Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. september 2017 06:00 Nýlega hafa borist áskoranir, m.a. frá Samtökum atvinnulífsins og frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, til fjármálaráðherra um að veita almenningi skattaafslátt til að kaupa hlutabréf. Óumdeilt er að slík aðgerð nýtist nær eingöngu tekjuhæstu einstaklingunum í samfélaginu.Miklu fleiri leiðir til sparnaðar Það er undarleg forgangsröðun að nota skattkerfið til að hygla þeim sem hafa hæstu tekjurnar með því að veita þeim sérstakar hlutabréfabætur. Ljóst er að hvorki lífeyrisþegar né almennt launafólk mun notfæra sér þetta „kostaboð“ til að lækka skattstofn sinn, af þeirri einföldu ástæðu að fólk hefur nóg annað við fé sitt að gera en að kaupa hlutabréf. Hlutabréfakaup einstaklinga er ein tegund af sparnaði. Ef tilgangurinn með þessari undarlegu tillögu er að auka sparnað í samfélaginu eru miklu fleiri leiðir til þess, t.d. að auka vaxtabætur. Ef það er svigrúm til að lækka skatta er það meir í anda jafnaðarmennsku að veita fólki skattaafslátt vegna t.d. greiðslna fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakaup og vegna ferðakostnaðar af þeim sökum. Einnig mætti hækka vaxtabótagreiðslur eða veita þeim sem skulda íbúða- eða námslán skattaafslætti vegna afborgana.Kolröng forgangsröðun Hér að ofan eru nefndar þarfari hugmyndir um skattaafslætti sem nýtist fleirum en þeim tekjuhæstu. Það er kolröng forgangsröðun að berjast fyrir skattaafslætti fyrir hina tekjuhærri, þegar krabbameinssjúkum er neitað um frádrátt frá skatti vegna mikilla útgjalda vegna heilbrigðisþjónustu. Fólk getur sótt um frádrátt frá skatti vegna mikilla heilbrigðisútgjalda hjá Ríkisskattstjóra, en þær reglur eru túlkaðar þröngt og sjaldan fallist á slík erindi. Það segir margt um hug þingmanna sem berjast fyrir hlutabréfabótum en ekki fyrir bótum vegna hárra heilbrigðisútgjalda! Tillaga um skattaafslætti er í samræmi við málflutning hægri manna og þjónar tekjuhæstu einstaklingum í samfélaginu, um leið og hún gengur gegn jöfnuði og skilur eftir þá sem hafa meðal og lægri tekjur með sárt enni.Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa borist áskoranir, m.a. frá Samtökum atvinnulífsins og frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, til fjármálaráðherra um að veita almenningi skattaafslátt til að kaupa hlutabréf. Óumdeilt er að slík aðgerð nýtist nær eingöngu tekjuhæstu einstaklingunum í samfélaginu.Miklu fleiri leiðir til sparnaðar Það er undarleg forgangsröðun að nota skattkerfið til að hygla þeim sem hafa hæstu tekjurnar með því að veita þeim sérstakar hlutabréfabætur. Ljóst er að hvorki lífeyrisþegar né almennt launafólk mun notfæra sér þetta „kostaboð“ til að lækka skattstofn sinn, af þeirri einföldu ástæðu að fólk hefur nóg annað við fé sitt að gera en að kaupa hlutabréf. Hlutabréfakaup einstaklinga er ein tegund af sparnaði. Ef tilgangurinn með þessari undarlegu tillögu er að auka sparnað í samfélaginu eru miklu fleiri leiðir til þess, t.d. að auka vaxtabætur. Ef það er svigrúm til að lækka skatta er það meir í anda jafnaðarmennsku að veita fólki skattaafslátt vegna t.d. greiðslna fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakaup og vegna ferðakostnaðar af þeim sökum. Einnig mætti hækka vaxtabótagreiðslur eða veita þeim sem skulda íbúða- eða námslán skattaafslætti vegna afborgana.Kolröng forgangsröðun Hér að ofan eru nefndar þarfari hugmyndir um skattaafslætti sem nýtist fleirum en þeim tekjuhæstu. Það er kolröng forgangsröðun að berjast fyrir skattaafslætti fyrir hina tekjuhærri, þegar krabbameinssjúkum er neitað um frádrátt frá skatti vegna mikilla útgjalda vegna heilbrigðisþjónustu. Fólk getur sótt um frádrátt frá skatti vegna mikilla heilbrigðisútgjalda hjá Ríkisskattstjóra, en þær reglur eru túlkaðar þröngt og sjaldan fallist á slík erindi. Það segir margt um hug þingmanna sem berjast fyrir hlutabréfabótum en ekki fyrir bótum vegna hárra heilbrigðisútgjalda! Tillaga um skattaafslætti er í samræmi við málflutning hægri manna og þjónar tekjuhæstu einstaklingum í samfélaginu, um leið og hún gengur gegn jöfnuði og skilur eftir þá sem hafa meðal og lægri tekjur með sárt enni.Höfundur er jafnaðarmaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun