Auratal Hannes Pétursson skrifar 29. ágúst 2017 07:00 Og svo er það krónan okkar enn og aftur, íslenzka krónan, arðránskrónan, skisófreníska krónan (stundum „hátt uppi“, stundum „langt niðri“). Ég minnist þeirra daga þegar ein íslenzk króna var svo þung á metum að henni var skipt niður í smærri einingar: einseyringa, tveggjeyringa og svo framvegis. Á kreppuárunum þóttumst við krakkarnir vel stæðir, lægi tíeyringur í vasanum. Fyrir tveggjeyring gat maður jafnvel keypt sér bolsíu. Sá okkar sem átti krónkall var grósseri. Ekki man ég til þess að sú króna sem hófst á einseyringi væri forðum höfð í hávegum sem eitt helzta kennitákn fullveldisins, en kannski stafar það af rangminni. Ég held þó sannast að fullveldiskrónan (sem slík!) hafi ekki orðið til fyrr en talsvert leið á fullveldistímann og sérsniðnir þjóðvinir fóru að láta að sér kveða. Hvað um það, eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði fullveldisaurunum, einseyringar hurfu, tveggjeyringar hurfu og síðan hinir smáaurarnir koll af kolli. Loks stóð eftir ein ný króna, því gamla krónan var leidd til slátrunar þegar tvö fullveldisnúll voru skorin af hundraðkallinum. Og nú dettur engum manni sú firra í hug að hafa fullveldisaura innan nýju fullveldiskrónunnar, enda bíður hennar hvort sem er fátt annað en líksöngur og amen. Sumarið 1930 var haldin geysimikil alþingishátíð á Þingvöllum við Öxará svo sem flestir vita. Af því tilefni voru gefin út vegleg frímerki til heiðurs löggjafarsamkomunni, landi og þjóð. Verðgildi eins merkisins hljóðaði upp á þrjá aura. Það þótti henta eins og þá hagaði til um burðargjöld. Póstburðargjöld, skráð á frímerki, fóru vitanlega sömu leið og smáaurarnir gömlu: eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði auramerkjunum. Og gott betur, því yfirvöld hafa meira að segja sleppt þeim tittlingaskít að tilgreina verðgildi frímerkja í krónum, á merkjunum er um þessar mundir einungis vísað til þyngdar póstsendingar í grömmum. Nú geta menn sagt hvort heldur sem þeir kjósa: að á þessu tiltekna sviði, í póstburðargjöldunum, hafi íslenzka krónan fallið úr hor ellegar hitt að þarna hafi hún loks náð fyllsta og æðsta jafnvægi, risið til þeirra hæða sem kallast í dulvísi nirvana, en á því stigi leysast uppallar útlínur, öll jarðarbönd og við tekur algleymi. Næsta ár verður þess minnzt að öld er liðin frá stofnun fullveldis hér á landi. Þá munu sjálfstæðismenn, framsóknarmenn, vinstri grænir og fleiri varðhaldsenglar okkar Íslendinga vegsama krónuna sem aldrei fyrr. Og trúlega verður gefin út henni til lofs frímerkjasería með svo og svo mörgum fullveldisgrömmum, allt eftir þörfum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hannes Pétursson Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Og svo er það krónan okkar enn og aftur, íslenzka krónan, arðránskrónan, skisófreníska krónan (stundum „hátt uppi“, stundum „langt niðri“). Ég minnist þeirra daga þegar ein íslenzk króna var svo þung á metum að henni var skipt niður í smærri einingar: einseyringa, tveggjeyringa og svo framvegis. Á kreppuárunum þóttumst við krakkarnir vel stæðir, lægi tíeyringur í vasanum. Fyrir tveggjeyring gat maður jafnvel keypt sér bolsíu. Sá okkar sem átti krónkall var grósseri. Ekki man ég til þess að sú króna sem hófst á einseyringi væri forðum höfð í hávegum sem eitt helzta kennitákn fullveldisins, en kannski stafar það af rangminni. Ég held þó sannast að fullveldiskrónan (sem slík!) hafi ekki orðið til fyrr en talsvert leið á fullveldistímann og sérsniðnir þjóðvinir fóru að láta að sér kveða. Hvað um það, eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði fullveldisaurunum, einseyringar hurfu, tveggjeyringar hurfu og síðan hinir smáaurarnir koll af kolli. Loks stóð eftir ein ný króna, því gamla krónan var leidd til slátrunar þegar tvö fullveldisnúll voru skorin af hundraðkallinum. Og nú dettur engum manni sú firra í hug að hafa fullveldisaura innan nýju fullveldiskrónunnar, enda bíður hennar hvort sem er fátt annað en líksöngur og amen. Sumarið 1930 var haldin geysimikil alþingishátíð á Þingvöllum við Öxará svo sem flestir vita. Af því tilefni voru gefin út vegleg frímerki til heiðurs löggjafarsamkomunni, landi og þjóð. Verðgildi eins merkisins hljóðaði upp á þrjá aura. Það þótti henta eins og þá hagaði til um burðargjöld. Póstburðargjöld, skráð á frímerki, fóru vitanlega sömu leið og smáaurarnir gömlu: eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði auramerkjunum. Og gott betur, því yfirvöld hafa meira að segja sleppt þeim tittlingaskít að tilgreina verðgildi frímerkja í krónum, á merkjunum er um þessar mundir einungis vísað til þyngdar póstsendingar í grömmum. Nú geta menn sagt hvort heldur sem þeir kjósa: að á þessu tiltekna sviði, í póstburðargjöldunum, hafi íslenzka krónan fallið úr hor ellegar hitt að þarna hafi hún loks náð fyllsta og æðsta jafnvægi, risið til þeirra hæða sem kallast í dulvísi nirvana, en á því stigi leysast uppallar útlínur, öll jarðarbönd og við tekur algleymi. Næsta ár verður þess minnzt að öld er liðin frá stofnun fullveldis hér á landi. Þá munu sjálfstæðismenn, framsóknarmenn, vinstri grænir og fleiri varðhaldsenglar okkar Íslendinga vegsama krónuna sem aldrei fyrr. Og trúlega verður gefin út henni til lofs frímerkjasería með svo og svo mörgum fullveldisgrömmum, allt eftir þörfum. Höfundur er rithöfundur.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun