Golf

Ólafía með góðum vini og reynslubolta í ráshópi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir stendur í ströngu um helgina.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir stendur í ströngu um helgina. Vísir/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á 10. holu á Evian Championship mótinu, síðasta risamóti ársins á LPGA-mótaröðinni. Ráshópur Ólafíu er meðal þeirra síðustu sem fara út í dag, klukkan 11.09.

Ólafía er að keppa á sínu þriðja risamóti en á enn eftir að komast í gegnum niðurskurð á risamóti. Hún keppti fyrr á þessu ári á KPMG PGA-meistaramóti kvenna og Opna breska.

Hún er í ráshópi með Angel Yin og Kim Kaufmann. Yin er nýliði, eins og Ólafía, og eru þær sagðar góðar vinkonur í umfjöllun á heimasíðu LPGA. Kaufman er reynsluboltinn í hópnum og er að spila á Evian Championship-mótinu í fjórða sinn.

Ólafía náði sínu fyrsta topp tíu móti um síðustu helgi er hún hafnaði fjórða sæti á móti í Indiana eftir að hafa leikið síðustu holuna á erni. Yin hefur þrívegis hafnað meðal tíu efstu á mótaröðinni til þessa.

Fylgst verður náið með gangi mála í beinni textalýsingu frá Vísi sem og á Golfstöðinni.

Bein útsending hófst í morgun klukkan 09.00 og stendur yfir til 12.00. Útsendingin hefst að nýju klukkan 13.30 og lýkur klukkan 16.30.

Þorsteinn Hallgrímsson, sérfræðingur Golfstöðvarinnar, er staddur í Frakklandi til að fylgjast með mótinu ásamt Friðriki Þór Halldórssyni myndatökumanni. Munu þeir flytja fréttir af Ólafíu á Golfstöðinni, í Sportpakkanum á Stöð 2 og á íþróttavef Vísis.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.