Sjálfkeyrandi Domino's-bíll kominn á göturnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2017 07:52 Fyrsti sjálfkeyrandi Domino's-bíllinn er kominn í umferð í Michigan. Dominos Hver veit nema að í náinni framtíð muni sjálfkeyrandi bíll aka pizzunni til þín? Ford og Domino's prófa nú sérhannaða Ford Fusion-bifreið í Michican í Bandaríkjunum sem ekki einungis er sjálfkeyrandi heldur einnig búin forláta ofni til að halda pizzunni heitri. Stefna fyrirtækin á að gera pizzusendla óþarfa og því mun enginn ganga með pizzuna upp að dyrum og hringja bjöllunni. Þess í stað munu viðskiptavinirnir þurfa að labba að bílnum og sækja pizzuna. Það er ekki síst það sem fyrirtækin hafa áhuga á að prófa. „Hvernig munu viðskiptavinir bregðast við því að þurfa að sækja pizzuna? Við þurfum að tryggja að viðmótið sé einfalt og skýrt,“ er haft eftir forstjóra Domino's, Russel Weiner, á vef CNN. Til þess að nálgast pizzuna sína þurfa viðskiptavinirnir að slá inn fjóra tölustafi á lyklaborð sem staðsett er á hlið bílsins. Séu réttir stafir slegnir inn opnast hleri þar sem nálgast má pizzuna. Meðan á prófunum stendur munu verkfræðingur og ökumaður sitja í bílnum en þeim hafa verið gefið skýr fyrirmæli um að aðstoða ekki viðskiptavinina. Þá eru rúður bílsins skyggðar þannig að þeir ættu ekki að verða varir við farþega bílsins. Bíllinn mun aka um götur Ann Arbor í Michigan næstu fimm vikurnar. Gangi prófanir vel verður sjálfkeyrandi bílunum fjölgað og látið á þá reyna í fleiri borgum vestanhafs.Til þess að nálgast pizzuna þarf að slá inn fjóra tölustafi.Dominos Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hver veit nema að í náinni framtíð muni sjálfkeyrandi bíll aka pizzunni til þín? Ford og Domino's prófa nú sérhannaða Ford Fusion-bifreið í Michican í Bandaríkjunum sem ekki einungis er sjálfkeyrandi heldur einnig búin forláta ofni til að halda pizzunni heitri. Stefna fyrirtækin á að gera pizzusendla óþarfa og því mun enginn ganga með pizzuna upp að dyrum og hringja bjöllunni. Þess í stað munu viðskiptavinirnir þurfa að labba að bílnum og sækja pizzuna. Það er ekki síst það sem fyrirtækin hafa áhuga á að prófa. „Hvernig munu viðskiptavinir bregðast við því að þurfa að sækja pizzuna? Við þurfum að tryggja að viðmótið sé einfalt og skýrt,“ er haft eftir forstjóra Domino's, Russel Weiner, á vef CNN. Til þess að nálgast pizzuna sína þurfa viðskiptavinirnir að slá inn fjóra tölustafi á lyklaborð sem staðsett er á hlið bílsins. Séu réttir stafir slegnir inn opnast hleri þar sem nálgast má pizzuna. Meðan á prófunum stendur munu verkfræðingur og ökumaður sitja í bílnum en þeim hafa verið gefið skýr fyrirmæli um að aðstoða ekki viðskiptavinina. Þá eru rúður bílsins skyggðar þannig að þeir ættu ekki að verða varir við farþega bílsins. Bíllinn mun aka um götur Ann Arbor í Michigan næstu fimm vikurnar. Gangi prófanir vel verður sjálfkeyrandi bílunum fjölgað og látið á þá reyna í fleiri borgum vestanhafs.Til þess að nálgast pizzuna þarf að slá inn fjóra tölustafi.Dominos
Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira