Mun ekki áfrýja eftir sigur Heimavalla í leigudeilu Haraldur Guðmundsson skrifar 23. september 2017 06:00 Íbúðirnar í raðhúsum við götuna Miðholt á Þórshöfn. vísir/pjetur Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021. Fréttablaðið fjallaði í janúar um málarekstur Langanesbyggðar en héraðsdómur komst að niðurstöðu þann 6. júlí. Taldi sveitarfélagið að skýrt ákvæði væri í verðtryggðum samningunum sem gerði því kleift að segja þeim upp eftir að fasteignirnar voru seldar öðru félagi. Íbúðirnar sem um ræðir voru í eigu Laugavegs ehf. þegar samningarnir voru undirritaðir. Dótturfélag Heimavalla keypti V Laugaveg árið 2015 og hefur sveitarfélagið tapað yfir 20 milljónum króna frá undirritun árið 2011. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagði í samtali við blaðið í janúar að leigutekjur sveitarfélagsins, sem framleigir íbúðirnar, væru talsvert lægri en upphæðin sem það greiðir leigusalanum Heimavöllum. Lögmaður Heimavalla sagði þá að leigufélagið væri ósammála túlkun sveitarfélagsins á uppsagnarákvæði samninganna. Sveitarstjórn Langanesbyggðar fjallaði um niðurstöður héraðsdóms á fimmtudag. Þar var lagt fram minnisblað frá Lúðvík Bergvinssyni, lögmanni sveitarfélagsins í málinu, þar sem hann ráðleggur að málinu verði ekki áfrýjað. Samningarnir voru gagnrýndir af sumum sveitarstjórnarmönnum og íbúum Langanesbyggðar áður en húsin voru byggð. Á fundi sveitarstjórnar í mars 2011 kom fram að leigutekjur myndu einungis standa undir 70 prósentum af greiddri leigu til V Laugavegs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021. Fréttablaðið fjallaði í janúar um málarekstur Langanesbyggðar en héraðsdómur komst að niðurstöðu þann 6. júlí. Taldi sveitarfélagið að skýrt ákvæði væri í verðtryggðum samningunum sem gerði því kleift að segja þeim upp eftir að fasteignirnar voru seldar öðru félagi. Íbúðirnar sem um ræðir voru í eigu Laugavegs ehf. þegar samningarnir voru undirritaðir. Dótturfélag Heimavalla keypti V Laugaveg árið 2015 og hefur sveitarfélagið tapað yfir 20 milljónum króna frá undirritun árið 2011. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagði í samtali við blaðið í janúar að leigutekjur sveitarfélagsins, sem framleigir íbúðirnar, væru talsvert lægri en upphæðin sem það greiðir leigusalanum Heimavöllum. Lögmaður Heimavalla sagði þá að leigufélagið væri ósammála túlkun sveitarfélagsins á uppsagnarákvæði samninganna. Sveitarstjórn Langanesbyggðar fjallaði um niðurstöður héraðsdóms á fimmtudag. Þar var lagt fram minnisblað frá Lúðvík Bergvinssyni, lögmanni sveitarfélagsins í málinu, þar sem hann ráðleggur að málinu verði ekki áfrýjað. Samningarnir voru gagnrýndir af sumum sveitarstjórnarmönnum og íbúum Langanesbyggðar áður en húsin voru byggð. Á fundi sveitarstjórnar í mars 2011 kom fram að leigutekjur myndu einungis standa undir 70 prósentum af greiddri leigu til V Laugavegs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira