Fjárfestum í leikskólum landsins – þar er arður framtíðarinnar Anna Karólína Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Special Olympics á Íslandi hóf árið 2015 innleiðingu YAP á Íslandi en það er alþjóðaverkefni sem hefur að markmiði að öll börn, fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi og vonast er til að innleiðing YAP eða Young Athlete Project hafi áhrif til framtíðar varðandi þátttöku barna í íþróttastarfi. Alþjóðasamtök Special Olympics voru sett á fót af Kennedy fjölskyldunni árið 1968. Öll verkefni taka mið af því að hægt sé að skapa aðstæður til að allir geti notið sín á eigin verðleikum. YAP var þróað í samstarfi við háskóla í Boston, myndrænt og einfalt aðgengi er að ókeypis fræðsluefni en taka þurfti mið af mismunandi aðstæðum í aðildarlöndum SOI. www.specialolympics.org Með einföldu prófi er skoðað hvort ástæða sé til að börnin fái aukatíma í hreyfiþjálfun en einnig getur markviss hreyfiþjálfun sem fléttast inn í dagleg verkefni haft jákvæð áhrif. Áhersla er lögð á að bregðast við sé ástæða til þannig að börnin fái tækifæri til að eflast og styrkjast. Auk þess sem aðildarfélög ÍF hafa verið hvött til að efla starf fyrir ung börn hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við leikskóla og að öll börn séu þar þátttakendur. YAP verkefnið hefur verið kynnt í leikskólum í nokkrum sveitarfélögum og kynningardagar hafa verið haldnir í Reykjanesbæ og á Akureyri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að upplifa þann mikla áhuga og eldmóð sem er til staðar hjá leikskólastjórum og starfsfólki sem er mjög meðvitað um gildi snemmtækrar íhlutunar. Þrátt fyrir að margir leikskólar á Íslandi hafi starfað markvisst að hreyfiþjálfun barna, ekki síst heilsuleikskólar, hefur undantekningarlaust verið áhugi á að nýta YAP-fræðsluefnið. Mörg aðildarlönd SOI taka þátt í YAP og því gefst tækifæri til alþjóðasamstarfs. Fyrst og fremst er þó markmið að efla og styrkja hreyfifærni ungra barna og stuðla að færni til framtíðar. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að fá tækifæri til að heimsækja leikskóla landsins og hitta fólk sem brennur af áhuga og eldmóði þegar kemur að hagsmunum barna. Á sama tíma og stefna er sett um heilsueflandi sveitarfélög, skóla og stofnanir er mikilvægt að horfa til þess starfs sem er að skila markvissum arði til framtíðar. Að skapa umhverfi og aðstæður sem gera kleift að efla og auka hreyfifærni ungra barna hlýtur að vera forvarnarstarf sem skilar ómældum arði til framtíðar. Yfirumsjón með hreyfiþjálfun þyrfti að vera í höndum sérmenntaðs starfsmanns, það hlýtur að vera sérhæft faglegt verkefni að bera ábyrgð á markvissri hreyfiþjálfun barna í leikskólum landsins. Af einhverjum ástæðum virðist ekki gert ráð fyrir starfsheitinu „íþróttafræðingur“ í leikskólum. Nokkrir leikskólar hafa þó ráðið íþróttafræðing og aðrir reyna að leita ýmissa leiða til að bæta upp þennan þátt með aðstoð starfsfólks sem hefur reynslu af íþróttastarfi og þjálfun. Stefnt er að því að halda áfram kynningarstarfi YAP á Íslandi í öllum landshlutum og koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um að fylgja eftir þessu starfi. Íþróttafélög, sérsambönd, ungmennafélög og ÍSÍ auk ÍF þurfa að taka sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái tækifæri til að taka virkan þátt í markvissri hreyfiþjálfun. Eftir útskrift úr leikskóla verður ferlið óljóst og þar er verk að vinna. Það eru ekki síst þjálfarar sem gegna lykilhlutverki í því að börn njóti íþróttaæfinga. Börn með sérþarfir eða skerta hreyfifærni eiga eins og önnur börn að njóta sín í íþróttastarfi, sama hvar á landinu þau búa. Um leið og þakkir eru færðar til samstarfsaðila YAP á Íslandi þá óskar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, leikskólastjórum og starfsfólki til hamingju með frábært starf. Starf sem skilar ómældum arði og er fjárfesting til framtíðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Special Olympics á Íslandi hóf árið 2015 innleiðingu YAP á Íslandi en það er alþjóðaverkefni sem hefur að markmiði að öll börn, fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi og vonast er til að innleiðing YAP eða Young Athlete Project hafi áhrif til framtíðar varðandi þátttöku barna í íþróttastarfi. Alþjóðasamtök Special Olympics voru sett á fót af Kennedy fjölskyldunni árið 1968. Öll verkefni taka mið af því að hægt sé að skapa aðstæður til að allir geti notið sín á eigin verðleikum. YAP var þróað í samstarfi við háskóla í Boston, myndrænt og einfalt aðgengi er að ókeypis fræðsluefni en taka þurfti mið af mismunandi aðstæðum í aðildarlöndum SOI. www.specialolympics.org Með einföldu prófi er skoðað hvort ástæða sé til að börnin fái aukatíma í hreyfiþjálfun en einnig getur markviss hreyfiþjálfun sem fléttast inn í dagleg verkefni haft jákvæð áhrif. Áhersla er lögð á að bregðast við sé ástæða til þannig að börnin fái tækifæri til að eflast og styrkjast. Auk þess sem aðildarfélög ÍF hafa verið hvött til að efla starf fyrir ung börn hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við leikskóla og að öll börn séu þar þátttakendur. YAP verkefnið hefur verið kynnt í leikskólum í nokkrum sveitarfélögum og kynningardagar hafa verið haldnir í Reykjanesbæ og á Akureyri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að upplifa þann mikla áhuga og eldmóð sem er til staðar hjá leikskólastjórum og starfsfólki sem er mjög meðvitað um gildi snemmtækrar íhlutunar. Þrátt fyrir að margir leikskólar á Íslandi hafi starfað markvisst að hreyfiþjálfun barna, ekki síst heilsuleikskólar, hefur undantekningarlaust verið áhugi á að nýta YAP-fræðsluefnið. Mörg aðildarlönd SOI taka þátt í YAP og því gefst tækifæri til alþjóðasamstarfs. Fyrst og fremst er þó markmið að efla og styrkja hreyfifærni ungra barna og stuðla að færni til framtíðar. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að fá tækifæri til að heimsækja leikskóla landsins og hitta fólk sem brennur af áhuga og eldmóði þegar kemur að hagsmunum barna. Á sama tíma og stefna er sett um heilsueflandi sveitarfélög, skóla og stofnanir er mikilvægt að horfa til þess starfs sem er að skila markvissum arði til framtíðar. Að skapa umhverfi og aðstæður sem gera kleift að efla og auka hreyfifærni ungra barna hlýtur að vera forvarnarstarf sem skilar ómældum arði til framtíðar. Yfirumsjón með hreyfiþjálfun þyrfti að vera í höndum sérmenntaðs starfsmanns, það hlýtur að vera sérhæft faglegt verkefni að bera ábyrgð á markvissri hreyfiþjálfun barna í leikskólum landsins. Af einhverjum ástæðum virðist ekki gert ráð fyrir starfsheitinu „íþróttafræðingur“ í leikskólum. Nokkrir leikskólar hafa þó ráðið íþróttafræðing og aðrir reyna að leita ýmissa leiða til að bæta upp þennan þátt með aðstoð starfsfólks sem hefur reynslu af íþróttastarfi og þjálfun. Stefnt er að því að halda áfram kynningarstarfi YAP á Íslandi í öllum landshlutum og koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um að fylgja eftir þessu starfi. Íþróttafélög, sérsambönd, ungmennafélög og ÍSÍ auk ÍF þurfa að taka sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái tækifæri til að taka virkan þátt í markvissri hreyfiþjálfun. Eftir útskrift úr leikskóla verður ferlið óljóst og þar er verk að vinna. Það eru ekki síst þjálfarar sem gegna lykilhlutverki í því að börn njóti íþróttaæfinga. Börn með sérþarfir eða skerta hreyfifærni eiga eins og önnur börn að njóta sín í íþróttastarfi, sama hvar á landinu þau búa. Um leið og þakkir eru færðar til samstarfsaðila YAP á Íslandi þá óskar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, leikskólastjórum og starfsfólki til hamingju með frábært starf. Starf sem skilar ómældum arði og er fjárfesting til framtíðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun