

Aparnir og fjármálakerfi morgundagsins!
Ný tekjumódel í greiðslum
Með tilkomu nýrra tæknilausna og nýrra laga um greiðsluþjónustu (e. PSD2), sem innleidd verða innan Evrópusambandsins í byrjun næsta árs, mun þátttakendum í greiðsluþjónustu fjölga. Þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi sem byggjast að mestu leyti á ýmiss konar greiðsluþjónustu munu eiga undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni á markaði. Þessar tekjur standa í dag undir 20-25% af tekjum viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka, en hreinar þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi stóru íslensku bankanna voru tæpir 12 milljarðar króna árið 2016.
Hinir nýju þátttakendur á markaði fyrir greiðsluþjónustu munu ekki treysta á kortatekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum heldur á tekjur af vinnslu og notkun gagna. Þessir nýju aðilar munu afmá mörkin á milli fjölmiðla, auglýsinga, vörukaupa og greiðslna og skapa á þann hátt virði fyrir sjálfan sig í alls óskyldum rekstri.
Líklegt verður að teljast að hinir nýju þjónustuveitendur byggi tekjumódel sín á vinnslu greiðslu- og neyslugagna. Þannig mætti sjá fyrir sér að notendaskilmálar greiðsluapps myndu heimila birtingu auglýsinga í hvert sinn sem reikningsyfirlit eða kassakvittun er skoðuð. Auk auglýsingatekna gæti greiðsluþjónustuveitandinn tekið söluþóknun, t.d. ef auglýsing tryggingarfyrirtækis sem birtist í farsímaappi viðskiptavinar sem þarf að endurnýja tryggingar leiðir til sölu á nýjum tryggingum.
Eins og ég hef áður fjallað um telja sérfræðingar að nýir þátttakendur í greiðsluþjónustu muni gera það að verkum að þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi muni lækka um 40-80% á næstu árum. Jafnframt mun opnun markaðarins hafa áhrif til lækkunar á vaxtatekjum bankanna, þar sem nýjir þátttakendur geta boðið upp á nýjar óhefðbundnar leiðir til að ávaxta fjármuni og afla lánsfjármagns. Þó ber að hafa í huga að tækifærin sem bankar standa frammi fyrir vegna stafrænivæðingar á fjármálaþjónustu eru fjölmörg og ef haldið er rétt á spilunum geta þau tryggt vöxt og rekstur bankanna til lengri tíma litið.
Apar munu knýja áfram tannhjól fjármálamarkaðarins
Með tilkomu internetsins hafa fjölmörg fyrirtæki náð undraverðum árangri og vexti með því að þróa viðskiptamódel sem byggja á opnum API (e. Application Programming Interface) sem á slæmri íslensku eru kallaðir „opnir apar“. Þessi þriggja stafa skammstöfun fælir sennilega marga lesendur frá því að halda áfram lestri pistilsins. Þeir sem reyna hins vegar ekki að skilja og nýta „opna apa“ í rekstri fjármálafyrirtækja eiga á hættu að verða undir í samkeppni á markaði. Breytingarnar sem eru framundan á fjármálamarkaði eru það miklar.
Viðskiptalega séð einfalda opin API samvinnu á milli ótengdra aðila og opna þannig á nýjar leiðir til nýsköpunar á lausnum og mótunar nýrra opinna viðskiptamódela. eBay var eitt fyrsta internetfyrirtækið til að þróa nýtt viðskiptamódel sem byggði á opnum API. Með því að bjóða opin og stöðluð API, gat eBay búið til vistkerfi af söluaðilum sem tengdust markaðstorgi eBay. Einnig varð til net af samstarfsaðilum sem þróuðu ýmsar virðisaukandi þjónustur ofan á grunnlausnir eBay. Á þennan hátt margfaldaði eBay þróunargetu félagsins og stækkaði sölunet sitt án þess að kostnaður félagsins margfaldaðist.
Fjölmörg evrópsk sprotafyrirtæki eru að nýta sér þessa opnun á markaði og eru að þróa opin viðskiptamódel í fjármálaþjónustu. Sum þessara fyrirtækja hafa valið að sérhæfa sig á mjög afmörkuðu sviði fjármálaþjónustu en áforma að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustuframboð í gegnum opin API. Monzo og Starling bank í Bretlandi eru dæmi um banka sem fylgja þessari hugmyndafræði. Þeir bjóða eingöngu upp á farsímabankaþjónustu og takmarka sína eigin vöruþróun við einstakt notendaviðmót, innlánareikning og greiðslukort, en treysta á sérvalda samstarfsaðila til bjóða sínum viðskiptavinum upp á nokkuð heildstætt þjónustuframboð.
Notkun opinna API er hins vegar ekki takmörkuð við sprotafyrirtæki. Fjölmargar bankastofnanir hafa byrjað að endurskoða sín viðskiptamódel með tilliti til notkunar á opnum API og þróunar á neti af samstarfsaðilum. Markmið þeirra er að ýta undir nýsköpun og efla þjónustuframboðið; styrkja tryggð og tengsl við viðskiptavini; og lækka kostnað. Þótt að slík opnun þýði óhjákvæmilega að bankar gefi eftir eignarhald á tilteknum þáttum í virðiskeðju fjármálaþjónustu þá veita API þjónustan og samstarfsnetið þeim aðgengi að nýjum mörkuðum og stærri tekjulindum sem þeir hefðu annars ekki haft aðgang að. Bankar standa í raun frammi fyrir stefnumótandi ákvörðun um hvaða hlutverki þeir ætli að gegna í virðiskeðju fjármálaþjónustu framtíðarinnar og þurfa því að skoða sérstaklega hvernig staðið verður að framleiðslu og dreifingu afurða sem þeir ætla að bjóða sínum viðskiptavinum.
Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.
Skoðun

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar