Körfubolti

Keflavík fær leikmann sem var byrjunarliðsmaður hjá Kansas

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin Young í leik með Kansas.
Kevin Young í leik með Kansas. vísir/getty

Karlalið Keflavíkur í körfubolta er búið að finna sér erlendan leikmann fyrir átökin í vetur. Sá heitir Kevin Young og kemur frá Púertó Ríkó. Karfan.is greinir frá.

Young, sem er 27 ára framherji, lék með Kansas-háskólanum í tvö ár en hann er einn sá sterkasti í Bandaríkjunum.

Á fyrra árinu sínu hjá Kansas var Young með 3,4 stig og 3,0 fráköst að meðaltali í leik. Á seinna árinu, þegar Young var byrjunarliðsmaður, skoraði hann 7,8 stig og tók 6,8 fráköst að meðaltali í leik.

Á fyrra árinu sínu hjá Kansas komust Young og félagar alla leið í úrslit en töpuðu fyrir liði Kentucky sem innihélt m.a. Anthony Davis, einn besta leikmann NBA-deildarinnar í dag.

Young hefur einnig spilað í heimalandinu, Kanada og Mexíkó.

Keflavík hefur áður fengið leikmann frá Kansas; Nick Bradford sem lék einnig með Grindavík og Njarðvík og gerði það gott hér á landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.