrirtækinu til góða í framtíðarundirbúningi þess, bæði hvað varðar þjónustu við hluthafa og fjárfesta, en ekki síst við fjármögnun stórra verkefna, ef svo ber undir. Við hlökkum til að stíga inn í þennan nýja veruleika.“ Í tilkynningu kemur fram að aðferðafræði og hugbúnaðarlausnir Klappa geri fyrirtækjum, sveitarfélögum og stjórnvöldum fært að setja sér mælanleg markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og upplýsa um árangur á hagkvæman og gagnsæjan hátt. Áhersla sé á auðveldan aðgang og rekjanleika. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það mikið ánægjuefni að Klappir skuli velja First North markaðinn sem vettvang fyrir aukinn sýnileika og framtíðarvöxt félagsins. „Þetta skref sem Klappir tekur er til þess fallið að efla ásýnd félagsins bæði hérlendis og erlendis og það verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Við hlökkum til að vinna með félaginu á markaði og óskum því, hluthöfum þess og starfsfólki innilega til hamingju með áfangann.“ First North er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti, þar sem gerð er minni krafa um upplýsingaskyldu en til fyrirtækja á Aðalmarkaði Kauphallarinnar, sem er sérsniðin fyrir félög í vexti. Klappir Kauphöllin Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Klappir Grænar Lausnir, sem þróar, selur og innleiðir hugbúnaðarlausnir á sviði umhverfismála, var skráð á Nasdaq First North markað Kauphallarinnar í morgun. Er félagið hið fyrsta sem er tekið til viðskipta á First North í Kauphöllinni á þessu ári. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, segir í tilkynningu að það sé mikil ánægja með þetta skref. „Við erum vaxandi fyrirtæki í spennandi grein. Miklir framtíðarmöguleikar eru í þróun á grænum hugbúnaðarlausnum og við viljum gera áhugasömum fjárfestum auðvelt að taka þátt í vegferðinni með okkur. Sú umgjörð sem Nasdaq First North býður upp á kemur fyrirtækinu til góða í framtíðarundirbúningi þess, bæði hvað varðar þjónustu við hluthafa og fjárfesta, en ekki síst við fjármögnun stórra verkefna, ef svo ber undir. Við hlökkum til að stíga inn í þennan nýja veruleika.“ Í tilkynningu kemur fram að aðferðafræði og hugbúnaðarlausnir Klappa geri fyrirtækjum, sveitarfélögum og stjórnvöldum fært að setja sér mælanleg markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og upplýsa um árangur á hagkvæman og gagnsæjan hátt. Áhersla sé á auðveldan aðgang og rekjanleika. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það mikið ánægjuefni að Klappir skuli velja First North markaðinn sem vettvang fyrir aukinn sýnileika og framtíðarvöxt félagsins. „Þetta skref sem Klappir tekur er til þess fallið að efla ásýnd félagsins bæði hérlendis og erlendis og það verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Við hlökkum til að vinna með félaginu á markaði og óskum því, hluthöfum þess og starfsfólki innilega til hamingju með áfangann.“ First North er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti, þar sem gerð er minni krafa um upplýsingaskyldu en til fyrirtækja á Aðalmarkaði Kauphallarinnar, sem er sérsniðin fyrir félög í vexti.
Klappir Kauphöllin Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira