Mikilvægast að skilja hvar mesta áhættan er Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. júní 2017 12:12 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra Vísir/Eyþór Þegar meta á hvort aðskilja eigi viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi verður að taka tillit til þeirra úrbóta sem hafa verið gerðir á starfsumhverfi fjármálafyrirtækja í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Þetta er niðurstaða starfshóps sem fékk það hlutverk að skoða kosti og galla þess að aðskilja þessa starfsemi innan íslenskra fjármálafyrirtækja. Starfshópurinn hefur skilað skýrslu sinni til fjármála- og efnahagsráðherra og var hún kynnt í fjármálaráðuneytinu í dag. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að skipa hóp sérfræðinga til að vinna úr niðurstöðum nefndarinnar. Á íslandi er bæði fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi innan allra stærstu bankanna. „Það var ekki meiningin með þessum hópi að skera úr um það með hvaða hætti þetta eigi að vera. Á endanum verður það alltaf pólitísk spurning en ég hef fundið það á störfum mínum á Alþingi að það sé samhljómur um ýmsa þætti málsins. Samhljómurinn er aðallega að allir vilji draga úr áhættu. Það sem skiptir máli er að við skiljum hvar mesta áhættan er,” segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt starf, það er búið að deila mjög lengi um þetta og stundum hefur verið deilt af þekkingu og stundum af vissum fordómum. Mér finnst stundum sem það sé verið að setja fram tillögur til að breyta ástandinu eins og það var árið 2008. Nú eru níu ár liðin síðan og það er mjög margt sem hefur verið gert til að auka öryggi í bankastarfsemi.” Engin ein skilgreining er til um hvað fellur undir viðskiptabankastarfsemi eða fjárfestingarbankastarfsemi fjármálafyrirtækja og hvar mörkin þar á milli liggja. Undir viðskiptabankastarfsemi er þó hægt að setja útlánastarfsemi til einstaklinga, greiðsluþjónustu og viðtöku og geymslu innlána. Undir fjárfestingarbankastarfsemi mætti þá setja eigin viðskipti fjármálafyrirtækja og tengsl við ýmsar tegundir sérhæfðra sjóða. Í skýrslunni er fjallað um hvort þörf sé á frekari kerfisbreytingum hér á landi umfram þær sem hafa verið gerðar frá fjármálahruninu árið 2008. Þrjár meginleiðir voru skoðaðar sem gætu komið til greina. Sú fyrsta er að starfsumhverfi fjármálafyrirtækja hér á landi byggi á þeim kerfisumbótum sem nú þegar hafa átt sér stað eftir fjármálahrunið árið 2008 eða eru nú í þróun. Miklar breytingar hafi þegar átt sér stað og fleiri breytingar séu væntanlegar. Önnur leiðin er svokölluð bannregla sem feli í sér að viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi verði aðskilin í samræmi við erlendar fyrirmyndir. Eigin viðskipti fjármálafyrirtækja yrðu bönnuð ásamt fjárfestingum og lánveitingum til tiltekinna sérhæfðraa sjóða. Þriðja leiðin er að fjárfestingarbankastarfsemi innan alhliða banka verði áfram heimiluð með því skilyrði að hún sé innan skilgreindra hlutfalla og að áhættu sem af henni stafar verði mætt með fullnægjandi hætti. Þegar hlutfalli milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi væri náð þyrftu fjármálafyrirtæki að skila áætlun um úrbætur, hætta starfsemi, minnka hana, hækka eiginfjárgrunn eða færa starfsemi í sérstakt félag. Þessi leið er nefnd sem ákveðin málamiðlun á milli hinna tveggja tillaganna.Leifur Arnkell Skarphéðinsson, formaður starfshópsins.Vísir/EyþórGallarnir vega þyngra Í skýrslunni er einnig farið yfir kosti og galla hinar svokölluðu bannreglu. Meðal kostanna sem taldir eru upp eru að áhættusamasta fjárfestingarbankastarfsemin yrði aðskilin frá innlánsstarfsemi og þar með yrði dregið úr freistnivanda vegna innstæðutrygginga. Þá myndi flækjustig starfseminnar minnka og starfsemi beggja eininga yrði gagnsærri og áhættustýring auðveldari, sem myndi svo einfalda viðbrögð við rekstrarerfiðleikum eða falli fjármálafyrirtækis. Smitáhætta milli fjárfestingarbankastarfsemi og innlánsstarfsemi minnkar og ef vel tækist til við gerð slíkra reglna minnkar kerfisáhætta og fjármálastöðugleiki eykst. Þá er einnig nefnt að slík regla myndi minnka líkur á að rekstrarerfiðleikar leiði til útgjalda fyrir ríkissjóð þar sem einungis kæmi til álita að veita kjarnastarfsemi viðskiptabanka aðstoð en ekki fjárfestingarbankastarfsemi. Ókostirnir við slíka reglu eru þó einnig taldir vera nokkrir. Hún gæti dregið úr kostum alhliða viðskiptabankamódelsins og líklegt er að kostnaður viðskiptavina hækki í formi vaxta og þjónustugjalda. Þá er talið líklegt að að minnsta kosti hluti fjárfestingarbankastarfsemi myndi færast yfir í skuggabankakerfið og að stjórnvöld hefðu takmarkaða yfirsýn yfir áhættu og heimildir til að takast á við áhættu. Þá er það sagt erfitt að skilgreina þá fjárfestingarbankastarfsemi sem ætti að banna og að ef illa sé staðið að slíkri afmörkun nái slík regla ekki markmiðum sínum og hefði óþarfa kostnað í för með sér. Kostirnir sem nefndir eru vega þyngra ef fjárfestingarbankastarfsemi er umfangsmikil. Ókostirnir eru í flestum tilfellum tengdir kostnaði eða óhagræðis sem falli til óháða umfangi fjárfestingarbankastarfsemi. Það er því líklegt að ókostirnir vegi þyngra en kostirnir miðað við núverandi aðstæður, að sögn nefndar. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem muni vinna úr niðurstöðum starfshópsins og eiga niðurstöður þess hóps að liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Fjármálaráðherra mun skipa þrjá fulltrúa og mun stjórnarandstaðan tilnefna tvo sérfræðinga. Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Þegar meta á hvort aðskilja eigi viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi verður að taka tillit til þeirra úrbóta sem hafa verið gerðir á starfsumhverfi fjármálafyrirtækja í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Þetta er niðurstaða starfshóps sem fékk það hlutverk að skoða kosti og galla þess að aðskilja þessa starfsemi innan íslenskra fjármálafyrirtækja. Starfshópurinn hefur skilað skýrslu sinni til fjármála- og efnahagsráðherra og var hún kynnt í fjármálaráðuneytinu í dag. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að skipa hóp sérfræðinga til að vinna úr niðurstöðum nefndarinnar. Á íslandi er bæði fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi innan allra stærstu bankanna. „Það var ekki meiningin með þessum hópi að skera úr um það með hvaða hætti þetta eigi að vera. Á endanum verður það alltaf pólitísk spurning en ég hef fundið það á störfum mínum á Alþingi að það sé samhljómur um ýmsa þætti málsins. Samhljómurinn er aðallega að allir vilji draga úr áhættu. Það sem skiptir máli er að við skiljum hvar mesta áhættan er,” segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt starf, það er búið að deila mjög lengi um þetta og stundum hefur verið deilt af þekkingu og stundum af vissum fordómum. Mér finnst stundum sem það sé verið að setja fram tillögur til að breyta ástandinu eins og það var árið 2008. Nú eru níu ár liðin síðan og það er mjög margt sem hefur verið gert til að auka öryggi í bankastarfsemi.” Engin ein skilgreining er til um hvað fellur undir viðskiptabankastarfsemi eða fjárfestingarbankastarfsemi fjármálafyrirtækja og hvar mörkin þar á milli liggja. Undir viðskiptabankastarfsemi er þó hægt að setja útlánastarfsemi til einstaklinga, greiðsluþjónustu og viðtöku og geymslu innlána. Undir fjárfestingarbankastarfsemi mætti þá setja eigin viðskipti fjármálafyrirtækja og tengsl við ýmsar tegundir sérhæfðra sjóða. Í skýrslunni er fjallað um hvort þörf sé á frekari kerfisbreytingum hér á landi umfram þær sem hafa verið gerðar frá fjármálahruninu árið 2008. Þrjár meginleiðir voru skoðaðar sem gætu komið til greina. Sú fyrsta er að starfsumhverfi fjármálafyrirtækja hér á landi byggi á þeim kerfisumbótum sem nú þegar hafa átt sér stað eftir fjármálahrunið árið 2008 eða eru nú í þróun. Miklar breytingar hafi þegar átt sér stað og fleiri breytingar séu væntanlegar. Önnur leiðin er svokölluð bannregla sem feli í sér að viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi verði aðskilin í samræmi við erlendar fyrirmyndir. Eigin viðskipti fjármálafyrirtækja yrðu bönnuð ásamt fjárfestingum og lánveitingum til tiltekinna sérhæfðraa sjóða. Þriðja leiðin er að fjárfestingarbankastarfsemi innan alhliða banka verði áfram heimiluð með því skilyrði að hún sé innan skilgreindra hlutfalla og að áhættu sem af henni stafar verði mætt með fullnægjandi hætti. Þegar hlutfalli milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi væri náð þyrftu fjármálafyrirtæki að skila áætlun um úrbætur, hætta starfsemi, minnka hana, hækka eiginfjárgrunn eða færa starfsemi í sérstakt félag. Þessi leið er nefnd sem ákveðin málamiðlun á milli hinna tveggja tillaganna.Leifur Arnkell Skarphéðinsson, formaður starfshópsins.Vísir/EyþórGallarnir vega þyngra Í skýrslunni er einnig farið yfir kosti og galla hinar svokölluðu bannreglu. Meðal kostanna sem taldir eru upp eru að áhættusamasta fjárfestingarbankastarfsemin yrði aðskilin frá innlánsstarfsemi og þar með yrði dregið úr freistnivanda vegna innstæðutrygginga. Þá myndi flækjustig starfseminnar minnka og starfsemi beggja eininga yrði gagnsærri og áhættustýring auðveldari, sem myndi svo einfalda viðbrögð við rekstrarerfiðleikum eða falli fjármálafyrirtækis. Smitáhætta milli fjárfestingarbankastarfsemi og innlánsstarfsemi minnkar og ef vel tækist til við gerð slíkra reglna minnkar kerfisáhætta og fjármálastöðugleiki eykst. Þá er einnig nefnt að slík regla myndi minnka líkur á að rekstrarerfiðleikar leiði til útgjalda fyrir ríkissjóð þar sem einungis kæmi til álita að veita kjarnastarfsemi viðskiptabanka aðstoð en ekki fjárfestingarbankastarfsemi. Ókostirnir við slíka reglu eru þó einnig taldir vera nokkrir. Hún gæti dregið úr kostum alhliða viðskiptabankamódelsins og líklegt er að kostnaður viðskiptavina hækki í formi vaxta og þjónustugjalda. Þá er talið líklegt að að minnsta kosti hluti fjárfestingarbankastarfsemi myndi færast yfir í skuggabankakerfið og að stjórnvöld hefðu takmarkaða yfirsýn yfir áhættu og heimildir til að takast á við áhættu. Þá er það sagt erfitt að skilgreina þá fjárfestingarbankastarfsemi sem ætti að banna og að ef illa sé staðið að slíkri afmörkun nái slík regla ekki markmiðum sínum og hefði óþarfa kostnað í för með sér. Kostirnir sem nefndir eru vega þyngra ef fjárfestingarbankastarfsemi er umfangsmikil. Ókostirnir eru í flestum tilfellum tengdir kostnaði eða óhagræðis sem falli til óháða umfangi fjárfestingarbankastarfsemi. Það er því líklegt að ókostirnir vegi þyngra en kostirnir miðað við núverandi aðstæður, að sögn nefndar. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem muni vinna úr niðurstöðum starfshópsins og eiga niðurstöður þess hóps að liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Fjármálaráðherra mun skipa þrjá fulltrúa og mun stjórnarandstaðan tilnefna tvo sérfræðinga.
Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent