Körfubolti

Keflavík fær leikmann sem var byrjunarliðsmaður hjá Kansas

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin Young í leik með Kansas.
Kevin Young í leik með Kansas. vísir/getty
Karlalið Keflavíkur í körfubolta er búið að finna sér erlendan leikmann fyrir átökin í vetur. Sá heitir Kevin Young og kemur frá Púertó Ríkó. Karfan.is greinir frá.

Young, sem er 27 ára framherji, lék með Kansas-háskólanum í tvö ár en hann er einn sá sterkasti í Bandaríkjunum.

Á fyrra árinu sínu hjá Kansas var Young með 3,4 stig og 3,0 fráköst að meðaltali í leik. Á seinna árinu, þegar Young var byrjunarliðsmaður, skoraði hann 7,8 stig og tók 6,8 fráköst að meðaltali í leik.

Á fyrra árinu sínu hjá Kansas komust Young og félagar alla leið í úrslit en töpuðu fyrir liði Kentucky sem innihélt m.a. Anthony Davis, einn besta leikmann NBA-deildarinnar í dag.

Young hefur einnig spilað í heimalandinu, Kanada og Mexíkó.

Keflavík hefur áður fengið leikmann frá Kansas; Nick Bradford sem lék einnig með Grindavík og Njarðvík og gerði það gott hér á landi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.