Mér þykir fúlt að þessi staða sé komin upp Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2017 07:00 Jón Guðmundsson að dæma leik. Vísir/Anton „Ég er hvorki tilbúinn til að hætta að dæma né þjálfa þannig að þetta er frekar erfið staða,“ segir Jón Guðmundsson körfuboltadómari, sem einnig er yngriflokkaþjálfari hjá Keflavík. Eftir að hafa þjálfað í 33 ár og dæmt í 15 er komið að því að hann verður að velja á milli. Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur gefið það út að dómarar megi ekki lengur þjálfa samhliða dómgæslunni.Ekki setja dómara í erfiða stöðu „Þessi ákvörðun er almenns eðlis og snýr að því að dómarar séu ekki settir í þá stöðu að þurfa að dæma leiki með félaga sínum sem þeir hafa dæmt hjá, stundum kvöldið áður eða seinna auk þess sem slíkt kann að þykja ósanngjarnt gagnvart þriðja aðila,“ segir meðal annars í yfirlýsingu KKÍ um málið. Þar segir einnig að þessi regla hafi verið við lýði undanfarin ár en undanþágur hafi verið veittar. Nú hafi aftur á móti verið ákveðið að fylgja reglunni eftir til hins ítrasta. „Í samtölum við fulltrúa FIBA kom skýrt fram að önnur sjónarmið, hver sem þau kunni að vera, vegi ekki þyngra en þau að allur vafi um hlutleysi eða vanhæfi geti aldrei verið vefengd,“ segir líka í yfirlýsingu KKÍ.Jón Guðmundsson að störfum með þeim Halldóri Geir Jenssyni og Eggerti Þór Aðalsteinssyni.Vísir/ErnirEr í algjörri óvissu Jón getur legið undir feldi í um hálfan mánuð áður en hann tekur ákvörðun um hvað hann ætlar sér að gera næsta vetur; dæma eða þjálfa. „Það er ekkert leyndarmál að mér þykir það vera fúlt að þessi staða sé komin upp. Ég fer fram og til baka með ákvörðunina og núna er ég í algjörri óvissu. Þetta hefur gengið upp hjá mér í öll þessi ár því Keflvíkingar hafa verið mjög sveigjanlegir þegar kemur að dómgæslunni hjá mér,“ segir Jón en það hefur augljóslega verið mikið að gera hjá honum á síðustu árum með öll þessi verkefni. „Ég er ekki í þessu til þess að verða ríkur. Það er alveg klárt. Mér finnst ógeðslega gaman að dæma og þess vegna er ég ekki tilbúinn til að hætta. Maður fær ekki bara drull á vellinum. Maður fær alveg hrós líka þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Jón og hlær dátt. Á öllum þessum árum segist Jón aldrei hafa lent í nokkrum vandræðum vegna þess að hann sinnir báðum störfum. Það hafi gengið vel að aðgreina hlutverkin gagnvart öðrum. „Ég hef dæmt hjá mönnum sem hafa síðan dæmt hjá mér. Ég er þjálfari þegar svo ber undir og hef fengið tæknivillur og verið kastað út úr húsi, sællar minningar. Ég fæ enga sérmeðferð frekar en aðrir fá sérmeðferð hjá mér,“ segir Jón en hann hefur líka skilning á afstöðu KKÍ. „KKÍ telur að þetta sé allra meina bót og ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað rangt hjá þeim. Það er bara fúlt að vera í þessari stöðu. Að þurfa að velja. Ég verð að virða það sem þeir ákveða og ég geri það.“Hannes Jónsson.Vísir/EyþórÁkvörðunin stendur Keflvíkingar hafa reynt að fá þessu breytt en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það muni engu breyta. Ákvörðunin standi. „Hún stendur og mun standa. Við erum ekki að fara að breyta henni. Við skiljum vel að það séu skiptar skoðanir á málinu. Það má ræða það málefnalega. Sú umræða á að fara fram á réttum stöðum en ekki á samfélagsmiðlum,“ segir Hannes Sigurbjörn Jónsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
„Ég er hvorki tilbúinn til að hætta að dæma né þjálfa þannig að þetta er frekar erfið staða,“ segir Jón Guðmundsson körfuboltadómari, sem einnig er yngriflokkaþjálfari hjá Keflavík. Eftir að hafa þjálfað í 33 ár og dæmt í 15 er komið að því að hann verður að velja á milli. Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur gefið það út að dómarar megi ekki lengur þjálfa samhliða dómgæslunni.Ekki setja dómara í erfiða stöðu „Þessi ákvörðun er almenns eðlis og snýr að því að dómarar séu ekki settir í þá stöðu að þurfa að dæma leiki með félaga sínum sem þeir hafa dæmt hjá, stundum kvöldið áður eða seinna auk þess sem slíkt kann að þykja ósanngjarnt gagnvart þriðja aðila,“ segir meðal annars í yfirlýsingu KKÍ um málið. Þar segir einnig að þessi regla hafi verið við lýði undanfarin ár en undanþágur hafi verið veittar. Nú hafi aftur á móti verið ákveðið að fylgja reglunni eftir til hins ítrasta. „Í samtölum við fulltrúa FIBA kom skýrt fram að önnur sjónarmið, hver sem þau kunni að vera, vegi ekki þyngra en þau að allur vafi um hlutleysi eða vanhæfi geti aldrei verið vefengd,“ segir líka í yfirlýsingu KKÍ.Jón Guðmundsson að störfum með þeim Halldóri Geir Jenssyni og Eggerti Þór Aðalsteinssyni.Vísir/ErnirEr í algjörri óvissu Jón getur legið undir feldi í um hálfan mánuð áður en hann tekur ákvörðun um hvað hann ætlar sér að gera næsta vetur; dæma eða þjálfa. „Það er ekkert leyndarmál að mér þykir það vera fúlt að þessi staða sé komin upp. Ég fer fram og til baka með ákvörðunina og núna er ég í algjörri óvissu. Þetta hefur gengið upp hjá mér í öll þessi ár því Keflvíkingar hafa verið mjög sveigjanlegir þegar kemur að dómgæslunni hjá mér,“ segir Jón en það hefur augljóslega verið mikið að gera hjá honum á síðustu árum með öll þessi verkefni. „Ég er ekki í þessu til þess að verða ríkur. Það er alveg klárt. Mér finnst ógeðslega gaman að dæma og þess vegna er ég ekki tilbúinn til að hætta. Maður fær ekki bara drull á vellinum. Maður fær alveg hrós líka þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Jón og hlær dátt. Á öllum þessum árum segist Jón aldrei hafa lent í nokkrum vandræðum vegna þess að hann sinnir báðum störfum. Það hafi gengið vel að aðgreina hlutverkin gagnvart öðrum. „Ég hef dæmt hjá mönnum sem hafa síðan dæmt hjá mér. Ég er þjálfari þegar svo ber undir og hef fengið tæknivillur og verið kastað út úr húsi, sællar minningar. Ég fæ enga sérmeðferð frekar en aðrir fá sérmeðferð hjá mér,“ segir Jón en hann hefur líka skilning á afstöðu KKÍ. „KKÍ telur að þetta sé allra meina bót og ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað rangt hjá þeim. Það er bara fúlt að vera í þessari stöðu. Að þurfa að velja. Ég verð að virða það sem þeir ákveða og ég geri það.“Hannes Jónsson.Vísir/EyþórÁkvörðunin stendur Keflvíkingar hafa reynt að fá þessu breytt en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það muni engu breyta. Ákvörðunin standi. „Hún stendur og mun standa. Við erum ekki að fara að breyta henni. Við skiljum vel að það séu skiptar skoðanir á málinu. Það má ræða það málefnalega. Sú umræða á að fara fram á réttum stöðum en ekki á samfélagsmiðlum,“ segir Hannes Sigurbjörn Jónsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira