Framkvæmdastjóri Bláa lónsins látinn fara Hörður Ægisson skrifar 4. september 2017 15:02 Dagný Hrönn Pétursdóttir hefur starfað hjá Bláa lóninu frá árinu 2007. Dagný Hrönn Pétursdóttir, sem hefur verið framkvæmdastjóri Bláa lónsins um árabil, hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Var henni tilkynnt um uppsögnina síðastliðinn þriðjudag, samkvæmt heimildum Vísis. Grímur Sæmundsen, forstjóri og einn stærsti hluthafi Bláa lónsins, segir í samtali við Vísir að uppsögnin sé liður í endurskipulagningu fyrirtækisins en auk þess hafi þrír aðrir starfsmenn Bláa lónsins verið látnir fara. Ekki standi til að ráða að nýju í starf framkvæmdastjóra Bláa lónsins. Dagný hefur starfað hjá Bláa lóninu allt frá árinu 2007. Hún á óbeint rúmlega 0,8 prósents hlut í Bláa lóninu í gegnum eignarhald sitt í Keilu ehf. sem heldur utan um 9,23 prósenta hlut í fyrirtækinu. Þá situr Dagný í stjórnum ýmissa dótturfélaga Bláa lónsins. Bláa lónið er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og hefur vöxtur fyrirækisins verið ævintýranlegur á undanförnum árum. Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Þannig hafa tekjur Bláa lónsins meira en þrefaldast frá árinu 2012. Fyrr í sumar barst tilboð í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu upp á 11 milljarða króna en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu tilboðinu. Var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, eins upplýst var um í Fréttablaðinu. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á samtals um 37 milljarða. Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Dagný Hrönn Pétursdóttir, sem hefur verið framkvæmdastjóri Bláa lónsins um árabil, hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Var henni tilkynnt um uppsögnina síðastliðinn þriðjudag, samkvæmt heimildum Vísis. Grímur Sæmundsen, forstjóri og einn stærsti hluthafi Bláa lónsins, segir í samtali við Vísir að uppsögnin sé liður í endurskipulagningu fyrirtækisins en auk þess hafi þrír aðrir starfsmenn Bláa lónsins verið látnir fara. Ekki standi til að ráða að nýju í starf framkvæmdastjóra Bláa lónsins. Dagný hefur starfað hjá Bláa lóninu allt frá árinu 2007. Hún á óbeint rúmlega 0,8 prósents hlut í Bláa lóninu í gegnum eignarhald sitt í Keilu ehf. sem heldur utan um 9,23 prósenta hlut í fyrirtækinu. Þá situr Dagný í stjórnum ýmissa dótturfélaga Bláa lónsins. Bláa lónið er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og hefur vöxtur fyrirækisins verið ævintýranlegur á undanförnum árum. Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Þannig hafa tekjur Bláa lónsins meira en þrefaldast frá árinu 2012. Fyrr í sumar barst tilboð í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu upp á 11 milljarða króna en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu tilboðinu. Var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, eins upplýst var um í Fréttablaðinu. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á samtals um 37 milljarða.
Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent