Vogunarsjóðurinn Attestor bætir við hlut sinn í Arion fyrir 800 milljónir Hörður Ægisson skrifar 27. september 2017 06:30 Hlutafjártboð og skráning Arion frestast fram á næsta ár. vísir/anton brink Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hefur bætt við sig tæplega hálfs prósents eignarhlut í Arion banka fyrir rúmlega 800 milljónir króna en seljandi bréfanna var Kaupþing. Sjóðurinn nýtti sér lítinn hluta kaupréttar sem hann átti í bankanum en eftir kaupin á Attestor Capital rúmlega 10,4 prósenta hlut í Arion banka. Kaup vogunarsjóðsins voru gerð daginn áður en kauprétturinn rann út um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins. Attestor Capital og Goldman Sachs, en bæði sjóðurinn og bandaríski fjárfestingabankinn fara nú með atkvæðarétt í Arion banka, eiga í dag samanlagt um 13,01 prósenta hlut í bankanum. Kaup Attestor Capital á um 0,44 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, voru gerð í því skyni að vogunarsjóðurinn og Goldman Sachs ættu í sameiningu lítillega stærri hlut í bankanum en Bankasýsla ríkisins. Stofnunin heldur á 13 prósenta hlut í Arion banka fyrir hönd íslenska ríkisins. Fjármálaeftirlitið (FME) komst nýlega að þeirri ákvörðun að Attestor Capital og tengdir aðilar væru hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka en í kjölfarið fékk sjóðurinn atkvæðarétt í samræmi við hlutafjáreign sína í bankanum. Í lok síðustu viku komst FME að sömu niðurstöðu í tilfelli vogunarsjóðsins Taconic Capital og Kaupþings með þeirri undantekningu að sú ákvörðun tekur ekki gildi fyrr en Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað. Fram að því munu hvorki bandaríski sjóðurinn né Kaupþing fara beint með atkvæðarétt í bankanum heldur verður hann í höndum Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Samkvæmt ákvörðun FME teljast Taconic og Kaupþing vera í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti einstaki hluthafi Kaupþings með rúmlega 40 prósenta hlut en í gegnum dótturfélag sitt á Kaupþing um 57,4 prósent í Arion banka. Taconic eignaðist sem kunnugt er fyrr á árinu 9,99 prósenta hlut í Arion banka og á því samanlangt – beint og óbeint – liðlega þriðjungshlut í bankanum.Kauprétturinn á hærra gengi Þegar vogunarsjóðirnir þrír – Attestor, Taconic og Och-Ziff Capital – ásamt Goldman Sachs keyptu samtals rúmlega 29 prósenta hlut af Kaupþingi í Arion banka í mars á þessu ári fyrir 49 milljarða var einnig um það samið að fjárfestahópurinn hefði kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar. Sá kaupréttur rann út 19. september án þess að nokkur fjárfestanna nýtti sér hann fyrir utan Attestor en sjóðurinn ákvað sem fyrr segir að bæta aðeins við sig 0,44 prósentum í bankanum. Kauprétturinn var á hærra gengi en sjóðirnir og Goldman keyptu hlut sinn fyrr á árinu sem var á genginu 0,81 miðað við bókfært eigið fé í lok þriðja fjórðungs 2016. Samkvæmt heimildum Markaðarins þurfti Attestor því að greiða rúmlega 800 milljónir fyrir tæplega hálf prósents hlut í Arion banka en eigið fé bankans var liðlega 222 milljarðar í lok júní á þessu ári. Ekkert verður af fyrirhuguðu útboði og skráningu Arion banka á þessu ári, eins og Markaðurinn greindi fyrst frá síðastliðinn miðvikudag, vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í næsta mánuði. Kaupþing staðfesti þetta í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í lok síðustu viku. Stefnir Kaupþing nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar væntingar eru um að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa eftir kosningar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hefur bætt við sig tæplega hálfs prósents eignarhlut í Arion banka fyrir rúmlega 800 milljónir króna en seljandi bréfanna var Kaupþing. Sjóðurinn nýtti sér lítinn hluta kaupréttar sem hann átti í bankanum en eftir kaupin á Attestor Capital rúmlega 10,4 prósenta hlut í Arion banka. Kaup vogunarsjóðsins voru gerð daginn áður en kauprétturinn rann út um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins. Attestor Capital og Goldman Sachs, en bæði sjóðurinn og bandaríski fjárfestingabankinn fara nú með atkvæðarétt í Arion banka, eiga í dag samanlagt um 13,01 prósenta hlut í bankanum. Kaup Attestor Capital á um 0,44 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, voru gerð í því skyni að vogunarsjóðurinn og Goldman Sachs ættu í sameiningu lítillega stærri hlut í bankanum en Bankasýsla ríkisins. Stofnunin heldur á 13 prósenta hlut í Arion banka fyrir hönd íslenska ríkisins. Fjármálaeftirlitið (FME) komst nýlega að þeirri ákvörðun að Attestor Capital og tengdir aðilar væru hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka en í kjölfarið fékk sjóðurinn atkvæðarétt í samræmi við hlutafjáreign sína í bankanum. Í lok síðustu viku komst FME að sömu niðurstöðu í tilfelli vogunarsjóðsins Taconic Capital og Kaupþings með þeirri undantekningu að sú ákvörðun tekur ekki gildi fyrr en Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað. Fram að því munu hvorki bandaríski sjóðurinn né Kaupþing fara beint með atkvæðarétt í bankanum heldur verður hann í höndum Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Samkvæmt ákvörðun FME teljast Taconic og Kaupþing vera í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti einstaki hluthafi Kaupþings með rúmlega 40 prósenta hlut en í gegnum dótturfélag sitt á Kaupþing um 57,4 prósent í Arion banka. Taconic eignaðist sem kunnugt er fyrr á árinu 9,99 prósenta hlut í Arion banka og á því samanlangt – beint og óbeint – liðlega þriðjungshlut í bankanum.Kauprétturinn á hærra gengi Þegar vogunarsjóðirnir þrír – Attestor, Taconic og Och-Ziff Capital – ásamt Goldman Sachs keyptu samtals rúmlega 29 prósenta hlut af Kaupþingi í Arion banka í mars á þessu ári fyrir 49 milljarða var einnig um það samið að fjárfestahópurinn hefði kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar. Sá kaupréttur rann út 19. september án þess að nokkur fjárfestanna nýtti sér hann fyrir utan Attestor en sjóðurinn ákvað sem fyrr segir að bæta aðeins við sig 0,44 prósentum í bankanum. Kauprétturinn var á hærra gengi en sjóðirnir og Goldman keyptu hlut sinn fyrr á árinu sem var á genginu 0,81 miðað við bókfært eigið fé í lok þriðja fjórðungs 2016. Samkvæmt heimildum Markaðarins þurfti Attestor því að greiða rúmlega 800 milljónir fyrir tæplega hálf prósents hlut í Arion banka en eigið fé bankans var liðlega 222 milljarðar í lok júní á þessu ári. Ekkert verður af fyrirhuguðu útboði og skráningu Arion banka á þessu ári, eins og Markaðurinn greindi fyrst frá síðastliðinn miðvikudag, vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í næsta mánuði. Kaupþing staðfesti þetta í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í lok síðustu viku. Stefnir Kaupþing nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar væntingar eru um að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa eftir kosningar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira