Land Rover Discovery með 8 strokka 525 hestafla vél í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2017 10:07 Mynd tekin af bílnum á Íslandi í sumar. Í dag opnaði bílasýningin í Frankfurt fyrir blðamenn og þar má líta öfluga gerð Land Rover Discovery sem Special Vehicle Opertions deild Land Rover mun framleiða strax á næsta ári og fær stafina SVX í endann. Þessi gerð Discovery er með hærra undir lægsta punkt og kemur á stærri og grófari dekkjum en hefðbundinn Discovery. Hann fær að auki breytta og lengri fjöðrun og aðfallshornin bæði að aftan og framan eru aukin, sem gerir bílinn enn hæfari í torfærum. Að auki er engin smá vél undir húddinu, eða 8 strokka V8 vél sem skilar 525 hestöflum til allra hjólanna. Þarna er því kominn hæfasti torfærubíll Land Rover og sá langöflugasti. Bíllinn mun koma á 20 tommu álfelgum með 275/55R20 Goodyear Wrangler all-terrain dekkjum. Terrain Respons 2 off-road kerfið hefur verið endurbætt fyrir þessa gerð Discovery til að auka enn veggrip þegar leikar æsast. Bíllinn er með aðra gerð stuðara og fær að auki viðbótar hlífðarplötur til að vernda bílinn í torfærum. Svo virðist sem Land Rover hafi laumast með þennan bíl til Íslands og tekið upp kynningarstiklu með bílnum hér á landi í sumar. Enn og aftur er Ísland vettvangur fyrir kynningu á torfæruhæfum bílum stærstu bílaframleiðenda heims. Sjá má það myndskeið hér og er það reyndar ári magnað.Glímt hefur verið við torfærurnar á Íslandi í sumar. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent
Í dag opnaði bílasýningin í Frankfurt fyrir blðamenn og þar má líta öfluga gerð Land Rover Discovery sem Special Vehicle Opertions deild Land Rover mun framleiða strax á næsta ári og fær stafina SVX í endann. Þessi gerð Discovery er með hærra undir lægsta punkt og kemur á stærri og grófari dekkjum en hefðbundinn Discovery. Hann fær að auki breytta og lengri fjöðrun og aðfallshornin bæði að aftan og framan eru aukin, sem gerir bílinn enn hæfari í torfærum. Að auki er engin smá vél undir húddinu, eða 8 strokka V8 vél sem skilar 525 hestöflum til allra hjólanna. Þarna er því kominn hæfasti torfærubíll Land Rover og sá langöflugasti. Bíllinn mun koma á 20 tommu álfelgum með 275/55R20 Goodyear Wrangler all-terrain dekkjum. Terrain Respons 2 off-road kerfið hefur verið endurbætt fyrir þessa gerð Discovery til að auka enn veggrip þegar leikar æsast. Bíllinn er með aðra gerð stuðara og fær að auki viðbótar hlífðarplötur til að vernda bílinn í torfærum. Svo virðist sem Land Rover hafi laumast með þennan bíl til Íslands og tekið upp kynningarstiklu með bílnum hér á landi í sumar. Enn og aftur er Ísland vettvangur fyrir kynningu á torfæruhæfum bílum stærstu bílaframleiðenda heims. Sjá má það myndskeið hér og er það reyndar ári magnað.Glímt hefur verið við torfærurnar á Íslandi í sumar.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent