BMW Z5 tryllir lýðinn í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 12:58 Nýr BMW Z5 er alls ekki slæmur fyrir augað. BMW er fyrirferðarmikið á bílasýningunni í Frankfurt og einn margra bíla sem BMW sýnir nú er hinn tilvonandi Z5 bíll, þó ekki sé víst að bíllinn fái það endanlega nafn. BMW ætlar að hefja sölu á þessum nýja sportbíl á næsta ári, en hann var þróaður í samstarfi við Toyota. Útfærsla Toyota á honum gæti fullt eins fengið nafnið Supra, en það verður bara að koma í ljós eins og í tilfelli BMW. Bíllinn sem sést hér á myndinni er með blæju úr mjúku efni en ekki stáli eins og forverinn og léttir það bílinn umtalsvert. Í yfirbyggingu bílsins er notað talsvert af koltrefjum og svo virðist sem BMW sé mjög umhugað að hafa bílinn sem léttastan. BMW hefur ekki látið uppi hvaða vélar verða í boði, en víst er að það eru aðeins bensínvélar, en heyrst hefur að bjóðast muni að auki tengiltvinnútgáfa og að hún verði fjórhjóladrifin.Bíllinn dró að sér áhugasama gesti í Frankfurt.Alveg viðunandi baksvipur. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent
BMW er fyrirferðarmikið á bílasýningunni í Frankfurt og einn margra bíla sem BMW sýnir nú er hinn tilvonandi Z5 bíll, þó ekki sé víst að bíllinn fái það endanlega nafn. BMW ætlar að hefja sölu á þessum nýja sportbíl á næsta ári, en hann var þróaður í samstarfi við Toyota. Útfærsla Toyota á honum gæti fullt eins fengið nafnið Supra, en það verður bara að koma í ljós eins og í tilfelli BMW. Bíllinn sem sést hér á myndinni er með blæju úr mjúku efni en ekki stáli eins og forverinn og léttir það bílinn umtalsvert. Í yfirbyggingu bílsins er notað talsvert af koltrefjum og svo virðist sem BMW sé mjög umhugað að hafa bílinn sem léttastan. BMW hefur ekki látið uppi hvaða vélar verða í boði, en víst er að það eru aðeins bensínvélar, en heyrst hefur að bjóðast muni að auki tengiltvinnútgáfa og að hún verði fjórhjóladrifin.Bíllinn dró að sér áhugasama gesti í Frankfurt.Alveg viðunandi baksvipur.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent