Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. september 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er hinn óánægðasti með boð útvaldra í lax. vísir/stefán „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Að ríkisfyrirtæki bjóði útvöldum í laxveiðiferðir er eitthvað sem átti að sökkva með hruninu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um laxveiðiboðsferð Íslandsbanka sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ekkert í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki bannar boðsferðir. Formaður VR segir að ef stjórnendur bankanna geti ekki stýrt fyrirtækjunum í takt við það siðferði sem almenningur kallar eftir, beri að skipta þeim út. „Af því sem við heyrum innan úr fjármálakerfinu þá er spenna í gangi, kaupréttir, launaskrið og annað sem við eigum ekki að láta bjóða okkur. Að horfa upp á þetta enn eina ferðina sigla í sama farið. Sérstaklega ekki hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings.“ Þrátt fyrir að vera að fullu í eigu ríkisins, er Íslandsbanki undanþeginn upplýsingaskyldu og ber því ekki að upplýsa hverjum var boðið í umrædda laxveiðiferð né hver kostnaðurinn var. Ragnar furðar sig á því. „Þeim á að vera skylt að upplýsa tafarlaust hverjum var boðið og á hvaða forsendum.“ Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að ekkert sé að finna um boðsferðir í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem taki fyrir þær. Bendir hann á að stefnan sé undirbúin í fjármálaráðuneytinu. Ekkert þar banni fyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum í veiði. „Dagleg stjórnun bankans er á forræði bankastjóra og yfirstjórn er í höndum stjórnar bankans. Það er ekkert um þetta í eigendastefnunni og þetta er ekki eitthvað sem tekið verður fyrir á hluthafafundi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Að ríkisfyrirtæki bjóði útvöldum í laxveiðiferðir er eitthvað sem átti að sökkva með hruninu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um laxveiðiboðsferð Íslandsbanka sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ekkert í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki bannar boðsferðir. Formaður VR segir að ef stjórnendur bankanna geti ekki stýrt fyrirtækjunum í takt við það siðferði sem almenningur kallar eftir, beri að skipta þeim út. „Af því sem við heyrum innan úr fjármálakerfinu þá er spenna í gangi, kaupréttir, launaskrið og annað sem við eigum ekki að láta bjóða okkur. Að horfa upp á þetta enn eina ferðina sigla í sama farið. Sérstaklega ekki hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings.“ Þrátt fyrir að vera að fullu í eigu ríkisins, er Íslandsbanki undanþeginn upplýsingaskyldu og ber því ekki að upplýsa hverjum var boðið í umrædda laxveiðiferð né hver kostnaðurinn var. Ragnar furðar sig á því. „Þeim á að vera skylt að upplýsa tafarlaust hverjum var boðið og á hvaða forsendum.“ Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að ekkert sé að finna um boðsferðir í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem taki fyrir þær. Bendir hann á að stefnan sé undirbúin í fjármálaráðuneytinu. Ekkert þar banni fyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum í veiði. „Dagleg stjórnun bankans er á forræði bankastjóra og yfirstjórn er í höndum stjórnar bankans. Það er ekkert um þetta í eigendastefnunni og þetta er ekki eitthvað sem tekið verður fyrir á hluthafafundi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent