Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. september 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er hinn óánægðasti með boð útvaldra í lax. vísir/stefán „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Að ríkisfyrirtæki bjóði útvöldum í laxveiðiferðir er eitthvað sem átti að sökkva með hruninu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um laxveiðiboðsferð Íslandsbanka sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ekkert í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki bannar boðsferðir. Formaður VR segir að ef stjórnendur bankanna geti ekki stýrt fyrirtækjunum í takt við það siðferði sem almenningur kallar eftir, beri að skipta þeim út. „Af því sem við heyrum innan úr fjármálakerfinu þá er spenna í gangi, kaupréttir, launaskrið og annað sem við eigum ekki að láta bjóða okkur. Að horfa upp á þetta enn eina ferðina sigla í sama farið. Sérstaklega ekki hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings.“ Þrátt fyrir að vera að fullu í eigu ríkisins, er Íslandsbanki undanþeginn upplýsingaskyldu og ber því ekki að upplýsa hverjum var boðið í umrædda laxveiðiferð né hver kostnaðurinn var. Ragnar furðar sig á því. „Þeim á að vera skylt að upplýsa tafarlaust hverjum var boðið og á hvaða forsendum.“ Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að ekkert sé að finna um boðsferðir í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem taki fyrir þær. Bendir hann á að stefnan sé undirbúin í fjármálaráðuneytinu. Ekkert þar banni fyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum í veiði. „Dagleg stjórnun bankans er á forræði bankastjóra og yfirstjórn er í höndum stjórnar bankans. Það er ekkert um þetta í eigendastefnunni og þetta er ekki eitthvað sem tekið verður fyrir á hluthafafundi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Að ríkisfyrirtæki bjóði útvöldum í laxveiðiferðir er eitthvað sem átti að sökkva með hruninu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um laxveiðiboðsferð Íslandsbanka sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ekkert í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki bannar boðsferðir. Formaður VR segir að ef stjórnendur bankanna geti ekki stýrt fyrirtækjunum í takt við það siðferði sem almenningur kallar eftir, beri að skipta þeim út. „Af því sem við heyrum innan úr fjármálakerfinu þá er spenna í gangi, kaupréttir, launaskrið og annað sem við eigum ekki að láta bjóða okkur. Að horfa upp á þetta enn eina ferðina sigla í sama farið. Sérstaklega ekki hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings.“ Þrátt fyrir að vera að fullu í eigu ríkisins, er Íslandsbanki undanþeginn upplýsingaskyldu og ber því ekki að upplýsa hverjum var boðið í umrædda laxveiðiferð né hver kostnaðurinn var. Ragnar furðar sig á því. „Þeim á að vera skylt að upplýsa tafarlaust hverjum var boðið og á hvaða forsendum.“ Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að ekkert sé að finna um boðsferðir í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem taki fyrir þær. Bendir hann á að stefnan sé undirbúin í fjármálaráðuneytinu. Ekkert þar banni fyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum í veiði. „Dagleg stjórnun bankans er á forræði bankastjóra og yfirstjórn er í höndum stjórnar bankans. Það er ekkert um þetta í eigendastefnunni og þetta er ekki eitthvað sem tekið verður fyrir á hluthafafundi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00