Gerum samfélagið fjölskylduvænna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Það gengur oft erfiðlega að finna tímana í sólarhringnum til að eyða með fjölskyldu og vinum. Íslendingar hafa löngum talið það mannkosti að vinna mikið og lengi, sem bitnar óhjákvæmilega á gæðastundum með fjölskyldunni. Þótt vinnan sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi þarna á milli og gera samfélagið fjölskylduvænna. BSRB hefur lagt mikla áherslu á þróun í þessa átt á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því að byggja upp fjölskylduvænna samfélag er að bæði kynin hafi jöfn tækifæri. Foreldrar eiga að hafa sömu möguleika og skyldur hvort sem er á vinnumarkaði eða heima fyrir. Mikilvægur þáttur í þessu er að bæta fæðingarorlofið. Íslenska fæðingarorlofskerfið var byggt upp af metnaði en hefur síðan fengið að drabbast niður. Fæðingarorlofskerfið á að virka hvetjandi á báða foreldra til að eyða tíma með nýfæddum börnum sínum á þessum mikilvæga tíma í þroskaferli þeirra. Einnig er mikilvægt að tryggja börnum dagvistun strax þegar orlofi lýkur. Langur vinnudagur gerir mörgum erfitt fyrir að samþætta fjölskyldulífið og vinnuna. BSRB hefur mótað þá stefnu að stytta vinnuvikuna úr 40 tímum í 36 án þess að laun skerðist. Erlendar rannsóknir benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það bitni á afköstum. Bæði Reykjavíkurborg og ríkið standa nú fyrir tilraunaverkefnum með BSRB til að kanna hvernig þetta getur gengið fyrir sig hér á landi. En fleira þarf til eigi íslenskt samfélag að verða fjölskylduvænna. Bæta þarf samspil atvinnulífsins, skóla og heimilanna með það að markmiði að draga úr árekstrum. Auka þarf réttindi til að vera frá vinnu til að sinna veikum börnum og bjóða upp á sveigjanleg starfslok. Það er verkefni okkar til langs tíma að gera samfélagið fjölskylduvænna. Þegar lagt er af stað í langferð getur takmarkið virst órafjarri. Þess vegna þarf að vinna jafnt og þétt að þessu markmiði, eitt skref í einu í átt að takmarkinu.Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Það gengur oft erfiðlega að finna tímana í sólarhringnum til að eyða með fjölskyldu og vinum. Íslendingar hafa löngum talið það mannkosti að vinna mikið og lengi, sem bitnar óhjákvæmilega á gæðastundum með fjölskyldunni. Þótt vinnan sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi þarna á milli og gera samfélagið fjölskylduvænna. BSRB hefur lagt mikla áherslu á þróun í þessa átt á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því að byggja upp fjölskylduvænna samfélag er að bæði kynin hafi jöfn tækifæri. Foreldrar eiga að hafa sömu möguleika og skyldur hvort sem er á vinnumarkaði eða heima fyrir. Mikilvægur þáttur í þessu er að bæta fæðingarorlofið. Íslenska fæðingarorlofskerfið var byggt upp af metnaði en hefur síðan fengið að drabbast niður. Fæðingarorlofskerfið á að virka hvetjandi á báða foreldra til að eyða tíma með nýfæddum börnum sínum á þessum mikilvæga tíma í þroskaferli þeirra. Einnig er mikilvægt að tryggja börnum dagvistun strax þegar orlofi lýkur. Langur vinnudagur gerir mörgum erfitt fyrir að samþætta fjölskyldulífið og vinnuna. BSRB hefur mótað þá stefnu að stytta vinnuvikuna úr 40 tímum í 36 án þess að laun skerðist. Erlendar rannsóknir benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það bitni á afköstum. Bæði Reykjavíkurborg og ríkið standa nú fyrir tilraunaverkefnum með BSRB til að kanna hvernig þetta getur gengið fyrir sig hér á landi. En fleira þarf til eigi íslenskt samfélag að verða fjölskylduvænna. Bæta þarf samspil atvinnulífsins, skóla og heimilanna með það að markmiði að draga úr árekstrum. Auka þarf réttindi til að vera frá vinnu til að sinna veikum börnum og bjóða upp á sveigjanleg starfslok. Það er verkefni okkar til langs tíma að gera samfélagið fjölskylduvænna. Þegar lagt er af stað í langferð getur takmarkið virst órafjarri. Þess vegna þarf að vinna jafnt og þétt að þessu markmiði, eitt skref í einu í átt að takmarkinu.Höfundur er formaður BSRB.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun