Kaupir Jaguar Land Rover annað lúxusbílamerki? Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2017 10:51 Jaguar I-Page. Afar vel gengur hjá Jaguar Land Rover um þessar mundir og sem dæmi um það var 16% aukning í sölu við lok fjárhagsárs fyrirtækisins í lok mars síðastliðnum og markaði það metsöluár í sögu Jaguar Land Rover. Salan nam alls 604.000 bílum og varð 32% söluaukning í Kína og 24% aukning í Bandaríkjunum, 16% í Bretlandi og 13% í Evrópu allri. Þessi góða sala hefur fært eiganda Jaguar Land Rover, Tata Group í Indlandi miklar tekjur og hefur Tata gefið Jaguar Land Rover leyfi til að kanna hugsanleg kaup á öðru lúxusbílamerki til að gefa fyrirtækinu tækifæri til að vera hæfara í samkeppninni við stærri lúxusbílamerki heimsins. Er þá aðallega átt við þýsku bílamerkin Mercedes Bens, BMW, Audi og Porsche. Sem dæmi þá selur Mercedes Benz yfir 2 milljónir bíla á ári og er því meira en þrisvar sinnum stærra en Jaguar Land Rover. Stefna Jaguar Land Rover er að innan fárra ára verði sala þess að minnsta kosti helmingurinn af sölu Mercedes Benz og til þess að flýta þeim vexti kemur til álita að kaupa önnur lúxusbílamerki. Hefur Alfa Romeo og Maserati verið nefnd í því sambandi. Hvort Fiat Chrysler sé tilbúið að selja Alfa Romeo og Maserati frá sér er hins vegar önnur saga, en þó hafa slíkar raddir heyrst á síðustu misserum. Helst hefur þó forstjóri Fiat Chrysler leitast eftir sameiningu alls fyrirtækisins við annað stórt bílamerki. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent
Afar vel gengur hjá Jaguar Land Rover um þessar mundir og sem dæmi um það var 16% aukning í sölu við lok fjárhagsárs fyrirtækisins í lok mars síðastliðnum og markaði það metsöluár í sögu Jaguar Land Rover. Salan nam alls 604.000 bílum og varð 32% söluaukning í Kína og 24% aukning í Bandaríkjunum, 16% í Bretlandi og 13% í Evrópu allri. Þessi góða sala hefur fært eiganda Jaguar Land Rover, Tata Group í Indlandi miklar tekjur og hefur Tata gefið Jaguar Land Rover leyfi til að kanna hugsanleg kaup á öðru lúxusbílamerki til að gefa fyrirtækinu tækifæri til að vera hæfara í samkeppninni við stærri lúxusbílamerki heimsins. Er þá aðallega átt við þýsku bílamerkin Mercedes Bens, BMW, Audi og Porsche. Sem dæmi þá selur Mercedes Benz yfir 2 milljónir bíla á ári og er því meira en þrisvar sinnum stærra en Jaguar Land Rover. Stefna Jaguar Land Rover er að innan fárra ára verði sala þess að minnsta kosti helmingurinn af sölu Mercedes Benz og til þess að flýta þeim vexti kemur til álita að kaupa önnur lúxusbílamerki. Hefur Alfa Romeo og Maserati verið nefnd í því sambandi. Hvort Fiat Chrysler sé tilbúið að selja Alfa Romeo og Maserati frá sér er hins vegar önnur saga, en þó hafa slíkar raddir heyrst á síðustu misserum. Helst hefur þó forstjóri Fiat Chrysler leitast eftir sameiningu alls fyrirtækisins við annað stórt bílamerki.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent