Tímabært að gerbreyta kjörum aldraðra! Björgvin Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Hvað eiga eldri borgarar og öryrkjar, sem hafa eingöngu „strípaðan“ lífeyri frá TR, að lepja dauðann úr skel lengi? Ríkisstjórnin segir, að það sé góðæri í landinu. Alla vega er uppsveifla í efnahagslífinu. Gífurlegur ferðamannastraumur á stærsta þáttinn í þeirri uppsveiflu. Væri ekki rétt, á meðan uppsveiflan er, að koma lífeyrismálum aldraðra og öryrkja í viðunandi horf? Ég tel svo vera. Notum uppsveifluna til þess að búa betur að öldruðum og öryrkjum. Hættum að láta lífeyrisfólk „lifa“ af 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt. Hækkum þá upphæð í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Á næsta ári hækka lágmarkslaun á mánuði í 300 þúsund kr. fyrir skatt. Það er of lítið. Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að hafa að lágmarki 400 þúsund fyrir skatt. Og að sjálfsögðu eiga lágmarkslaun að vera a.m.k. þessi fjárhæð. Telur einhver þetta of mikið til þess að lifa af? Nei, þetta er ekki of mikið. Þetta er aðeins brot af launum þingmanna, ráðherra og embættismanna. En ráðamenn í þessu landi vilja hafa mismunun í launum; þeir vilja hafa ójöfnuð í landinu. Ég er andvígur því. Ég vil stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Og ég tel, að launamismunur sé orðinn alltof mikill. Það þarf að draga úr honum á ný. Við höfum ekkert að gera við svona mikinn launamun; við höfum ekkert að gera við svona mikinn ójöfnuð. 197 þúsund kr. - 230 þúsund á mánuði eftir skatt eru þær upphæðir, sem ríkisvaldið skammtar eldri borgurum og öryrkjum, sem eingöngu hafa tekjur frá TR., eftir því hvort um gifta eða einhleypa er að ræða. Þetta eru skammarlega lágar upphæðir og furðulegt, að ríkisstjórn og Alþingi láti sér sæma að skammta þeim lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja svo smánarlegar upphæðir. Þeir eldri borgarar, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru lítið betur settir en þeir sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Það er vegna skerðinganna. Kjör eldri borgara eru mjög misjöfn. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru yfirleitt mun betur settir en hinir sem búa í leiguhúsnæði eða skuldugu eigin húsnæði. Ríkisvaldið fer illa með sína eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Í stað þess, að þeir eigi áhyggjulaust ævikvöld kvíða margir þeirra morgundeginum vegna slæmra kjara. Er ekki kominn tími til þess að breyta þessu. Er ekki tímabært að gerbreyta kjörum eldri borgara; skapa þeim góð kjör á efri árum. Ég tel það. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað eiga eldri borgarar og öryrkjar, sem hafa eingöngu „strípaðan“ lífeyri frá TR, að lepja dauðann úr skel lengi? Ríkisstjórnin segir, að það sé góðæri í landinu. Alla vega er uppsveifla í efnahagslífinu. Gífurlegur ferðamannastraumur á stærsta þáttinn í þeirri uppsveiflu. Væri ekki rétt, á meðan uppsveiflan er, að koma lífeyrismálum aldraðra og öryrkja í viðunandi horf? Ég tel svo vera. Notum uppsveifluna til þess að búa betur að öldruðum og öryrkjum. Hættum að láta lífeyrisfólk „lifa“ af 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt. Hækkum þá upphæð í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Á næsta ári hækka lágmarkslaun á mánuði í 300 þúsund kr. fyrir skatt. Það er of lítið. Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að hafa að lágmarki 400 þúsund fyrir skatt. Og að sjálfsögðu eiga lágmarkslaun að vera a.m.k. þessi fjárhæð. Telur einhver þetta of mikið til þess að lifa af? Nei, þetta er ekki of mikið. Þetta er aðeins brot af launum þingmanna, ráðherra og embættismanna. En ráðamenn í þessu landi vilja hafa mismunun í launum; þeir vilja hafa ójöfnuð í landinu. Ég er andvígur því. Ég vil stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Og ég tel, að launamismunur sé orðinn alltof mikill. Það þarf að draga úr honum á ný. Við höfum ekkert að gera við svona mikinn launamun; við höfum ekkert að gera við svona mikinn ójöfnuð. 197 þúsund kr. - 230 þúsund á mánuði eftir skatt eru þær upphæðir, sem ríkisvaldið skammtar eldri borgurum og öryrkjum, sem eingöngu hafa tekjur frá TR., eftir því hvort um gifta eða einhleypa er að ræða. Þetta eru skammarlega lágar upphæðir og furðulegt, að ríkisstjórn og Alþingi láti sér sæma að skammta þeim lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja svo smánarlegar upphæðir. Þeir eldri borgarar, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru lítið betur settir en þeir sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Það er vegna skerðinganna. Kjör eldri borgara eru mjög misjöfn. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru yfirleitt mun betur settir en hinir sem búa í leiguhúsnæði eða skuldugu eigin húsnæði. Ríkisvaldið fer illa með sína eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Í stað þess, að þeir eigi áhyggjulaust ævikvöld kvíða margir þeirra morgundeginum vegna slæmra kjara. Er ekki kominn tími til þess að breyta þessu. Er ekki tímabært að gerbreyta kjörum eldri borgara; skapa þeim góð kjör á efri árum. Ég tel það. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar